Flokkur: Matur

Allt um mat

Kósý í vonda veðrinu 🙂
[do_widget „Featured Image“] (Uppskrift fyrir miðað við einn bolla)

  • 1 kakóbolli vatn (ég set bara vatn í bollan sem ég ætla að drekka úr)
  • 1 skeið  (30gr) súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
  • 1 tsk Hershey´s sykurlaust kakó (fékk það í Kosti, þið getið annars notað hvað sem er og má sleppa)
  • Smá salt (má sleppa, ég nota maldon salt)
  • 1/2 tsk Sweet liquorice syrup frá Lakrids (ég keypti það í Kjötkompaní en þessar vörur er bara seldar í vel völdum verslunnum t.d. í Epal, sá það í Fríhöfnni)

IMG_0996Allt sett saman í pott og hitað, en passið að láta alls ekki sjóða, ég set á hæsta hita og um leið og það er farið að rjúka sma úr pottinum þá er það til.
Svo má stundum leyfa sér og setja smá jurtarjóma eða bara alvuru rjóma og strá svo smá Raw liquorice powder yfir 😛 namm þetta er svo gott og best eignlega að borða rjómann eins og ís ofan af með lakkrís kriddinu í 😛 ég veit ég er lakkrísperri 🙂
Minnir svolítið á Leppalúða sem er uppáhalds jóla kaffið mitt á Te og kaffi 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Cozy in the bad weather (in Iceland) 🙂

(Recipe for considering one cup)

  • 1 cocoa cup water (I just put water in a cup that I’m going to drink)
  • 1 spoon (30gr) chocolate casein protein (I use the QNT)
  • 1 teaspoon sugar-free cocoa Hershey’s (got it in the pros, you can use anything else and may be omitted)
  • A little salt (can be omitted, I use Maldon salt)
  • 1/2 teaspoon Sweet licorice syrup from Lakrids (http://lakrids.nu)

All put together in a saucepan and heat, but careful to not boil it.
I sometimes put a little vegetable cream or just real heavy whipped cream and straw so little Raw licorice powder over: P NAMM this is so good 😛

Ég prófaði á dögunum að gera kjötbollur í hollari kantinum sem heppnuðust svona líka svona rosalega vel 🙂
[do_widget „Featured Image“] Ofnbakaðar pretzel hakkbollur
500g Hakk beint frá býli
2 egg (beint frá okkar býli 🙂
1/2 bolli fjörmjólk
1 lítill laukur saxaður smátt
3 grænir laukar saxaðir smátt
2 presssuð hvítlauksrif
1/2 tsk origano
Dass af maldon salti og svörtum pipar
1 bolli pretzel crisps mulið smátt niður í mortel, eða sett í poka og mulið niður eftir smekk hversu smátt
Pretzel-Chips-225x300 Fékk þetta kex í Kosti, alveg mitt uppáhalds með ostum og er aðeins hollara en Ritz kex.

Hrærið eggin og mjólkina saman í skál, bætið svo öllu hinu útí og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í ofni við 180 gráður í sirka 30 mín eða þar til þær eru orðnar aðeins brúnaðar og crispy. Ef mixið er of blautt eins og mitt varð smá getið þið alltaf bætt í það smá haframjöl svo það sé auðveldara að hnoða það í kúlur.

Heimatibúin kartöflumús með osti

2-4 stórar bökunar kartöflur (ég var með mat fyrir 4 en þetta var alveg vel meira en nóg svo 2-3 hefði verið nóg) skornar niður og settar í pott ég vildi hafa híðið á þeim.
1/2 bolli Fjörmjólk
1/2 bolli Stevia sykur frá Via-Health
Dass af maldon salti og svörtum pipar
Sirka hálfur poki af rifnum osti (eftir smekk, má sleppa)

Allt sett saman í pott og hitað við vægan hita og notað stappara til að stappa saman, ég setti mitt svo í hrærivélina með hnoðara í smá stund og aftur í pottinn til að spara mér tíma 🙂

Hafði svo með þessu heita brúna sósu, steiktan rauðlauk og sykurlausa sultu.
IMG_0333

