Frítt æfingaplan

Ég heiti Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og er oftast kölluð Heiða. Ég hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í Laugum síðan ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2011. Hef ég keppt á fjölmörgum fitness mótum bæði hér heima og erlendis í bikini fitness flokk unnið til margra titla þar á meðal var ég Heimsbikarmeistari árið 2012. Það er ein af ástæðunum að ég er kölluð Heidi Ola líka þar sem þeim erlendis finnst ómögulegt að bera fram nafnið mitt.

Ég er í fullu starfi sem þjálfari og tek að mér bæði einkaþjálfun 1-4 saman og einnig fjarþjálfun, þar sem ég geri æfingarplan og matarplan og hitti viðkomandi og mæli.  Fer einnig yfir matardagbækur. Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem henni við kemur og þá einna helst hollt mataræði sem skipir jú 80% máli og set ég uppskriftir af því sem ég hef verið að gera hér inná síðuna mína og er einnig með opið snapchat: heidifitfarmer þar sem ég reyni að vera dugleg að setja inn hugmyndir af hollum mat.

Æfingarplanið er 4 vikur og þú getur prentað það út ef þú vilt og merkt alltaf inná eftir hvert sett þyngdina sem þú tókst og haldið þannig utan um hvað þú náðir að bæta þig í hverri viku.

Flestar æfingarnar getur þú gert í supersetti, það þýðir gera 2 æfingar í röð og svo 1 mín pása á milli. Ég setti ég sama lit við 2 æfingar í röð þar sem það á við. Þá er meiri hraði á æfingunni og þú brennir meira.

Einnig setti ég interval spretti inná milli æfinganna til að ná enn meiri brennslu og í lokin. Interval er ein besta brennsla sem þú fengið á sem skemmstum tíma. Interval snýst um að ná púlsinum upp og niður til skiptis og veldur það eftirbruna eftir æfinguna. Ef þú treystir þér ekki í að hlaupa eða getur ekki hlaupið þá má alveg taka interval á öðrum brennslutækjum t.d. stigavélinni, hjóla, skíða, taka róður á róðarvélinni og gera þá hratt og hægt til skiptis. Má líka hafa með sér sippuband og sippa á milli.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar.
heidiola@ifitness.is

Takk kærlega fyrir þáttökuna. Gaman að sjá hvað margir nýttu sér fría æfignarplanið frá mér 🙂 (var í samstarfi með tilboði hjá Heimkaup á Polar æfingarúrum frá 24-31jan)
[do_widget „Featured Image“]