Tag Archives: kjúklingur

Mjög einföld uppskrift og það má alveg sleppa ananasinum og kóksflögunum en það gefur rosalsega gott exra bragð í réttinn.

Uppskrift fyrir fyrir 3-4, við erum 2 fullorðin og eitt barn og mér finnst gott að eiga afgang af svona réttum daginn eftir.

Hráefni:

  • 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cookoing olía til steikingar
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Korma sósa frá Patak´s
  • 1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon
  • 1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu
  • 1 lítil dós af ananas bitum
  • 1 dl kókosflögur
  • Rifin ostur 

Meðlæti:

  • 2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum
  • 2 Patak´s Naans brauð

Leiðbeiningar:

  1.  Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.
  4. Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.
  5. Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  7. Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.

 

Uppskrift gerð í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

Hráefni:

  •  900 gr.  Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cooking olía til steikingar
  • 2 tsk Oskar hænsnakraftur
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon
  • 150 ml Kókosmjólk í dós frá Blue Dragon (má nota alla fer eftir hvað þið viljið hafa sósuna þykka)
  • 1 dl Sweet Chilliu sósa frá Blue Dragon
  • 1 dl Gróft muldar kasjúhnetur
  • 3 stk Lime
  • ½ gúrka
  • 1 poki rifin mozarella ostur
  • Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)

Meðlæti:

  • 3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin).
  • 1 pakki Patak´s Naan brauð.

Leiðbeininar:

  1. Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnu með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.
  4. Setjið krukku af Satay sósu útá pönnuna ásamt, kókosmjólkinni og Sweet chilli sósu og hrærið vel saman.
  5. Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)
  7. Skerið niður gúrku, graslauk og lime.
  8. Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.
  9. Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).
  10. Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.

  • Undirbúningur:15 mín
  • Eldun:30 mín
  • Fyrir:4 
  • 4 Rose Poultry kjúklingabringur

 

  • 1 dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 dl Caj P Grillolía Orginal

 

  • ½ dl Filippo Berio ólífuolía

 

  • Hálfur hvítlaukostur

 

  • 12 pepperoni sneiðar eða sirka 3 á bringu

 

Leiðbeininar:

  1. Hrærið saman BBQ sósu, grillolíu og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.

 

2. Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mín eða yfir nótt.

 

3. Skerið niður osti í langar sneiðar og skerið svo rauf í bringunar og troðið ostinum ofan í.

 

4.Grillið á heitu grilli í 5 mínútur, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur og raðið pepperoni sneiðum á grillið og leggjið svo ofan á       bringurnar þegar það er oðrð stökkt, það er mjög fljótt að grillast.

 

 

 

Meðlæti: Grillaður ananas með BBQ sósu, púðursykri og sjávarsalti

 

  • 1dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 msk púðursykur

 

  • 1 ½ tsk sjávarsalt

 

Leiðbeiningar:

  1. Takið utan af ferskum ananas og skerið hann í sneiðar, pennslið með BBQ sósu eða veltið honum uppúr í skál og stráið smá púðursykri yfir (má sleppa).

 

  1. Grillið ananasinn í sirka 4 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin mjúkur og farin að brúnast.

 

  1. Stráið sjávarsalti yfir áður en hann er borin fram.

 

Uppskriftin sem ég hef lofað svo oft hér inn er loksins komin í sinni bestu útfærslu og var reyndar birt fyrst á mbl.is í nýjum pistli sem heitir Matarást og þegar ég var beðin um að gefa upp uppskrfit sem Elli væri með mesta matarást af var ég ekki lengi að hugsa og vissi að hann mundi segja „Beikonpastað“ þegar ég spurði hann 🙂

Myndir: Vilhelm Gunnarson

„Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“

En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best:

Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu

Uppskrift:

  • 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum.
  • 1 pakki beikon.
  • 2 kjúklingabringur (má sleppa).
  • ½-1 pakki skinka.
  • 1 bakki sveppir.
  • 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu.
  • ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma.
  • 1 tsk kjötkraftur.
  • Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri.

 

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum.
  • Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk.
  • Skerið sveppi niður og steikið á pönnu.
  • Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu.
  • Skerið skinku niður í smáa bita.
  • Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við.
  • Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost.

Getið séð alla greinina af mbl hér: Matarást á mbl.

