Flokkur: Kvöldmatur

Mjög einföld uppskrift og það má alveg sleppa ananasinum og kóksflögunum en það gefur rosalsega gott exra bragð í réttinn.

Uppskrift fyrir fyrir 3-4, við erum 2 fullorðin og eitt barn og mér finnst gott að eiga afgang af svona réttum daginn eftir.

Hráefni:

  • 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cookoing olía til steikingar
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Korma sósa frá Patak´s
  • 1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon
  • 1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu
  • 1 lítil dós af ananas bitum
  • 1 dl kókosflögur
  • Rifin ostur 

Meðlæti:

  • 2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum
  • 2 Patak´s Naans brauð

Leiðbeiningar:

  1.  Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.
  4. Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.
  5. Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  7. Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.

 

Uppskrift gerð í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

Hráefni:

  •  900 gr.  Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cooking olía til steikingar
  • 2 tsk Oskar hænsnakraftur
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon
  • 150 ml Kókosmjólk í dós frá Blue Dragon (má nota alla fer eftir hvað þið viljið hafa sósuna þykka)
  • 1 dl Sweet Chilliu sósa frá Blue Dragon
  • 1 dl Gróft muldar kasjúhnetur
  • 3 stk Lime
  • ½ gúrka
  • 1 poki rifin mozarella ostur
  • Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)

Meðlæti:

  • 3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin).
  • 1 pakki Patak´s Naan brauð.

Leiðbeininar:

  1. Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnu með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.
  4. Setjið krukku af Satay sósu útá pönnuna ásamt, kókosmjólkinni og Sweet chilli sósu og hrærið vel saman.
  5. Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)
  7. Skerið niður gúrku, graslauk og lime.
  8. Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.
  9. Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).
  10. Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.

  • Undirbúningur:15 mín
  • Eldun:30 mín
  • Fyrir:4 
  • 4 Rose Poultry kjúklingabringur

 

  • 1 dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 dl Caj P Grillolía Orginal

 

  • ½ dl Filippo Berio ólífuolía

 

  • Hálfur hvítlaukostur

 

  • 12 pepperoni sneiðar eða sirka 3 á bringu

 

Leiðbeininar:

  1. Hrærið saman BBQ sósu, grillolíu og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.

 

2. Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mín eða yfir nótt.

 

3. Skerið niður osti í langar sneiðar og skerið svo rauf í bringunar og troðið ostinum ofan í.

 

4.Grillið á heitu grilli í 5 mínútur, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur og raðið pepperoni sneiðum á grillið og leggjið svo ofan á       bringurnar þegar það er oðrð stökkt, það er mjög fljótt að grillast.

 

 

 

Meðlæti: Grillaður ananas með BBQ sósu, púðursykri og sjávarsalti

 

  • 1dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 msk púðursykur

 

  • 1 ½ tsk sjávarsalt

 

Leiðbeiningar:

  1. Takið utan af ferskum ananas og skerið hann í sneiðar, pennslið með BBQ sósu eða veltið honum uppúr í skál og stráið smá púðursykri yfir (má sleppa).

 

  1. Grillið ananasinn í sirka 4 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin mjúkur og farin að brúnast.

 

  1. Stráið sjávarsalti yfir áður en hann er borin fram.

 

Uppskriftin sem ég hef lofað svo oft hér inn er loksins komin í sinni bestu útfærslu og var reyndar birt fyrst á mbl.is í nýjum pistli sem heitir Matarást og þegar ég var beðin um að gefa upp uppskrfit sem Elli væri með mesta matarást af var ég ekki lengi að hugsa og vissi að hann mundi segja „Beikonpastað“ þegar ég spurði hann 🙂

Myndir: Vilhelm Gunnarson

„Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“

En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best:

Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu

Uppskrift:

  • 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum.
  • 1 pakki beikon.
  • 2 kjúklingabringur (má sleppa).
  • ½-1 pakki skinka.
  • 1 bakki sveppir.
  • 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu.
  • ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma.
  • 1 tsk kjötkraftur.
  • Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri.

 

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum.
  • Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk.
  • Skerið sveppi niður og steikið á pönnu.
  • Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu.
  • Skerið skinku niður í smáa bita.
  • Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við.
  • Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost.

Getið séð alla greinina af mbl hér: Matarást á mbl.

