Flokkur: Uncategorized

Ég fékk það skemmtilega verkefni að auglýsa nýju grænu línuna frá Appololakkrís sem er piparlakkrís og ég elska í fyrsa lagi lakkrís og hvað þá piparlakkrís það gerist varla betra 😛 Ég er búin að vera mikill aðdáandi piparfylltu reimanna og núna er komið þannig súkkulaðihúðað kurl sem er snilld út ís eða í bakstur, enn stærra piparfylltur hjúp lakkrís, súkkulaði með piparfylltum lakkrís og piparegg 🙂
Ég prófaði að nota eina af þessum nýjungum í bakstur í dag en ég setti piparfylltan hjúp lakkrís í brownie köku og namm það er tryllt!!![do_widget „Featured Image“]
Hitið ofnin í 180 gráður og setjið smjörpappír ofan í eldfast mót ég var með fat sem er 23x23cm. 

  • 75 g suðusúkklaði eða annað dökkt súkkulaði
  • 113 g smjör (við stofuhita)
  • 100 g púðursykur
  • 1 egg
  • 120 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1-2 pokar af Piparfylltum hjúp lakkrís frá Appolo lakkrís. (raðað ofan í magn eftir smekk)
  • Hitið ofnin í 180 gráður.
  • Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni eða í vatnsbaði.
  1. Þeytið saman smjör og púðursyrkur þar til það verður ljóst og loftkennt í sirka 2 mín.
  2. Bætið egginu við.
  3. Bætið bræddu súkkulaðinu við og hrærið á lágum hraða á meðan.
  4. Hægt og rólega bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við.
  5. Hellið deiginu í formið og raðið svo piparfylltum lakkrís hjúp bitunum yfir ég raðaði þeim á mis í röð en mæli með að raða þeim frekar í beinar raðir og skera svo niður í litla bita, ég skar þannig að það sæist inní lakkrís bitana en það væri líka hægt að hafa bita í miðjunni á hverri sneið, þið gætuð líka haft þá enn þéttari eða notað litla kurlið, þess vegna stendur 1-2 pokar eftir smekk. Bakið í 30 mín. 
  6. Gott að láta hana kólna alveg áður þið skerið í bita. Mæli með að bera fram með ís eða kaldri mjólk eða skera í svona litla konfekt bita svipað og döðlugott bitar ég gerði það. Ps:Þetta er ekki svo stór uppskrift svo fyrir gráðuga mæli ég að tvöfalda hana 😛

Made by Heidi Ola

Í byrjun árs setja margir sér einhverskonar markmið. Vilja gera eitthvað nýtt, öðruvísi eða verða betri í einhverju.
Fyrir tveimur árum síðan fór ég á Dale Carnegie námskeið og komst að allskonar nýju um sjálfa mig sem hefur hjálpað mér að efla sjálfstraustið. Ég komst að hlutum sem ég hafði kannski ekki sérstaklega spáð í áður en veit að munu nýtast mér í framtíðinni. Ég hef látið verða af hlutum sem mig langar að gera og framkvæmt meira.
Sjálfstraust er að þora að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Við erum oft svo vön að gera það sem okkur þykir þægilegt og kunnuglegt að það getur verið „scary“ að gera eitthvað öðruvísi. Þegar maður prófar, tekur áskorun og það gengur upp þá styrkir það sjálfstraustið.

Alveg eins og í ræktinni; ef við höngum bara á hlaupabrettinu og lyftum aldrei lóðum þá styrkjum við ekki mikilvæga vöðva í efri hluta líkamans. Það getur verið erfitt að breyta rútínunni sinni en þegar vel tekst til þá verður maður sterkari og fjölhæfari. Sjálfstraustið okkar virkar svipað. Með því að gera litlar breytingar á hegðun getum við fengið allt aðra og betri útkomu.

Margir halda að Dale Carnegie sé bara fyrir feimið fólk og þegar ég sagði frá því að ég væri á svona námskeiði urðu flestir hissa því ég virka ekki beint feimin en þetta er alls ekki bara fyrir feimið fólk eða fólk sem ætlar að læra halda ræður eins og ég sjálf hélt fyrst. Ég var mjög stessuð fyrir hvern tíma og vissi ekki hvað ég var búin að koma mér útí eftir fyrsta tímann en vá hvað mér leið vel eftir hvern tíma eftir það og var ánægð með mig. Tilfinningin þegar ég kláraði námskeiðið var svipuð og sigurvíma ég var einhvernvegin á bleiku skýi í nokkra daga 🙂 Ég mæli hiklaust með Dale Carnegie.

