Flokkur: Kvöldmatur

Ég er búin að hugsa svo mikið um góða súpu síðustu daga svo ég ákvað að prófa malla saman eina gúrme sveppasúpu og reyndi að gera hana svona í hollari kantinum.  Ég elska allt með sveppum og segi að það sé aldrei nóg af sveppum í neinu svo það er nóg af sveppum í þessari súpu!

Sveppasúpa

 • 250 gr flúðasveppir
 • 150 gr kastaníusveppir
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 dós kókosmjólk
 • 3 dl mjólk (ég nota fjörmjólk)
 • 1-2 dl vatn  (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa hana, getið svo þykkt hana með jafnara)
 • 1 góð tsk villikraftur frá Oskar
 • 1 góð tsk grænmetiskraftur frá Oskar
 • smá salt og pipar, smakka til eftir smekk.

Skerið sveppina niður, ég skar þá frekar gróft, fer eftir smekk, má mauka alveg í matvinnsluvél. Skerið laukinn mjög smátt niður, pressið hvítlauksrifin og steikið í potti með smá smjöri eða olíu og bætið sveppum svo saman við. Steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo kókosmjólk, mjólk , vatni og kröftum saman við. Bætið svo smá salt og pipar útí og smakkið til. Látið suðuna koma upp, lækkið svo undir og látið malla á vægum hita í 15 mín.

[do_widget „Featured Image“]

Beikonvafin ostasamloka

Svo elskar kærastinn minn allt með beikoni svo það var win-win beikonvafin ostasamloka með súpunni 🙂 En þessi samloka er náttulega ekki á hollustu listanum en hún rugl góð 😛

 • 2 brauðsneiðar (já! ég var með eins mikið fransbrauð og hugsast getur 🙂
 • ostur (já! var með Gotta ost í þetta skipið )
 • Beikon (já! bara venjulegt Ali beikon ekki fituminna:) verður að vera frekar langt beikon, til að ná utan um brauðið )

Gerið samloku með osti og pakkið henni svo inní beikon á alla kanta og steikið á pönnu! Einfalt, skothelt, ógeðslega gott og ég meina hálf svona er allt í góðu þegar súpan er bráð holl 😉

Made by Heidi Ola 😉

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

 • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
 • 1/2 sítróna kreist
 • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
 • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
 • Salt og pipar
 • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

 • 1 skorið mango
 • 1/2 skorin ananas
 • 2 avocado
 • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
 • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
 • 1/2 rauðlaukur saxaður
 • 1 kreist lime
 • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði að gera kúrbíts pasta um daginn, það kom það skemminlega á óvart 🙂 Það er mjög gott og mun kolvetna minna en venulegt pasta.[do_widget „Featured Image“]Þið getið sett það sem ykkur dettur í hug í pastað en ég var með:

 • 2 kúrbítar rifnir niður
 • 3 kjúkklingabringur (notaði allan pakkann, áttum afgang í nesti)
 • 1 bakki sveppir skornir smátt
 • 1 rauðlaukur skorin í strimla
 • 1 askja af kotel tómötum skornir í helminga
 • 1 avocado skorið í teninga
 • 1 mexico ostur rifin niður eða skorin í tenginga

Skar fyrst niður sveppi og lauk og steikti á pönnu með smjöri og smá hvítvíns vineger til að gera smá sætt bragð. Ég elska að gera það þegar ég steiki lauk og sveppi en það má alveg sleppa því. Setti svo laukin og sveppina í sigti og lét bíða. Skar næst niður kjúklinginn niður í smáa bita, kryddaði með sítrónupipar og steikti á pönnu með smá olíu. Lét hann svo malla með lokið á pönnunni á meðan ég setti kúrbítinn í matvinnsluvélina og skar niður allt hitt. Blandið þessu svo öllu saman og setjið sósu yfir ef þið viljið það má líka sleppa eða nota einhverja góða olíu.
IMG_3588IMG_3586 (1)IMG_3585IMG_0020IMG_3589
Ég gerði sósu úr grískri jógúrt og 5% sýrðum rjóma kryddaði með guacamole kryddi sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni uppá höfða.
Made by Heidi Ola 😉

Við prófuðum í fyrsta skipti að grilla urriða í heilu lagi um helgina og var það ótrúlega einfalt og gott.
Afi gaf okkur urriða sem hann veiddi í Þórisvatni með honum vorum við með kartöflur úr garðinum okkar, ferskt salat með rifnum gulrótum, hollandaise sósu og grillaða sveppi fyllta með Ljótur ost.
IMG_3230

 • Við vorum með 3 meðal stóra urriða sem búið var að hreinsa
 • Sirka 100gr Smjör
 • 2 Sírtónur 1 og 1/2 hálf sem ég skar í sneiðar og notaði svo hálfa til að kreista smá yfir hann líka.
 • Blóðberg efir smekk og hægt að nota annað krydd
 • 1 msk Olía
 • 1 msk Epla edik
 • Maldon salt
 • Svartur malaður pipar
 • Skar Íslenskt smjör með ostaskera og lagði smjörsneiðar inní hann, skar svo sítrónu og raðaði inní og setti nokkura blóðbergs stilka með inní. Pennslaði svo með olíu og epla ediki og kryddaði með salt og pipar. Elli minn sér svo um grillið og grilluðum við hann í 7 mín á hvorri hlið við vorum með sérstka grillgrind frá Weber en það er líka hægt að nota álpappír eða einnota grillbakka. En passa að setja olíu á fyrst svo roðið festir ekki við.[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_3229
Made by Heidi Ola 😉