Transalte/

Lesa meira

Æðisleg helgi að baki en við Íris vinkona skelltum okkur í helgar ferð til Cardiff í Bretlandi að heimsækja elsku Kristbjörgu okkar sem býr þar með Aron sínum sem spilar fótbolta með Cardiff, þau eiga von á barni núna bara á næstu dögum eða settur dagur er eftir 2 vikur, við vorum nú helst að vona að hún mundi eiga á meðan við værum úti..híhí og framlengja ferðina bara 🙂
IMG_0910
Fórum á Mexico stað sem heitir Wahaca og er ný búið að opna hann í Cardiff, ég hafði farið á hann áður í London og varla hætt að hugsa um hann síðan þá, en ég er mjög mikið fyrir mexico mat og þessi staður er svo skemmtinlegur því þú getur pantað þér marga litla rétti svona eiginlega mexico tapas 🙂
IMG_0912Göngutúr með litlu dúllurnar Ninju og Tínu, en þær fengu að sofa uppí hjá mér og Írisi 🙂
IMG_0772Það var verslað svolítið og þetta er ein uppáhalds myndin mín úr ferðinni, greyið Kristbjörg okkar dröslaðist í búðir með okkur alveg á steypinum <3
[do_widget „Featured Image“] maturinn sem við útbjuggum á laugardardeginum 🙂
IMG_0891Fórum á leik Cardiff v.s. Wolves 🙂

Læt hér fylgja með uppskriftina af hafra-múffunum:

2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
4 heil egg
4-5 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
2 kúg fullar matskeiðar lífrænt hnetusmjör
sirka 10 stk döðlur, skonar smátt niður (magn eftir smekk)
1/2 bolli stevia sykur
1 tsk vínsteinslyftiduft
dass af kanil eftir smekk og má sleppa
dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
8 dropar af stevia með vanillu, getið notað hvaða bragð sem er eða án bragðs og má sleppa

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, við vorum ál muffinsform sem við spreyjuðum með PAM spreyi, og þetta voru 12 stikki. Það er hægt að gera þær fleiri og minni. Bakað við 200 gráður í sirka 20 mín, gott að fylgjast með og ég sný þeim oft við þegar þær eru orðnar bakaðar að ofan og baka þær aðeins betur undir. Gott að skera þær í sundur og smyrja með hverju sem ykkur dettur í hug eða bara borða einar og sér, ég fæ mér oft eina svona múffu og prótein sjeik í morgunmat 😉

By Heidi Ola 😉

Ég borða mikið af fisk, lax og bleikja eru í milku uppáhaldi og er ég fastakúnni í fiskverslunni Hafinu í kópavogi. Það er fyrir mig eins og að koma inní nammibúð 😛 allt svo girnilegt þar ég fæ ofast valkvíða þegar ég kem inn. Uppáhald mitt er lax í teriyaki og sesam mareneringu, þarf bara að henda honum í ofnin í um 7-10 mín. Hér var ég að gera extra vel mig og kallinn og hafði ofnbakðar sætarkartöfur með feta, steikta sveppi, sauð ferskan aspas, ferskt salat og gríska sósu með.
image
[do_widget „Featured Image“] Sætar kartöflur:
Skar niður sæta kartöflu í litla tening, helli í eldfast mót, helli fetaost yfir eftir smekk og smá af olíunni með.
Bakað í ofni á 200 gráðum í 20-30 mín.

Lax:
Kemur tibúin í mareneringu frá Hafinu í Kópavogi.
Settur í ofnin í eldfast mót í 7-10mín. (set smá olíu í fatið svo hann festist ekki við)
Ég setti hann svo ofan í annað fat ofan á ferskt spínat, bara svona til að gera þetta fallegt fyrir augað 🙂 Skar svo niður smá skarlott lauk og setti yfir í lokin.

Aspas:
Ferskur stór aspas úr Kosti, læt vatn í stóra pönnu með loki (því hann er svo langur). Læt suðuna koma upp, lækka undir og set aspasin ofan í ásamt smá maldon salti og læt sjóða í 2-5 mín. Fer eftir því hversu þykkur hann er.