Stígðu útfyrir þægindarammann á nýju ári og finndu sjálfstraustið aukast.

Mér var boðið að koma í heimsókn í Geysir Heima á Skólavörðustíg 12 en það er 3 Geysis búðin á Skólavörðustíg og er svona meira heimilis og gjafavörubúð.

Geysir er með hátíðartilboð í gangi í aðventunni sem eru sniðug í jólagjafir, t.d. ekta falleg ullarteppi í allskonar litum og munstrum, handklæði, sængurver úr 100% bómull og ilmkerti.

Rosalega margt fallegt til ég valdi mér teppi, handklæði og kerti með Hátíðarilm sem er eins og lykt af jólunum 🙂 Mamma var með mér en við vorum í jólastússi saman og keypti hún sér ótrúlega töff blaðagrind sem er Ítölsk hönnun.


Kósý kvöld með hátíðarilm og Heimi sem er að fíla nýja ullarteppið enda er það alveg í hans litum 🙂

Prófaði í fyrsta skipti í dag að baka úr Proteinbrauð mixinu frá Sukrin. Ég ákvað að gera litlar bollur í anda bolludagsins, en er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug, það stendur einmitt á pakkanum að hægt sé að gera brauð, rúnstykki, tortilla kökur eða skonsur. Það eina sem þarf að bæta í er 4dl. vatn en það má setja mjólk eða jógúrt í staðin eða á móti vatninu. En þetta mix inniheldur engan sykur, er glútein free, lítið af kolvetnum og mikið af próteini, svo mjög snyðugt fyrir þá sem eru að hugsa um að minka kalolírunar og eru að reyna minnka t.d. brauð át.

Það sem ég notaði var:
1 kassi Proteinbrauð mix
2 dl ab mjólk (laktósafrí frá Örnu).
2 dl vatn.

Heitar bollur inni í snjónum í dag 😛

Made by Heidi Ola 😉

Langaði svo mikið í eitthvað djúsí….átti til hakk og áðkvað að prófa henda því í einskonar mexico eðlu.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 500g Hakk
  • 1 rauð paprika skorin smátt.
  • 1 krukka salsa sósa
  • 2 tómatar, hakkaðir.
  • 1 askja Philadelphiaostur
  • 1 poki pizza ostur
  • Nachos flögur
  • Jalepeno úr krukku (val)

Kryddin sem ég notaði á hakkið: Guacamole krydd frá The spice tree, Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum, Chilli Powder og smá tabasco sósa. (en annars er hægt að nota líka tilbúið tacokrydd í poka)

Smyrjið rjómaostinum í botnin á eldföstu móti.
Steikið hakkið á pönnu ásamt paprikunni kryddið eftir smekk. Bætið svo tómötum og salsasósu á pönnuna. Hellið svo öllu af pönnunni yfir rjómaostin, stráið ostinum yfir og raðið eða myljið nokkrum Nachos flögum yfir og raðið jalepeno ef þið fílið sterkt. Bakið í ofni í 10 mín eða þar til osturinn er orðin vel bráðin.

Gott að bera fram með nachos flögum, salati, guacamole og síðrum rjóma.
img_0357Made by Heidi Ola 😉

Ég heiti Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og er oftast kölluð Heiða. Ég hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í Laugum síðan ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2011. Hef ég keppt á fjölmörgum fitness mótum bæði hér heima og erlendis í bikini fitness flokk unnið til margra titla þar á meðal var ég Heimsbikarmeistari árið 2012. Það er ein af ástæðunum að ég er kölluð Heidi Ola líka þar sem þeim erlendis finnst ómögulegt að bera fram nafnið mitt.

Ég er í fullu starfi sem þjálfari og tek að mér bæði einkaþjálfun 1-4 saman og einnig fjarþjálfun, þar sem ég geri æfingarplan og matarplan og hitti viðkomandi og mæli.  Fer einnig yfir matardagbækur. Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem henni við kemur og þá einna helst hollt mataræði sem skipir jú 80% máli og set ég uppskriftir af því sem ég hef verið að gera hér inná síðuna mína og er einnig með opið snapchat: heidifitfarmer þar sem ég reyni að vera dugleg að setja inn hugmyndir af hollum mat.

Æfingarplanið er 4 vikur og þú getur prentað það út ef þú vilt og merkt alltaf inná eftir hvert sett þyngdina sem þú tókst og haldið þannig utan um hvað þú náðir að bæta þig í hverri viku.

Flestar æfingarnar getur þú gert í supersetti, það þýðir gera 2 æfingar í röð og svo 1 mín pása á milli. Ég setti ég sama lit við 2 æfingar í röð þar sem það á við. Þá er meiri hraði á æfingunni og þú brennir meira.

Einnig setti ég interval spretti inná milli æfinganna til að ná enn meiri brennslu og í lokin. Interval er ein besta brennsla sem þú fengið á sem skemmstum tíma. Interval snýst um að ná púlsinum upp og niður til skiptis og veldur það eftirbruna eftir æfinguna. Ef þú treystir þér ekki í að hlaupa eða getur ekki hlaupið þá má alveg taka interval á öðrum brennslutækjum t.d. stigavélinni, hjóla, skíða, taka róður á róðarvélinni og gera þá hratt og hægt til skiptis. Má líka hafa með sér sippuband og sippa á milli.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar.
heidiola@ifitness.is

Takk kærlega fyrir þáttökuna. Gaman að sjá hvað margir nýttu sér fría æfignarplanið frá mér 🙂 (var í samstarfi með tilboði hjá Heimkaup á Polar æfingarúrum frá 24-31jan)
[do_widget „Featured Image“]

Hæhó og gleðilegt nýtt ár…jól og allt það. Ég er á lífi en ekki sett neitt inn alltof lengi en ætla að bæta úr því á nýju ári!

En hér kemur ein einföld uppskrift þar sem svo margir voru að biðja um hana bara núna strax!!
Fyrsti Fatness saumklúbbshittingurinn var haldin heima hjá mér síðastliðin föstudag og við vorum með nýárspartý þema…snakk…dýfur og líka smá þrettánda…klára smákökunar og svona… 😛
Það komu allar stelpunar með eitthvað og ég gerði Jalapeno ídýfu sem sló í gegn 🙂
IMG_3432-3

Jalapeno ídýfa:

  • 1 box af Philadelphia rjómaost (ég notaði létt)
  • 1 dós sýrður rjómi (ég notaði 5%)
  • 1 poki rifnum pizza ost
  • 1 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • sirka hálf krukka (fer eftir smekk) jalapeno frá Santa Maria (takið steina og kjarnan innan úr og skerið smátt niður)

Allt hrært saman í mauk, ég notaði hrærivélina en þið getið gert það með sleif líka.

Krums ofan á:

  • 1 dl brauðmylsna
  • 4 msk brætt smjör
  • 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • 1 msk þurrkuð steinselja (ég átti frá Pottagöldrum)

Ég notaði svo brauð sem skál af því mér finnst það svo smart og líka þar sem ég notaði brauðkrums ofan á dýfuna passaði það vel við.
Ég tók innan úr heilu stóru brauði, það þarf ekki að vera kringlótt brauð má vera hvering sem er, tók svo smá af því brauði, aðalega skorpunni og setti í aðra skál ásamt smjöri, parmesan og steinselju, hrærði öllu saman og hellt yfir dýfuna. Dýfan er svo sett í 200° heitan ofn í 20 mín.

Þið getið líka alveg bara sett dýfuna í eldfast mót og notað mulið ritz kex, snakk eða rasp í staðin fyrir brauðið. Hægt er líka að rífið niður eina brauðsneið ef þið eigð ekki heilt brauð.
Ég gaf fuglum restina af brauðinu sem ég tók innan úr 🙂
IMG_3240

Í tilefni helgarinar fannst mér við hæfi að setja inn regnboga kökuna sem ég gerði fyrir Fatness boð á Gay pride í fyrra. Langaði að deila með ykkur uppskriftinni, en þessi kaka vakti sko mikla lukku og hef ég notað hana oft eftir það, bara í öðrum litum, því hún var svo bragðgóð! Meðal annars gerði ég bláu Baby Reveal kökuna eftir þessari uppskrift 🙂
Vildi ekki hafa þetta típíska svamp botna með smjör kremi. Finnst þeir oft svo þurrir og óspennandi. Algjört möst að kökur séu bragð góðar líka en ekki bara fyrir augað. Svo ég breytti þessari hefðbundu regboga köku sem mér hafði alltaf langað að prófa að gera. Þessi er svona smá blaut í sér, alls ekki þurr, en trixið er sýrði rjóminn.[do_widget „Featured Image“]

Kaka:

  • 340gr Ósaltað smjör
  • 2 Bollar sykur
  • 5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • ½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
  • 3 bollar hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli mjólk
  • Gel matarliti, (ég notaði AmeriColor Soft Gel Paste Food Color frá Allt í Köku, ég las mér mikið til um svona kökur áður og voru þeir mest notaðir og flestir mæla með þeim. Allvega ekki nota fljótandi liti þá verður deigið of þunnt.

Litirnir sem ég notaði heita: Soft Gel Paste***( Super Red, Lemon Yellow, Electric Orange, Electric Green, Electric Blue and Royal Purple) og eru frá AmeriColor.

  1. Hitið ofinn í 180 gráður. Spreyið kökuformin að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör. Ég átti bara 3 form í sömu stærð svo ég bakaði 3 í einu.
  2.  Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjunum varlega útí, einu í einu. Setjið saman vanilldropa og sýrða rjómann og hrærið vel saman við.
  3.  Í annari skál setjið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið því saman og hellið því svo þrennu lagi útí blautu efnin, og hrærið alltaf varlega saman á milli.
  4.  Því næst er svo að skipta deiginu í 6 litlar skálar, ef þið viljið vera voða nákvæm getið þið vigtað degið jafn í skálarnar en ég sirkaði nú bara eins í allar. Setjið svo hvern lit útí hverja skál, og hrærið með sér skeið í hverri þar til þið eruð sátt við litinn. Ég var að nota sirka 4-8 dropa í hverja. Algjört möst að nota krem liti.
  5. Hellið svo í formin og bakið í 13-15 mín. Þetta eru ekki það þykkir botnar svo passa að baka ekki of lengi. Þið munið svo sennilega halda að þið hafið bakað þá of lengi og finnast liturinn á þeim ljótur. En svo þegar þið skerið inní kökuna þá er liturinn flottari. Eðlilegt að skorpan sé aðeins dekkri. Ég kom bara 3 formum í einu í ofnin og bakaði þá í tvennu lagi.IMG_7267IMG_7268
    Ítalskt Marenge Smjörkrem á milli og rétt til að loka kökunni yfir:

    • 340gr. Sykur
    • 90ml vatn
    • 4 eggjahvítur
    • 500gr. Smjör
    • Raspaði svo smá sítrónubörk útí kremið til að gera í það smá bragð, bara eftir smekk og má sleppa.
    1.  Setjið saman í pott sykur og vatn og hrærið þar til það líkist blautum sandi. Hitið vel saman eða þar til sykurinn er alveg bráðinn og það sjást engar sykuragnir, þetta sé orðið alveg hvít-tært. (passa að skafa allan sykur úr köntunum á pottinum með ofan í.
    2.  Á meðan sykurinn er að bráðna, þeytið eggjahvíturnar. Á litlum hraða þar til þær verða froðukenndar (ætti að líta út eins og froða ofan af á bjór). Þá má auka hraða í meðalhraða. Hellið svo sykri rólega útí en lækkið þá hraðan niður og þegar þið hafið hellt honum öllum rólega útí aukið þá hraðan aftur og þeytið vel saman.
    3. Þegar blandan er orðin stofuheit. Lækkið hraðan aftur og bætið smjörinu varlega útí, skerið það í bita eða mér finnst gott að skera það í sneiðar með ostaskera og setja útí smá í einu og hræra svo vel saman þar til kremið er orðið slétt og fallegt.
    4. PS. Passið að smjörið sé við stofuhita! Og passið að eggin og sykruinn sé búið að kólna niður í stofuhita þegar smjörinu er bætt saman við, ef blandan er of heit þá endar það í kekkjum og líka ef smjörið er of kalt.
    5. Svo er bara að smyrja kreminu á milli allra botnana og raða þeim í réttri litaröð saman, og setja svo afgangin af því yfir hana alla og kökuna svo inní kælir sem fyrst. Svona marenge smjörkrem er best kalt. En mér fannst það svo ekki þekja hana nógu vel svo ég gerði líka venjulegt smjörkrem yfir hana alla.