Þessi kom skemmtinlega á óvart Ég var bara að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa að gera mitt eigið lemon og herb krydd þar sem það eina sem til var í búðinni var stútfullt af aukaefnum. Ég vil helst nota eins nátturuleg og hrein krydd og ég get, eins og ég hef áður sagt þá nota ég mest kryddin með græna miðanum frá pottagöldrum (án aukaefna) og blanda oft nokkrum saman. Ég átti svo til timmian sem við Elli höfðum týnt um daginn og þurrkað. Ég var búin að tékka hvaða krydd væru helst í lemon og herb dressingum og ákvað að prófa bara að blanda mína eigin blöndu og kom það ótrúlega vel út.
[do_widget „Featured Image“] Hitaði ofnin á 200° grill.

Sauð ferskan aspas í 5 mín í vatni með smá maldon salti.
Blandaði saman dass af þessu öllu í skál með skeið (gott að nota mortel ef þið eigið það til):
• Rósmarin
• Timian
• Steinselja
• Estragon
• Oregano
• Maldon salt
• Kreist sítróna
• Agave sýróp
Penslaði laxinn (frá Hafinu) með öllu saman og setti í ofn í 10-15 mín, tíminn fer eftir hversu þykk flökin eru. Setti aspasin með í annað fat í ofnin og grillaði hann með í sama tíma.
Setti kartöflu konfekt með í ofnin sem ég fæ tilbúnar í ofnin frá Hafinu (stundum ekki tími fyrir of mikið ves)
Á meðan gerði ég hollandaise sósu úr pakka.
Svo skar ég dýrindis grænmeti sem við fengum gefins beint úr gróðurhúsinu í Reykholti í Biskupstungum. Græn búna pakrikan sem kallast súkkulaði paprika og er aðeins sætari en venjuleg græn paprika.IMG_2534
Gaman að týna svona sjálfur 🙂 settum bara á dagblöð og létum þorna og setti svo í krukku 🙂 (Froosh krukkurnar koma sér vel).

Made by Heidi Ola 😉

 

Svo margir búnir að senda mér hvað ég gerði við sætu karföluna með laxinum um daginn 🙂
Grillaður lax með fylltri sætri kartöflu, ferksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
[do_widget „Featured Image“] Sæt kartafla (fyrir 2)

Stillti ofnin á 200°.
Skar eina stóra kartöflu í tvennt. Pakkði þeim inní álpappír og setti í ofnin í 45mín (fer eftir því hversu stórar þær eru, en allvega þannig að þær verði frekar mjúkar).
Á meðan steikti ég smátt skorinn rauðlauk á pönnu ásamt gulum baunum. Þannig að baunirnar brúnist smá.
Tók kartöfluna svo út úr ofninum og skar vel í hana með hníf án þess samt að fara í gegnum hýðið, hafði álpappírinn enn um hana hálfa. Smurði hana með smjöri og salti. (má sleppa). Krafsaði smá í hana og setti feta ost (getið líka sett smá af olíunni af feta ostinum og sleppt smjörinu). Set síðan lauk og baunir yfir. Setti svo smá rifin ost yfir í lokin (má sleppa).

Lax

Ferskur lax frá Hafinu Fiskverslun. Set dass af ólífuolíu á álpappírinn svo roðið festist ekki alveg við. Kryddaði hann með sítrónupipar, settur á grillið í sirka 7-10 mín fer eftir þykkt. Kartölunar setti ég með á grillið í þann tíma og bakaði þær enn betur og bræddi ostinn 🙂

Bar fram með freksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.

Hér er önnur uppskrift sem ég gerði með svona fylltri kartöflu 🙂

http://www.heidiola.is/osta-fyllt-kjukligabringa-med-pepperoni-og-fyllt-saet-kartafla/

Made by Heidi Ola 😉

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

 • 3-4 avocado
 • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
 • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
 • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
 • 2 pressuð hvílauksrif
 • Smá maldon salt
 • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði á dögunum að gera kjötbollur í hollari kantinum sem heppnuðust svona líka svona rosalega vel 🙂
[do_widget „Featured Image“] Ofnbakaðar pretzel hakkbollur
500g Hakk beint frá býli
2 egg (beint frá okkar býli 🙂
1/2 bolli fjörmjólk
1 lítill laukur saxaður smátt
3 grænir laukar saxaðir smátt
2 presssuð hvítlauksrif
1/2 tsk origano
Dass af maldon salti og svörtum pipar
1 bolli pretzel crisps mulið smátt niður í mortel, eða sett í poka og mulið niður eftir smekk hversu smátt
Pretzel-Chips-225x300 Fékk þetta kex í Kosti, alveg mitt uppáhalds með ostum og er aðeins hollara en Ritz kex.