Grísk sósa:
3-4 msk Grísk jógúrt
hálf dós Sýrður rjómi 5%
1 msk Agave síróp
1 pressað hvítlauskrif
Sítrónu safi
Svartur pipar
Öllu hrært saman og smakkað til. Ég geri þessa með mjög mörgu og dassa hana alltaf til 😉

Steikti sveppi á pönnu og gerði ferskt salat með avocado, algjört sælgæti 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Ég bakaði gömlu góðu vatnsdeigsbollurnar í gær og var með sunnudags bollukaffi, það var nammidagur svo ég tók þetta leið og gerði nokkrar útgáfur af rjóma og búðing sem mig langar að deila með ykkur:

Ég elska allt með lakkrís bragði!!
Rjómi með lakkrís síróp útí, namm geggjað combó!! Fékk lakkrís sírópið í Kjötkompaní, en það væst víða núna.
IMG_0486[do_widget „Featured Image“] með lakkrís rjóma, karmellu búðing (Royal búðingur, 1pakki + 250ml mjólk) og dass af salted caramel sósu sem ég átti til frá bakstri um daginn 😛

Rjómi með sykur lausu Nutella kremi sem ég fann í Hagkaup og smakkast alveg eins.
IMG_0488IMG_0511Bolla með Nutella rjóma, ferskum jarðaberjum, bláberjum:P
IMG_0500IMG_0503IMG_0496
By Heidi Ola;)

Ég bakaði hjarta-köku fyrir ástina mína í valentínusargjöf, ég elska að halda uppá svona daga og hef gaman af að og grípa öll tækifæri sem gefast til að gera eitthvað skemmtinlegt saman. Við áttum æðislega dag, hann kom mér á óvart og gaf mér blómvönd ég bakaði köku, svo fórum við með vinfólki út að borða og sáum Mið-Ísland og skemmtum okkur konunglega, æðislegur dagur 🙂

Ég gerði hjarta Toblerone Brownie með rauðu karmellu smjörkremi :P[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég fann á netinu frá henni Nigellu matreiðslukonu:

¾ bolli (68g) ósættað kakó, sigtað (Ég nota frá Hershey´s, fæst í Kosti)
1 boll (140g) hveiti
1 tsk matarsódi
Dass af salti
140g ósaltað smör
1 ¾ bolli (306g) ljós púðursykur
4 stór egg
1 tsk vanillu dropar
2 Toblerone stikki, 100g hvert, skorið gróft í bits – Ég notaði eitt mjólkursúkkulaði Toblerone og eitt hvítt súkkulaði Toblerone
IMG_0357IMG_0358IMG_0415Hitið ofin í 190gráður. Spreyið form að innan(ég nota PAM-for baking, fæst í Kosti) ég var með frekar stórt hjartaform, 32,5×22,5cm form.
Bræðið smjör í potti á miðlungs hita, bætið sykrinum saman við látið bráðna, hræið í með sleif og látið bráðna saman við.
Setjið öll þurrefnin saman í sér skál og hellið þeim svo útí pottin með smjörinu og sykrinum. (ég sigtaði kakóið svo það væru engir kögglar).
Tekið pottin svo af hitanum og hellið þurrefnunum útí. Og hrærið saman, þetta verður frekar þykkt og stíft. Bætið því næst eggjnum útí bara einu í einu og hrærið vel saman við ásamt vanillu dropunum.
Hellið svo í formið og stráið Toblerone bitunum yfir í lokin.
Bakið í sirka 20 mín. Ég var með mína í 17 mín þá tók ég hana út fannst hún orðin svo dökk. En það stendur einmitt í uppskrftinni frá henni að hún muni koma til með að líta út fyrir að vera brennd en hún er það ekki, deigið er bara svo dökkt.

Ég skar kantana af minni til að koma henni á hjartalaga disk:) og gerði svo bara litla auka bita úr endunum þar sem ég átti svo mikið af kremi, en ég gerði auðvitað tvöfalda uppskrift af kremi, þar sem ég er alltaf svo hrædd um að það sé ekki nóg krem, en eins og segi það er aldrei of mikið af kremi:)

Smjörkrem með karmellubragði:

125gr Smjör
500gr fljórsykur
1 tsk vanilludropar (nota vanalega 2 dropa, þá er ég ekki með karmelludropana)
1/2 tsk Karmellubragðefni í krem (fékk það í Allt í köku). En það er ekki möst.
2 msk sýróp
Rauður matarlitur, ég notaði Super Red krem lit (fæst í Allt í köku). En ég dassaði bara þar til ég varð ánægð með litinn, notaði frekar mikið.

