Author Archives: heidiola

Mér var boðið að koma í heimsókn í Geysir Heima á Skólavörðustíg 12 en það er 3 Geysis búðin á Skólavörðustíg og er svona meira heimilis og gjafavörubúð.

Geysir er með hátíðartilboð í gangi í aðventunni sem eru sniðug í jólagjafir, t.d. ekta falleg ullarteppi í allskonar litum og munstrum, handklæði, sængurver úr 100% bómull og ilmkerti.

Rosalega margt fallegt til ég valdi mér teppi, handklæði og kerti með Hátíðarilm sem er eins og lykt af jólunum 🙂 Mamma var með mér en við vorum í jólastússi saman og keypti hún sér ótrúlega töff blaðagrind sem er Ítölsk hönnun.


Kósý kvöld með hátíðarilm og Heimi sem er að fíla nýja ullarteppið enda er það alveg í hans litum 🙂

Mig langar mikið í eitthvað ferkst, létt og hollt þessa dagana. Eftir að ég varð ólétt hef ég fengið allskonar crave og það nýjsta er Local salat og vel ég yfirleitt sjálf í það en var að prófa í fyrsta skipti um daginn salatið Strawberry fields það er ekkert smá ferkst og gott í því er hvítlaukskjúklingur, jarðaber, vínber, mangó, parmesan ostur, nachos flögur með Pesto dressingu.Elli fékk sér salat sem heitir Spicy Beef sem mér finnst líka mjög gott 😛

Prófaði í fyrsta skipti í dag að baka úr Proteinbrauð mixinu frá Sukrin. Ég ákvað að gera litlar bollur í anda bolludagsins, en er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug, það stendur einmitt á pakkanum að hægt sé að gera brauð, rúnstykki, tortilla kökur eða skonsur. Það eina sem þarf að bæta í er 4dl. vatn en það má setja mjólk eða jógúrt í staðin eða á móti vatninu. En þetta mix inniheldur engan sykur, er glútein free, lítið af kolvetnum og mikið af próteini, svo mjög snyðugt fyrir þá sem eru að hugsa um að minka kalolírunar og eru að reyna minnka t.d. brauð át.

Það sem ég notaði var:
1 kassi Proteinbrauð mix
2 dl ab mjólk (laktósafrí frá Örnu).
2 dl vatn.

Heitar bollur inni í snjónum í dag 😛

Made by Heidi Ola 😉

Hitið ofnin á 250gráður

4 Pizza tortilla
BBQ sósa
1 Bakki sveppir
1 Rauðlaukur
Létt pepperoni eftir smekk
1 banani
Létt rómaostur frá Philadelphia
1 poki pizza ostur
Jalapeno eftir smekk
Svartur Doritos eftir smekk mulið yfir
Steikti á pönnu sveppi og lauk með smá olíu stráði svo smá Sukrin gold púðursykri og dass af rauðvíns ediki yfir til að gera karmellað bragð. (má sleppa því).

Raðaði kökunum á böknuarplötur með smjörpappír og setti BBQ sósu á hverja köku og raðaði svo álegginu á.

Setti svo á toppin eftir að þær komu úr ofninum hvílauks Pizza topping sósu frá Santa Maria.

By Heidi Ola 😉

Langði í eitthvað mexico style og átti kjúkling og ég ákvað að prófa eitthvað nýtt……

Hitið ofnin á 200°

  • 2 kjúklingabringur
  • 4 tortilla kökur (var með medium stærð)
  • 1 lítill rauðlaukur
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 dós Gular baunir
  • 1/2 dós Svartar baunir
  • 2 tómatar
  • Philadelphia létt rjómaostur
  • Salsa sósa
  • 1 poki pizza ostur
  • Smá mexico ostur (skorin mjög þunnt, má sleppa)
  • Jelapeno og Doritos á toppin eftir smekk (má sleppa)

Skar kjúklingabringur niður í smá bita kriddaði með kjúklingakriddi og guacamole kriddi (fékk það í Litlu garðbúðinni), steikti á pönnu með smá olíu. Saxaði laukin smátt niður og steikti á pönnu, þar ekki að steikja hann má nota hann bara hráan. Saxaði smátt papriku og tómata. Setti svo allt saman í skál, kjúllan, laukinn, tómatana, paprikuna og bætti baununum saman við, öllu hrært saman.

Smurði á tortilla kökur rjómaostinum og setti sirka 1 msk af salsa sósu á eina köku í einu, kjúlla mixið ofan á það og stráði osti yfir + mexico ost, svo önnur kaka smurð með rjóma ost og sett ofan á og þannig koll af kolli 4 hæðir en á síðustu þá smuðri ég smá rjómosti setti setti ekki salsa heldur bara ost yfir en rjómosturinn var til að láta ostinn tolla betur á. Toppaði svo með jelapeno og mundu Doritos. Bakaði í ofni í 10 mín.

