Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“]
Uppskrift:
3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.
Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.
Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
Made by Heidi Ola