Allt sett í skál og hrært saman. Setti svo í sprautupoka og sprautaði á í rósir sem ég var nú bara að prófa í annað skipið og hef bara youtube við höndina.
IMG_0434
Made by Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Í kvöld prófaði ég að gera lax marineraðan á asíska vísu, ég er mikið fyrir asískan mat og elska t.d Nings, bragðmikill matur sem er léttur og hollur.

Ég mixaði saman nokkrum uppskriftum sem ég fann af asískum Lax og er ég sjúk í þetta sæta bragð í bland við engifer og hvítlauk. Svo finnst mér möst að toppa með grænum lauk![do_widget „Featured Image“]

Marinering:
1/4 bolli lífrænt hunang
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjóna edik eða hvítvíns edik (ég notaði hvítvíns átti ekki hitt til, en það er sérskalega notað t.d. í sushi)
1 msk sesam olía
1 msk pressaður ferskur engifer
1 tsk Sriracha sósa, (val, þetta er rauð sterk sósa)
Svartur pipar eftir smekk. Ég dassaði og kriddaði líka smá yfir laxinn.
Allt sett saman í skál og hrært með písk.
1 gott sikki af lax eða bleikju. Ég var með gúrme gott Laxa flak frá Hafinu Fiskverslun og var það rúmlega fyrir 2.
Flakið sett á álpappír í ofnskúffu. Marineringunni hellt yfir eða pennslað yfir. Setti álpapprinn svo aðeins upp á köntunum svo hún læki ekki eins mikið útaf.
Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 15 mín. Fer svolítið eftir stærð á laxinum.
2 grænir laukar, saxaðir smátt og dass af sesam fræjum stráð yfir áður en laxin er borin fram.
IMG_0018Meðlæti:
Brún grjón með steiktum eggjum saman við, smá af græna lauknum yfir þau líka og soðið fersk brokkolí.

Made by Heidi Ola;)

 

Translate/

Lesa meira

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola

Á veturnar er ekkert betra í kuldanum en heitt súkkulaði í bolla, kúruteppi og dúnskokkar 🙂

Ég fæ mér yfirleitt alltaf eitthvað smá áður en ég fer að sofa eða ég passa að fara allvega aldrei svöng að sofa og vil skammta vöðvunum prótein jafnt og þétt allan daginn. Casein prótein er sérstaklega hannað til að skammta vöðvunum prótein yfir nóttina eða í allt að 8 tíma. Það er mjólkurprótein sem meltist hægar. Og kemur því í veg fyrir vöðva niðurbrot. Það má alveg taka casein prótein á öðrum tíma dags líka, og eru sum prótein blanda af mysu próteini(whey) og mjólkur próteini(casein).
Casein eða mjólkurpróteinið er einnig betra eða meira gúrm í flest allt sem maður brasar úr próteini eins og t.d. prótein fluff og það er gott að gera búðing úr því líka. Það er þéttara í sér og það góða við það að það seðjar magann meira en whey próteinið svo þetta er fullkomið til að fá sér fyrir svefnin ef fólk er í átaki því þú ferð ekki svangur að sofa, og fitnar síður af próteini.
[do_widget „Featured Image“] Hér er uppskrift af heitu casein prótein kakó:

1 skeið (30g) Súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
1 bolli vatn.
1 tsk stevia sykur frá Via-Health (val, þarf alls ekki)
Dass af maldon salti
Dass af Walden farms pönnuköku sýrópi (val)

Próteinið sett í pott með 1 bolla af vatni og hitað en látið ekki sjóða. Hita bara vel. Bætið öllu útí sem þið viljið. Og hræra svo með písk. (Hef prófað að sjóða vatn og hella í bolla með próteini eða nota öbbann, það virkar ekki, það fer allt í kekki.)

Ég nota oft líka bara casein prótein og vatn. Hitt þarf alls ekki, bara gaman að breyta til og prófa sig áfram í að gera þetta aðeins meira gúrm 🙂 Ég geri líka stundum vel við mig og nota möndlumjók eða fjörmjólk í staðin fyrir vatn. Einnig prófað allskonar bragð af stevia dropum og jurtarjóma 🙂

Made by Heidi Ola 😉