Made by Heidi Ola ;)

Fljótlegt kjúkligasalat:

Dugar í kvöldmat fyrir 2 og nesti daginn eftir:

Byrja á að harðsjóða egg

 

3 egg

1 Heill grillaður kjúlli

1 heilt búnt lambhagasalat

1/2 gúrka

1/2 krukka af feta

1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar

1 heil krukka kjúklingabaunir (skolaðar í sigti)

2 lítil Avocado eða 1 stórt

Toppað með furuhnetum og döðlubitum, má sleppa.

Kriddað með maldon salti og svörtum pipar, notaði svo smá af olíunni af fetanum og tómötunum og smá balsamik.

 

Made by Heidi Ola

Í dag bakaði ég bæði sykurlaust fjölkorna brauð og sykulausa súkkulaðiköku frá Sukrin. Brauð mixið frá Sukrin kemur í pakka og það eina sem þarf að bæta við er 3dl vatn, álform fylgir með, ég setti það reyndar í lengara form þar sem mig langaði að ná fleiri sneiðum úr því, ég hef líka pófað að gera litlar brauðbollur úr mixinu. Ótrúlega gott heitt úr ofninum með smjöri og osti 😛

Súkkulaðikakan er álíka einföld, það eina sem þarf að bæta við mixið er, egg, olía og vatn. Hún kom virkilega á óvart. Ég hafði reyndar aldrei gert sykurlaust glassúr eða súkkulaðikrem áður en það má líka bara strá Sukrin flórsykri yfir hana. Ég gerði tilraun á kremi sem heppnaðist bara mjög vel.

Lágkolvetna brauð

  • Sólblóma og graskerafræ
  • Ofur lágkolvetna, aðeins 1 g á sneið!
  • Ekkert hveiti, mjólk, ger, soja eða sykur
  • Auðvelt að búa til, það þarf ekkert að hnoða
  • Glútenlaust

Leiðbeiningar:
Stillið ofninn á 175 °C.

Setjið innihald pokans í skál og bætið 300 ml af vatni út í.
Blandið vel og hellið deiginu í meðfylgjandi form. Ég setti í lengra form og bakaði því í 50 mín.
Stráið auka sólblóma- eða graskerafræjum yfir, sé þess óskað.
Bakið í 80 mínútur (til að fá stökka áferð er hægt að taka brauðið úr forminu og baka þannig síðustu 10 mínúturnar).
Takið brauðið út og kælið alveg á grind, ekki í bakkanum.
Geymið brauðið í poka inni í ísskáp.
IMG_1986

Tekið af sukrin.is     http://sukrin.com/is/low-carb-bread/about/

Sykurlaus súkkulaði kaka

  • Hver sneið 160kcal
  • Kakan inniheldur smá hveiti og glútein. En er aðlega möndlumjöl og trefjar, svo hún er low-carb.
  • Tvisvar sinnum meira prótein en í venjulegri súkkulaði köku.
  • Engin sykur.

Leiðbeiningar:

Stillið ofnin á 175 °C.

Mixið sett í skál, 3 egg, 1 dl olía og 3dl vatn bætt saman við, hrært, helt í bökunarform sem ég smurði með smjöri að innan.  Bakað í 25 mín.

Sykurlaust súkkulaði krem.

  • 1 msk kókosolía
  • 1 msk kakó
  • 1 msk Sukrin flórsykur (Sukrin melis)
  • 1 msk Sukrin sýróp
  • 80 gr sykurlaust súkklaði, ég átti til Sukrin súkkulaði en hægt að nota hvaða sykurlausa súkkulaði sem er og má líka sleppa.

 

Bræddi saman yfir vatnsbaði. Hellti yfir kökuna og stráði kókosmjöl yfir (má sleppa).  Bar fram fram með rjóma, örugglega gott að hafa fersk ber með líka.IMG_1985

By Heidi Ola

 