    Smjörkrem:

    • 125gr smjör (mjúkt)
    • 500gr flórsykur
    • 1 egg
    • 2 tsk vanilludropar
    • 2 msk sýróp

    IMG_7332IMG_7339IMG_7346IMG_7353 Það er alltaf veisla þegar Fatness (fitness saumaklúbburinn) kemur saman 😛 Við skiptumst á að halda og allar koma með eitthvað gúrme á hlaðborðið og svo er gúffað 🙂

    Made by Heidi Ola ;p

     

Ég á afmæli 14. apríl og ákvað bjóða heim í smá afmælisboð. Hef ekki komist í að setja inn uppskriftir né bogg í svolítinn tíma núna því ég er búin að vera svo upptekin, margt skemmtilegt í gangi þessa dagana t.d. að taka á móti gæsaungum úr eggjum hér heima í stofu En ég mun koma með meira um það sem fyrst!!
Ég var svo með allskonar annað gúrme á boðstólnum, geri alltaf of mikið, “of mikið er nóg” eins og sagt er. Gerði döðlugotts cake pops, Daim marenges köku, gulróta cup cakes, heitan kjúkklingabrauðrétt sem sló rækilega í gegn!
Hér kemur svo aðal afmæliskakan!
[do_widget „Featured Image“]

IMG_1715IMG_1754

Drauma súkkulaði kaka með marengs kremi uppskrift:

Marengs toppar:

  • 3 eggjahvítur (við stofuhita)
  • 3/4 bolli (150 g) sykur
  • Hnífsoddur af Cream of tartar (þykkingarefni, ég fékk það í Allt í Köku)
  • 1 tsk vanilludropar
  • Matarlitur, ég notaði bleikan og svartan (en setti viljandi ekki of mikið því ég vildi hafa það útí grátt, það var þemað). En þið getið notað þá litli sem þið viljið og mæli ég með að nota krem matarlit ekki vökvakenndan það gæti gert marengsin of þunnan. Ég fékk mína í Allt í Köku.

Drauma súkkulaðikaka:

  • 2 1/4 bollar (285 g) hveiti
  • 2 1/4 bollar (450 g) sykur
  • 1 1/3 bollar (160 g) kakó (ég nota sykurlaust Hershey´s kakó frá Kosti)
  • 1 msk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/2 boll (360 ml) súrmjólk
  • 1 bolli (240 ml) heitt kaffi (ég notaði instant kaffi frá Nestle)
  • 1/2 bolli 2 msk (150 ml) matarolía
  • 2 tsk vanilludropar
  • 3 egg (við stofuhita)

Marengs frosting krem:

  • 10 eggjahvítur
  • 2 1/2 bollar (500 g) sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk salt

Súkkulaði hjúpur:

  •  150 g Suðusúkkulaði
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp
  • 1/2 tsk salt
  • Mulin marengs og flottustu notaðir sem skraut á toppinn.

Mareges toppar bakaðir:

  1. Hitið ofnin í 90°C og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur og leggjið til hliðar.
  2. Gott er að fiturhreinsa hræirvélarskálina að innan með pappír með smá sítrónusafa. Eggjahvítur og Cream of tartar í skál þeytt á litlum hraða í 30 sekúndur, og auka hraða til miðlungs. Þeyta þar til eggjahvítur hafa mjúka tinda, um 1 mínútu. Auka hraða til miðlungs og bætið sykri við 1 skeið í einu. Þegar allur sykurinn er komin útí auka þá hraða uppí hæsta og þeyta þar til meringue er orðin stífur og gljáandi, í um 3 mínútur. Slökktu á hrærivélinni, bættu vanilludropum útí og hrærðu saman við. Skiptið meringue í þrjár sklálar og hrærðu þeim matarlitum sem þú vilt útí. Ég notaði bleikan og svartan en setti ekki of mikið af svarta því ég vildi hafa litin meira gráan og hélt svo þeim þriðja hvítum. Setti í 3 sprautupoka og dúllaði mér svo við að spauta þeim misstórum á plöturnar. Bakaði í 1 klst gæti farið í 1 og hálfa klst fer eftir stærð toppanna og ofn. Best að fylgst með þeim í lokin. Veljið nokkra þá flottustu og setjið til hliðar til að nota ofan á kökuna sem skraut, en hina mundi ég á milli í kökuna.