Ég skellti í einn mjög einfaldan kjúklingarétt í kvöld sem ég hafði ekki gert mjög lengi, cravaði í eitthvað með góðri sósu og grjónum. Hafði ekki prófað að setja sveppi í hann áður en það kom mjög vel út.
[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 3 Kjúklingabringur
  • 200gr Brokkolí
  • 1 Dós sveppir
  • 1 Piparostur
  • 1 Matreiðslurjómi

Byrjaði á að sjóða brokkolíð örstutt í potti þar sem ég var með frosið brokkolí og vildi ná vökvanum af, setti það svo í sigti.
Skar bringurnar niður í bita, kryddaði með sítrónupipar en þið getið notað hvaða krydd sem er, steiki á pönnu eða bara rétt loka bitunum.

Geri sósu í öðrum pott:
Skar niður piparost og bræddi í matreiðslurjóma. Hellið sveppum útí. Hellið svo sósunni yfir kjúklingin og brokkolíð í stóru eldföstu móti og setjið í ofnin í 20 mín.

Borið fram með hrísgrjónum:

  • 150gr grjón

Sigta grjónin með vatni, næ hvítu slikjinni af og set svo í pott með vanti, smá salt og olí. En með því að sigta þau fyrst þá verða þau mýkri.

Whola

Ég prófaði að gera kúrbíts pasta um daginn, það kom það skemminlega á óvart 🙂 Það er mjög gott og mun kolvetna minna en venulegt pasta.[do_widget „Featured Image“]Þið getið sett það sem ykkur dettur í hug í pastað en ég var með:

  • 2 kúrbítar rifnir niður
  • 3 kjúkklingabringur (notaði allan pakkann, áttum afgang í nesti)
  • 1 bakki sveppir skornir smátt
  • 1 rauðlaukur skorin í strimla
  • 1 askja af kotel tómötum skornir í helminga
  • 1 avocado skorið í teninga
  • 1 mexico ostur rifin niður eða skorin í tenginga

Skar fyrst niður sveppi og lauk og steikti á pönnu með smjöri og smá hvítvíns vineger til að gera smá sætt bragð. Ég elska að gera það þegar ég steiki lauk og sveppi en það má alveg sleppa því. Setti svo laukin og sveppina í sigti og lét bíða. Skar næst niður kjúklinginn niður í smáa bita, kryddaði með sítrónupipar og steikti á pönnu með smá olíu. Lét hann svo malla með lokið á pönnunni á meðan ég setti kúrbítinn í matvinnsluvélina og skar niður allt hitt. Blandið þessu svo öllu saman og setjið sósu yfir ef þið viljið það má líka sleppa eða nota einhverja góða olíu.
IMG_3588IMG_3586 (1)IMG_3585IMG_0020IMG_3589
Ég gerði sósu úr grískri jógúrt og 5% sýrðum rjóma kryddaði með guacamole kryddi sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni uppá höfða.
Made by Heidi Ola 😉

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira

Ostafyllt kjúklingabringa

Ég byrja á að krydda bringurnar, á þessar notaði ég Cajun BBQ krydd frá Pottagöldrum. Skar svo smá rauf í bringurnar og tróð mexicoost ofan í. Setti þær í eldfast mót með smá vatni í botninum til að halda þeim safaríkum og mjúkum. Síðan sprautaði ég smá BBQ sósu yfir þær. Lokaði svo raufinni með léttu pepperoni frá SS sem ég var búin að gera krispí með því að steikja það á pönnu. Dassaði svo Heitu Pizzakryddi frá Pottagöldum yfir líka bara svona af því ég var komin í pepperoní gírinn 🙂

Bakað svo í ofni við 200 gráður í sirka 20 mín.

Fyllt sæt karfafla

Sæt kartafla
Fersk salsa, ég notaði gular baunir, tómata og gúrku. Gott að hafa lauk líka.
Rifin ost, ég notaði fjörmjólkurost. Og stundum smá af mexico ostinum líka. Ég sem sagt elska ost 🙂
Sker karföfluna í tvennt, baka í ofni í 30 mín. Tek hana svo út og sker í hana raufar (tígla) smurði yfir hana íslensku smjöri (getið notað olíu, eða í kötti spreya ég bara smá pam spreyi). Salta smá með maldon salti. Setti svo ferksa salsa yfir og var búin að skera smá af pepperoní líka í það. Setti svo rifin ost yfir og baka aftur í ofni í um 20-30 mín. Dassaði smá Heitu pizzakryddi yfir þetta líka.

Sósa með getur verið hvaða sósa sem er en ég notaði mína uppáhalds þessa dagana sem er góð með svo mörgu 😛

1/2 dós Sýður rjómi 5% á móti sirka jafn mikið af Grískri jógúrt
1msk Agave sýróp
1-2 Pressað hvítlauksrif
Svartur pipar eða sítrónupipar
Kreysta smá sítrónu útí