Tími ekki að pakka niður jólunum….ég er mikið jólabarn og ætli ég hafi það ekki mikið frá mömmu og ömmu minni, mikið skreytt og mikið bakað. Ég á allsonar jólaskraut bæði gamalt og nýtt og blanda því smá saman, þótt ég hafi síðasu ár viljað hafa skrautið meira bara plane og hvítt þema. Við erum að fara halda smá jóla brunch boð fyrir fjölsylduna á morgun og ætla ég því að lofa skrautinu að vera uppi yfir helgina 🙂
img_0098Aðventukransinn, mjög einfaldur skálin er úr LSA línunni og bambarnir fást bæði í Heimahúsinu. Kertastjakinn er úr Epal og tölustafina fékk ég í Garðheimum.
img_0335Heimir Erlendsson fékk séríu á fallega Tjaldið sitt frá Petit.is (serían er úr Garðheimum)
img_1572Þetta fallega hreindýr fékk ég á heilsölu fyrir nokkrum árum og hef ég það stundum uppi allt árið, en það fékk loðfeld á sig í ár, en keypti ég hann í búð í bandaríkjunum og er þetta til að setja um hálsin á vínflösku.
img_0480Heimir dekur hundur fékk í skóinn í desember, mjög glaður 🙂 Hann á sinn eigin jólasokk sem er úr Garðheimum og er fyrir hunda.
[do_widget „Featured Image“] jólatéið mitt, hvítt og silfur þema, brúnir pakkar, pappír og pakka sakraut úr IKEA.
img_1093Fallegu glerkrukkunar mínar frá LAS línunni frá Heimahúsinu ásamt loðpokanum um flöskuna. Járn boxin úr IKEA.
img_1276„Þartu allta að taka mynd af mér“
img_1471Svona kósý hefur Heimir haft það í jólafríinu
img_1558Borðið gerði ég sjálf úr vöru palletum sem ég pússaði aðeins til, málaði, setti dekk undir og lét smíða gler ofan á, glerið er frá Glerborg. Bakkinn er frá Riverdale, Heimahúsinu og bjallan með jólaréið á toppnum er fá House Doctor og fékk ég hann í Fakó Verzlun.

Prófaði ostaköku mixið frá Funksjonell Mat (Sukrin) um daginn í fyrsta skiptið og elska það eins og allt sem ég hef prófað frá þeim 😛  T.d. mjög sniðugur áramótadesert eða við hvað tilefni sem er.  Mjög einfalt og fljótlegt.

Sukrin vörunar eru sykurlausar og henta því vel fyrir sykursjúka. Þessi kaka er einnig glútein frí og eggjalaus.

[do_widget „Featured Image“]

 

Ostakökumixið kemur í kassa og kex botnin líka með, það eina sem þarf að bæta við er:

  • 1 askja (200g) af Philadelphia ostur (ég notaði light)
  • 1 1/2 dl vatn
  • smá brætt smjör (til að botnin sé ekki eins laus í sér)
  • Ég bætti svo við ferskum jarberjum, þeyttum rjóma og skreytti með köku skrauti.

Hitið á meðal heiti pönnu kex mulningin þar til hann er orðin aðeins brúnaður. Leggið til hliðar og látið kólna.

Hrærið saman osta mixinu og rjómaost ásamt vatni, þar til það er orðið alveg alveg kekkjalaust.

Hellið smá bræddu smjöri yfir kexið.

Setjið kexið í botin á formi eða glösum og hellið svo ostakökunni yfir, eða getið leikið ykkur með að setja í nokkur lög eins og ég gerði og bætt við rjóma og jarðaberjum.

Setjið inní kælir í 1 klst.

Best að bera fram kalda.

Mundi segja að mixið sé sirka fyrir 4.

Hér getið þið séð allt innihald og kcal. Einnig allt um sukrin vörunar.

http://sukrin.com/en/cheese-cake/about/

Var að prófa um daginn að gera hollari uppskrift af piparkökum en það var uppskrift sem ég fann á erlendri síðu sem notaðist við Sukrin í uppskriftina og nota ég þann sykur mikið í mínar uppskriftir, en því miður þá fannst mér þær alls ekki nógu góðar, alltof bragðlausar og líka ekki nógu stökkar. En ég prófaði svo þessa hér sem er bara inná sukrin.com og getur maður valið Ísland þar á forsíðunni og þá koma upp fullt af sniðugum uppskriftum með Sukrin í og var þessi svo mikið betri, en í henni er líka smá síróp og notaði ég síróp frá Sukrin líka, rjómi, og pipar sem ég var ekki með í hinum. En það má skipta hveitinu út og nota möndlumjöl eða spelt í staðin.

Eitt af mínu uppáhalds í jólaundirbúningnum er að fá góðan ost ofan á piparköku toppað með sultu, mæli með að þið prófið :)[do_widget „Featured Image“]

 

  • 150 g smjör
  • 100 ml létt síróp
  • 200 ml (180 g) Sukrin
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml (300 g) hveiti
  • 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti)
  • 1/2 tsk negull (duft)
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út

 

Leiðbeiningar
Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.

Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.
Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind.

Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu.

Innihaldsefni í 100 gr
Orka: 276 kcal • prótein: 4,7 • kolvetni: 26,2 • fita: 16,9 • trefjar: 5,4