IMG_1694

Súkkulaði kakan bökuð:

  1. Hitið ofninn í 180 ° C. Spreyið að innan með Pam-spreyi (á sérstakt for baking, fæst í Kosti) 4 kringlótt kökuform, ég notaði sirka 23cm breið form.
  2.  Í stóra  skál, sigtið hveiti, sykur, kakóduft, matarsóda, lyftiduft og salt.
  3. Í miðlungs skál eða mæliglas, setjið saman súrmjólk, kaffi, olíu og vanilludropa og  blanda í lokin í það eggjum.
  4. Bætið blautu efnunum við þurru og hrærið í um 1 mínútu. Hellið deiginu svo jafn í öll 4 formin.
  5. Og bakið í sirka 20 mín. Fylgist með í lokin og prófið að stinga í með prjón, við viljum ekki of baka hana, ofnar eru missjanir. Takið svo út og látið kólna í minnsta kosti 10 mín áður en þið takið þær úr formunum og svo í aðrar 30 mín jafnvel í kælir. Ég bakaði mína kvöldið áður og lét þá standa á borðinu yfir nótt en breiddi yfir þá.

Marengs frosting krem gert:

  1. Fituhreynsið pott eða skál að innan með sítrónusafa í pappír.  Eggjahvítur og sykur sett í pottinn eða skálina og látið malla yfir vatnsbaði (ekki sjóða), hrærið stöðugt en varlega, þar til hitinn nær um 60 °, eða ef þú ert ekki með hitamæli,  þá fylgjast með þar til sykur er að fullu uppleystur og eggjahvítur eru heitar.
  2. Hellið í hræirvélaskálina og hrærið á miðlungs hraða í sirka 1 mín eða þar til marengsin fer að þykkna, hækkið þá hraðan í botn. Hrærið þar til hann er orðin vel þykkur og glansandi og búin að kólna alveg niður.
  3. Bætið vanillu og salti í . Best er að setja kremið svo strax á, svona marengs krem geymist ekki lengi svona fluffy. Svo ég gerði það sama dag og ég hafði veisluna.

Súkkulaði hjúpur gerður:

  1. Yfir vatnsbaði bræðið súkkulaði, smjör, síróp og salt og hrærið þar til það verður slétt eða í örbylgjuofni í um 50 sekúndur. Látið kólna þar til það þykknar örlítið í um 15 mínútur.

Kakan sett saman:

Setjið fyrst einn botn á kökudisk og sirka 1 bolla af marenges kreminu á hann, setjið svo slatta af muldum marenges toppum yfir það, svo kemur botn númer 2 ofan á það og aftur sett krem og maregnes mulingur….síðan bara koll af kolli allir 4 botnarnir settir svona saman, síðan marenges kremið smurt yfir hana alla bara létta umferð og best að setja hana svo aðeins í kælir þannig og taka hana svo aftur úr eftir sirka 30 mín og klærða hana alveg í kremi. Setja svo aftur í kælir í sirka 15 mín og taka þá út og hella súkkulaði hjúpnum yfir.
Skreita svo með restini af marenges toppunum og smá muling. Þetta er sko smá þolinmæðis kaka en vá hvað hún var góð! En það má líka sleppa marenges toppunum og baka hana t.d. í bara 2 forumum og gera hana mun einfaldari en stundum er gaman að gera svona alvuru köku sérstaklega þegar maður á afmæli 🙂
Hún geymist best í kælir en ekki í of marga daga, best að borða hana samdægurs þar sem svona marenges krem bráðnar ef það er geymt og lengi. IMG_1697
Made by Heidi Ola ;p

Þeir sem þekkja mig vita að ég elska egg og allt með eggjum 🙂 Ég reyni eins og ég get að fá sem mest prótein úr fæðunni þó ég taki inn prótein sjeika með þá reyni ég að takmarka það eins og ég get.

Það gerist ekki betra en að byrja daginn á dýrindis hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Vanillueggja hafragrautuinn minn:
[do_widget „Featured Image“]
Lesa meira