Ég hef alltaf verið mikið fyrir grauta sérstaklega sem krakki. Minn uppáhalds grautur er „Kúlugrautur“ eða Sagógrjónagrautur. Þessi grautur var reglulega í matinn á mínu heimili en ég veit að alls ekki allir þekkja þennan graut. Það er mjög einfallt að gera hann og er í raun bara svipað og að gera grjónagaut.  Krökkum finnst hann yfirleitt mjög góður og skemmtileg áferð á kúlunum en þær bólgna aðeins við eldun. Passar vel í matinn á þessum árstíma því hann er líka smá jólalegur.

Sagógrjónagrautur:

  • 2dl sagógrjón
  • 4-5dl mjólk
  • 2 msk. sykur (ég notaði 1msk Sukrin sykur, það þarf minna af honum).
  • 1 tsk salt
  • 1tsk vanilludropar
  • (rúsínur, val)

Sett í pott og suðan látin koma upp en passa rosalega vel að standa við og hræra vel því mjólkin brennur auðveldlega við. Borin fram með mjólk eða rjóma og kanilsykri, ég geri hann líka úr Sukrin sykri og kanil saman.

Það var erfitt að fá þessi grjón hér á landi um tíma og var ég svo glöð þegar ég sá að þau voru til frá merkinu Til hamingju sem er Íslensk framleiðsla.
Þessi færsla er í samstarfi með Til hamingju.

 

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og slær alltaf í gegn. Ég geri hana alltaf með BBQ sósu núna þar sem við fílum hana betur en gerði áður alltaf með salsa sósu svo það má gera þetta á allskonar vegu og setja það sem ykkur finnst gott á quesadilla inní. En hér kemur svona það sem okkur hefur fundist best.

Hitið ofnin á 200 gráður.

  • 1 bakki af hakki
  • Ég kriddaði hakkið með kriddunum frá SOSO mamma spices og saffron og bætti við smá svörtum pipar, en þið getið notað það kridd sem ykkur dettur í hug.
  • 1 pakki af Tortilla . Mínar uppáhalds eru Corn & Wheat frá Santa Maria, ég var með minni gerðina og náði að setja þetta vel í 5 kökur.
  • 1 dós af gulum baunum
  • 1 dós af nýrnabaunum
  • Rjómostur (mér finnst bestur hreinn rjómostur frá Ostahúsinu sem fæst í Bónus t.d. blá og hvít dós)
  • BBQ sósa eftir smekk ég set alveg örgglega næstum hálfa flösku, og ef ég nota sals sósu þá heila krukku.
  • Rifin ostur og smá nachos flögur á toppinn, ekki verra að hafa svo flögur og smá salat sem meðlæti en þarf ekki.

Ps. Oft steiki ég sveppi og rauðlauk og pressa kannski eitt hvítlauskrif með en ég átti það ekki til í gær og þetta smakkaðis bara svona ljómadi vel án þess, þarf ekki að vera of flókið og finnst litla manninum mínum þetta alveg rosalega gott 🙂

Steikið hakkið á pönnu ég nota kókosolíu á pönnuna, og kridda það svo bara á pönnunni. Bætið svo baunum á pönnuna (sigtið vökvan af þeim), því næst BBQ eða sala sósu yfir allt á pönnunni.

Smyrjið Tortilla kökur með rjómosti alveg vel yfir alla kökuna. Setjið svo vel af hakkblöndunni inní og lokið kökunni og raðið þétt í eldfast mót. Stráið smá rifnum osti yfir og setjið inní ofn í smá stund eða sirka 10 mín þar til osturinn er bráðnaður ég breyti í grill stillingu í lokin til að brúna ostin aðeins betur og fá kökunar svona smá stökkar í kantana. Mil svo niður smá tortilla flögur yfir áður en ég ber fram.

By Heidi Ola

 

Hitið ofnin á 250gráður

4 Pizza tortilla
BBQ sósa
1 Bakki sveppir
1 Rauðlaukur
Létt pepperoni eftir smekk
1 banani
Létt rómaostur frá Philadelphia
1 poki pizza ostur
Jalapeno eftir smekk
Svartur Doritos eftir smekk mulið yfir
Steikti á pönnu sveppi og lauk með smá olíu stráði svo smá Sukrin gold púðursykri og dass af rauðvíns ediki yfir til að gera karmellað bragð. (má sleppa því).

