Mjög einföld uppskrift og það má alveg sleppa ananasinum og kóksflögunum en það gefur rosalsega gott exra bragð í réttinn.
Uppskrift fyrir fyrir 3-4, við erum 2 fullorðin og eitt barn og mér finnst gott að eiga afgang af svona réttum daginn eftir.
Hráefni:
- 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
- 1 msk Filippo berio cookoing olía til steikingar
- Salt og pipar
- 1 Krukka Korma sósa frá Patak´s
- 1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon
- 1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu
- 1 lítil dós af ananas bitum
- 1 dl kókosflögur
- Rifin ostur
Meðlæti:
- 2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum
- 2 Patak´s Naans brauð
Leiðbeiningar:
- Hitið ofnin í 200 gráður.
- Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
- Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.
- Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.
- Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.
- Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.
Uppskrift gerð í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is