Hrærið eggin og mjólkina saman í skál, bætið svo öllu hinu útí og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í ofni við 180 gráður í sirka 30 mín eða þar til þær eru orðnar aðeins brúnaðar og crispy. Ef mixið er of blautt eins og mitt varð smá getið þið alltaf bætt í það smá haframjöl svo það sé auðveldara að hnoða það í kúlur.

Heimatibúin kartöflumús með osti

2-4 stórar bökunar kartöflur (ég var með mat fyrir 4 en þetta var alveg vel meira en nóg svo 2-3 hefði verið nóg) skornar niður og settar í pott ég vildi hafa híðið á þeim.
1/2 bolli Fjörmjólk
1/2 bolli Stevia sykur frá Via-Health
Dass af maldon salti og svörtum pipar
Sirka hálfur poki af rifnum osti (eftir smekk, má sleppa)

Allt sett saman í pott og hitað við vægan hita og notað stappara til að stappa saman, ég setti mitt svo í hrærivélina með hnoðara í smá stund og aftur í pottinn til að spara mér tíma 🙂

Hafði svo með þessu heita brúna sósu, steiktan rauðlauk og sykurlausa sultu.
IMG_0333

Transalte/

Lesa meira

Ég borða mikið af fisk, lax og bleikja eru í milku uppáhaldi og er ég fastakúnni í fiskverslunni Hafinu í kópavogi. Það er fyrir mig eins og að koma inní nammibúð 😛 allt svo girnilegt þar ég fæ ofast valkvíða þegar ég kem inn. Uppáhald mitt er lax í teriyaki og sesam mareneringu, þarf bara að henda honum í ofnin í um 7-10 mín. Hér var ég að gera extra vel mig og kallinn og hafði ofnbakðar sætarkartöfur með feta, steikta sveppi, sauð ferskan aspas, ferskt salat og gríska sósu með.
image
[do_widget „Featured Image“] Sætar kartöflur:
Skar niður sæta kartöflu í litla tening, helli í eldfast mót, helli fetaost yfir eftir smekk og smá af olíunni með.
Bakað í ofni á 200 gráðum í 20-30 mín.

Lax:
Kemur tibúin í mareneringu frá Hafinu í Kópavogi.
Settur í ofnin í eldfast mót í 7-10mín. (set smá olíu í fatið svo hann festist ekki við)
Ég setti hann svo ofan í annað fat ofan á ferskt spínat, bara svona til að gera þetta fallegt fyrir augað 🙂 Skar svo niður smá skarlott lauk og setti yfir í lokin.

Aspas:
Ferskur stór aspas úr Kosti, læt vatn í stóra pönnu með loki (því hann er svo langur). Læt suðuna koma upp, lækka undir og set aspasin ofan í ásamt smá maldon salti og læt sjóða í 2-5 mín. Fer eftir því hversu þykkur hann er.

Grísk sósa:
3-4 msk Grísk jógúrt
hálf dós Sýrður rjómi 5%
1 msk Agave síróp
1 pressað hvítlauskrif
Sítrónu safi
Svartur pipar
Öllu hrært saman og smakkað til. Ég geri þessa með mjög mörgu og dassa hana alltaf til 😉

Steikti sveppi á pönnu og gerði ferskt salat með avocado, algjört sælgæti 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Í kvöld prófaði ég að gera lax marineraðan á asíska vísu, ég er mikið fyrir asískan mat og elska t.d Nings, bragðmikill matur sem er léttur og hollur.

Ég mixaði saman nokkrum uppskriftum sem ég fann af asískum Lax og er ég sjúk í þetta sæta bragð í bland við engifer og hvítlauk. Svo finnst mér möst að toppa með grænum lauk![do_widget „Featured Image“]

Marinering:
1/4 bolli lífrænt hunang
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjóna edik eða hvítvíns edik (ég notaði hvítvíns átti ekki hitt til, en það er sérskalega notað t.d. í sushi)
1 msk sesam olía
1 msk pressaður ferskur engifer
1 tsk Sriracha sósa, (val, þetta er rauð sterk sósa)
Svartur pipar eftir smekk. Ég dassaði og kriddaði líka smá yfir laxinn.
Allt sett saman í skál og hrært með písk.
1 gott sikki af lax eða bleikju. Ég var með gúrme gott Laxa flak frá Hafinu Fiskverslun og var það rúmlega fyrir 2.
Flakið sett á álpappír í ofnskúffu. Marineringunni hellt yfir eða pennslað yfir. Setti álpapprinn svo aðeins upp á köntunum svo hún læki ekki eins mikið útaf.
Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 15 mín. Fer svolítið eftir stærð á laxinum.
2 grænir laukar, saxaðir smátt og dass af sesam fræjum stráð yfir áður en laxin er borin fram.
IMG_0018Meðlæti:
Brún grjón með steiktum eggjum saman við, smá af græna lauknum yfir þau líka og soðið fersk brokkolí.

Made by Heidi Ola;)

 

Translate/

Lesa meira