Raðaði kökunum á böknuarplötur með smjörpappír og setti BBQ sósu á hverja köku og raðaði svo álegginu á.

Setti svo á toppin eftir að þær komu úr ofninum hvílauks Pizza topping sósu frá Santa Maria.

By Heidi Ola 😉

Langði í eitthvað mexico style og átti kjúkling og ég ákvað að prófa eitthvað nýtt……

Hitið ofnin á 200°

  • 2 kjúklingabringur
  • 4 tortilla kökur (var með medium stærð)
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 dós Gular baunir
  • 1/2 dós Svartar baunir
  • 2 tómatar
  • Philadelphia létt rjómaostur
  • Salsa sósa
  • 1 poki pizza ostur
  • Smá mexico ostur (skorin mjög þunnt, má sleppa)
  • Jelapeno og Doritos á toppin eftir smekk (má sleppa)

Skar kjúklingabringur niður í smá bita kriddaði með kjúklingakriddi og guacamole kriddi (fékk það í Litlu garðbúðinni), steikti á pönnu með smá olíu. Saxaði laukin smátt niður og steikti á pönnu, þar ekki að steikja hann má nota hann bara hráan. Saxaði smátt papriku og tómata. Setti svo allt saman í skál, kjúllan, laukinn, tómatana, paprikuna og bætti baununum saman við, öllu hrært saman.

Smurði á tortilla kökur rjómaostinum og setti sirka 1 msk af salsa sósu á eina köku í einu, kjúlla mixið ofan á það og stráði osti yfir + mexico ost, svo önnur kaka smurð með rjóma ost og sett ofan á og þannig koll af kolli 4 hæðir en á síðustu þá smuðri ég smá rjómosti setti setti ekki salsa heldur bara ost yfir en rjómosturinn var til að láta ostinn tolla betur á. Toppaði svo með jelapeno og mundu Doritos. Bakaði í ofni í 10 mín.

Made by Heidi Ola ;)

Fljótlegt kjúkligasalat:

Dugar í kvöldmat fyrir 2 og nesti daginn eftir:

Byrja á að harðsjóða egg

 

3 egg

1 Heill grillaður kjúlli

1 heilt búnt lambhagasalat

1/2 gúrka

1/2 krukka af feta

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

1 heil krukka kjúklingabaunir (skolaðar í sigti)

2 lítil Avocado eða 1 stórt

Toppað með furuhnetum og döðlubitum, má sleppa.

Kriddað með maldon salti og svörtum pipar, notaði svo smá af olíunni af fetanum og tómötunum og smá balsamik.

 

Made by Heidi Ola

Nú þegar jólin nálgast, þá er tilheyrir á mörgum heimilum að hafa grjónagraut. Ég er sjálf alin upp við grjónagraut með möndlu í á jólunum, en svo hefur það verið þannig síðustu ár að við höfum sett möndluna bara í frómasinn sem er í dessert þar sem allir eru svo saddir að það þýðir ekkert að hafa grjónagaut á aðfangadag sjálfan. En ég hef alltaf haldið mikið uppá grjónagraut og langaði mig að prófa að gera aðeins hollari útgáfu og heppnaðist það svona rosalega vel :)[do_widget „Featured Image“]Fyrir tvo

Innihald:

  • 2 dl Perlubygg
  • 5 dl vatn
  • 5 dl létt mjólk eða fjörmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dropar vanillu stevia eða 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl Heilkonar morgungrautur / byggflögur (má sleppa)
  • Rúsínur (má setja ofan á í lokin eða sleppa)

Ofan á:

  • Kanill
  • Sukrin
  • Smjör

Sauð perlubyggið í 15 mín. Helti þá vatninu af og setti mjólkina í, ég vildi fyrst sjóða grjónin svo þau yrðu extra mjúk. En það má líka leggja þau í bleyti yfir nótt. Hitaði þá þar til hann fór að sjóða með mjólkinni, lækkaði þá undir og setti allt hitt útí. Hrærði því vel saman.

Borin fram og toppaður með kanilsykri, ég nota Sukrin sykur og hreinan kanil saman og smá íslenskt smjör.

Ps: Var líka með steikta lyfrapylsu og blóðmör borið fram með sukrin sykri fyrir hann Ella minn og Heimir auðvitað 🙂