Tag Archives: avocado

Einfalt hollt túnfisksalat stútfullt af próteini og hollri fitu1 lítil dós af kotasælu

  • 1 dós túnfiskur í vatni
  • 1/2-1 heilt avocado eftir smekk og hversu stór þau eru.
  • Sítrónu safi
  • Sítrónupipar

Hellið vatninu af túnfiskinum og setjið hann í skál ásamt kotasælu, skerið avocado niður í bita, sprautið sítrónu safa yfir eftir smekk eða kreistið ferska, en sítróna gerir salatið extra ferskt og gott upp á að avocadoið verði ekki brúnt ef þið geymið salatið í kælir. (Mundi ekki geyma lengur en 2 daga.) Kriddið svo með vel af sítrónupipar. Gott ofan á t.d. Hrískökur, maískökur, hollt brauð, kex eða bara eitt og sér.13335319_10153628215727423_1935759972_n13296243_10153628215772423_537020734_n

Made by Heidi Ola 😉

Ég gaf upp einfalda uppskrift af boozt eða búðing í Fréttablaðinu í síðstu viku. Vegna margar fyrirspurna setti ég á snap í gær hvering ég geri hana og ákvað að setja hér inn líka 🙂

  • 1 lítið avocado eða 1/2 stórt
  • 1 poki ZEN bodi vanillu prótein eða annað vanilluprótein líka hægt að nota vanillu skyr, þá ein lítil dós.
  • 1 grænt epli
  • Kreyst sítróna eða sírónusafi
  • Klakar

 

Allt sett í mixarann og mixað vel saman þar til þetta verður eins og búðingur en ef þið viljið boozt þá setjið þið smá vatn líka. Í gær átti ég ekki epli og notaði Cawston Press hreinan eplasafa og er ég með Nutribullet blandara og notaði lítið box og setti safann upp að línunni. Raspaði svo smá sítrónubörk yfir svona fyrir lúkkið og það gerði hann alveg extra góðan 😛

Made by Heidi Ola 😉

 

 

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

  • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
  • 1/2 sítróna kreist
  • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
  • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
  • Salt og pipar
  • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

  • 1 skorið mango
  • 1/2 skorin ananas
  • 2 avocado
  • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
  • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
  • 1/2 rauðlaukur saxaður
  • 1 kreist lime
  • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði að gera kúrbíts pasta um daginn, það kom það skemminlega á óvart 🙂 Það er mjög gott og mun kolvetna minna en venulegt pasta.[do_widget „Featured Image“]Þið getið sett það sem ykkur dettur í hug í pastað en ég var með:

  • 2 kúrbítar rifnir niður
  • 3 kjúkklingabringur (notaði allan pakkann, áttum afgang í nesti)
  • 1 bakki sveppir skornir smátt
  • 1 rauðlaukur skorin í strimla
  • 1 askja af kotel tómötum skornir í helminga
  • 1 avocado skorið í teninga
  • 1 mexico ostur rifin niður eða skorin í tenginga

Skar fyrst niður sveppi og lauk og steikti á pönnu með smjöri og smá hvítvíns vineger til að gera smá sætt bragð. Ég elska að gera það þegar ég steiki lauk og sveppi en það má alveg sleppa því. Setti svo laukin og sveppina í sigti og lét bíða. Skar næst niður kjúklinginn niður í smáa bita, kryddaði með sítrónupipar og steikti á pönnu með smá olíu. Lét hann svo malla með lokið á pönnunni á meðan ég setti kúrbítinn í matvinnsluvélina og skar niður allt hitt. Blandið þessu svo öllu saman og setjið sósu yfir ef þið viljið það má líka sleppa eða nota einhverja góða olíu.
IMG_3588IMG_3586 (1)IMG_3585IMG_0020IMG_3589
Ég gerði sósu úr grískri jógúrt og 5% sýrðum rjóma kryddaði með guacamole kryddi sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni uppá höfða.
Made by Heidi Ola 😉

Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.

Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.

[do_widget „Featured Image“]

Ofninn hitaður í 200°

Eggja og avocado salat:

2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)

1 stórt avocado

4 msk kotasæla

1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)

Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar,  ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
IMG_2319Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.IMG_2321
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma.IMG_2322 Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂IMG_2323IMG_2329

Made by Heidi Ola 😉

 

 

 

 

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
  • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
  • 2 pressuð hvílauksrif
  • Smá maldon salt
  • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉

Ég elska að halda boð 🙂
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá 🙂 Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema 🙂
[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_8576
IMG_8577
IMG_8578Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu 🙂 En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
IMG_8584
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing 🙂 Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa 🙂 Og karamellu kaffi með.

Lesa meira

Lágkolvetna brauð frá Jóa Fel með avocado salati 🙂

1 harðsoðið egg
1/2 avocado
1 stór matskeið kotasæla
Smá sítrónupipar
Kreyst sítróna

Allt hrært saman og smurt á, mjög einfallt, hollt og gott 🙂
Ég smurði þessu svo á 2 sneiðar af LKL lágkolvetna brauð frá Jóa Fel Bakarí.
Það brauð geymist vel en ég geymi það oft í firsti og risa það er líka mjög gott 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira