Author Archives: heidiola

Ég heiti Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir og er oftast kölluð Heiða. Ég hef starfað sem einkaþjálfari í World Class í Laugum síðan ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2011. Hef ég keppt á fjölmörgum fitness mótum bæði hér heima og erlendis í bikini fitness flokk unnið til margra titla þar á meðal var ég Heimsbikarmeistari árið 2012. Það er ein af ástæðunum að ég er kölluð Heidi Ola líka þar sem þeim erlendis finnst ómögulegt að bera fram nafnið mitt.

Ég er í fullu starfi sem þjálfari og tek að mér bæði einkaþjálfun 1-4 saman og einnig fjarþjálfun, þar sem ég geri æfingarplan og matarplan og hitti viðkomandi og mæli.  Fer einnig yfir matardagbækur. Mitt helsta áhugamál er líkamsrækt og allt sem henni við kemur og þá einna helst hollt mataræði sem skipir jú 80% máli og set ég uppskriftir af því sem ég hef verið að gera hér inná síðuna mína og er einnig með opið snapchat: heidifitfarmer þar sem ég reyni að vera dugleg að setja inn hugmyndir af hollum mat.

Æfingarplanið er 4 vikur og þú getur prentað það út ef þú vilt og merkt alltaf inná eftir hvert sett þyngdina sem þú tókst og haldið þannig utan um hvað þú náðir að bæta þig í hverri viku.

Flestar æfingarnar getur þú gert í supersetti, það þýðir gera 2 æfingar í röð og svo 1 mín pása á milli. Ég setti ég sama lit við 2 æfingar í röð þar sem það á við. Þá er meiri hraði á æfingunni og þú brennir meira.

Einnig setti ég interval spretti inná milli æfinganna til að ná enn meiri brennslu og í lokin. Interval er ein besta brennsla sem þú fengið á sem skemmstum tíma. Interval snýst um að ná púlsinum upp og niður til skiptis og veldur það eftirbruna eftir æfinguna. Ef þú treystir þér ekki í að hlaupa eða getur ekki hlaupið þá má alveg taka interval á öðrum brennslutækjum t.d. stigavélinni, hjóla, skíða, taka róður á róðarvélinni og gera þá hratt og hægt til skiptis. Má líka hafa með sér sippuband og sippa á milli.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú ert með einhverjar spurningar.
heidiola@ifitness.is

Takk kærlega fyrir þáttökuna. Gaman að sjá hvað margir nýttu sér fría æfignarplanið frá mér 🙂 (var í samstarfi með tilboði hjá Heimkaup á Polar æfingarúrum frá 24-31jan)
[do_widget „Featured Image“]

Hæhó og gleðilegt nýtt ár…jól og allt það. Ég er á lífi en ekki sett neitt inn alltof lengi en ætla að bæta úr því á nýju ári!

En hér kemur ein einföld uppskrift þar sem svo margir voru að biðja um hana bara núna strax!!
Fyrsti Fatness saumklúbbshittingurinn var haldin heima hjá mér síðastliðin föstudag og við vorum með nýárspartý þema…snakk…dýfur og líka smá þrettánda…klára smákökunar og svona… 😛
Það komu allar stelpunar með eitthvað og ég gerði Jalapeno ídýfu sem sló í gegn 🙂
IMG_3432-3

Jalapeno ídýfa:

  • 1 box af Philadelphia rjómaost (ég notaði létt)
  • 1 dós sýrður rjómi (ég notaði 5%)
  • 1 poki rifnum pizza ost
  • 1 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • sirka hálf krukka (fer eftir smekk) jalapeno frá Santa Maria (takið steina og kjarnan innan úr og skerið smátt niður)

Allt hrært saman í mauk, ég notaði hrærivélina en þið getið gert það með sleif líka.

Krums ofan á:

  • 1 dl brauðmylsna
  • 4 msk brætt smjör
  • 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • 1 msk þurrkuð steinselja (ég átti frá Pottagöldrum)

Ég notaði svo brauð sem skál af því mér finnst það svo smart og líka þar sem ég notaði brauðkrums ofan á dýfuna passaði það vel við.
Ég tók innan úr heilu stóru brauði, það þarf ekki að vera kringlótt brauð má vera hvering sem er, tók svo smá af því brauði, aðalega skorpunni og setti í aðra skál ásamt smjöri, parmesan og steinselju, hrærði öllu saman og hellt yfir dýfuna. Dýfan er svo sett í 200° heitan ofn í 20 mín.

Þið getið líka alveg bara sett dýfuna í eldfast mót og notað mulið ritz kex, snakk eða rasp í staðin fyrir brauðið. Hægt er líka að rífið niður eina brauðsneið ef þið eigð ekki heilt brauð.
Ég gaf fuglum restina af brauðinu sem ég tók innan úr 🙂
IMG_3240

Við prófuðum í fyrsta skipti að grilla urriða í heilu lagi um helgina og var það ótrúlega einfalt og gott.
Afi gaf okkur urriða sem hann veiddi í Þórisvatni með honum vorum við með kartöflur úr garðinum okkar, ferskt salat með rifnum gulrótum, hollandaise sósu og grillaða sveppi fyllta með Ljótur ost.
IMG_3230

  • Við vorum með 3 meðal stóra urriða sem búið var að hreinsa
  • Sirka 100gr Smjör
  • 2 Sírtónur 1 og 1/2 hálf sem ég skar í sneiðar og notaði svo hálfa til að kreista smá yfir hann líka.
  • Blóðberg efir smekk og hægt að nota annað krydd
  • 1 msk Olía
  • 1 msk Epla edik
  • Maldon salt
  • Svartur malaður pipar
  • Skar Íslenskt smjör með ostaskera og lagði smjörsneiðar inní hann, skar svo sítrónu og raðaði inní og setti nokkura blóðbergs stilka með inní. Pennslaði svo með olíu og epla ediki og kryddaði með salt og pipar. Elli minn sér svo um grillið og grilluðum við hann í 7 mín á hvorri hlið við vorum með sérstka grillgrind frá Weber en það er líka hægt að nota álpappír eða einnota grillbakka. En passa að setja olíu á fyrst svo roðið festir ekki við.[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_3229
Made by Heidi Ola 😉

Við erum með allskonar í sveitinni okkar útá Álftanesi og okkur þykir báðum svo gaman að því að hafa sem mest „beint frá býli“ 🙂 Og tókum við upp fyrr í sumar fullt af rabbabara og þá er ég að meina fullt örgglega 50kg. Og gerði ég rabbabara sultu í fyrsta skipti með leiðbeiningum frá mömmu og prófuðum við að gera líka hollari útgáfu af rabbabarasultu þar sem mér blöskari nú heldur betur sykurinn sem fer í þessa hefðbundunu eða þetta er jú bara 50/50 sykur og rabbabari! Hún er nú góð samt með kjötbollum og brúnni sósu og í hjónabansælununa hennar mömmu 🙂 En þessi holla kom svo skemmtilega á óvart og er erfitt að segja hvor er betri að mínu mati, alls ekki alveg sama bragð en namm það er eru döðlur í henni í staðin fyrir sykur þar sem döður er mjög sætar og allt með döðlum er gott :p Ég setti inn uppskriftina af hollari rabbabarasultu með döðlum hér inn síðst með fylltum muffins.
En ég gerði ekki rabbabarasultu úr 50kg af rabbabara 🙂 Heldur skar ég restina af honum niður í litla kubba og vigtaði passlegt magn í poka og setti í fyrsti svo núna á ég nóg til ef sultan klárast og til að eiga í rabbabarapæ 🙂 sem er eitt það besta!! Og núna er svo komið að annari uppskeru af rabbabara hjá okkur svo maður ætti að eiga nóg til fyrir veturinn.
IMG_0328

[do_widget „Featured Image“] Notið þess í sveitinn í sumar og boðið uppá rabbabarapæ.

Rabbarapæ toppað með súkkulaði uppskrift:

Hitið ofninn í 200°

  • 500 gr rabarbari (má nota frosin, þarf ekki að þíða áður) ég átti hann skorin í 1/2 cm þykkum sneiðum.
  • 2 msk kartöflumjöl
  • Kanil stráð yfir eftir smekk
  • 150gr súkkulaði þið getið notað hvað sem ykkur dettur í hug, og magn eftir smekk, ég hef prófað bæði venjulegt Síríus suðusúkkulaði og Síríus nuggat súkkulaði, Toblerone það var geggjað gott með smá nuggat í 😛 og ætla ég að prófa næst að setja Mars bita 😛

Dreyfið rabbabaranum í eldfast mót stráðið kartöflumjölinu yfir og dreifið vel saman, kridda smá fyrir með kanil (má sleppa), skerið súkkulaði í bita og dreifið yfir, ég fíla að hafa bitana svona aðeins í stærri kantinum eða þannig að maður finni fyrir þeim.

Gerið svo deig í skál, ég nota hnoðaran á Kitchen Aid vélinni en það er líka hægt að hræra þessu bara vel með sleif í skál.

Deig

  • 3,5 dl Hveiti
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl sykur
  • 150 gr smjör

Blandið hveiti, kókosmjöl og sykri í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Ég nota það ráð stundum að skera smjörið ef það er hart niður með góðum ostaskera í sneiðar og hendi svo útí. ­Hrærið þetta saman þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í sirka 20 mínútur.

Made by Heidi Ola 😉

 

Ég prófaði í síðustu viku að gúrme-a haframúffurnar mínar aðeins upp fyrir hann Ella minn og strákana í Allt fyrir Garðinn með föstudags kaffinu:)
[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin (sem ég hef áður sett inn á síðuna nema ég breytti aðeins og tvöfaldaði hana):

Hitið ofnin í 200°.

  • 4 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
  • 8 heil egg
  • 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt)
  • 1 bolli stevia sykur (má sleppa eða nota minna, eða nota stevia dropa, samt óþarfi þar sem bananir og döðlusultan er nóu sæt)
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • dass af kanil eftir smekk og má sleppa
  • dass af maldon salti eftir smekk og má sleppa
  • 1 dl af hollu rabbabara/döðlu sultunni sem ég gerði um daginn og átti alltaf eftir að setja inn uppskrift af en hún kemur hér neðar líka. (En það má líka bara skera niður döðlur eins og ég hef svo oft áður gert, mjúkar eða harðar, eða nota barnamauk, virkar allt vel)

Fylling:

  • Diablo No added sugar Hazelnut chocolate spread. (fann það í Hagkaup og bragðast það alveg eins og Nutella nema það er sykurlaust)
  • Lífrænt hnetusmjör frá Sollu.

Öllu hrært saman með sleif og sett í muffins form, ég var með silikon form sem ég spreyja að innan með PAM spreyi (for baking, færst í Kosti), þetta voru 18 stykki. Setti ég deig ofan í hálft formið og svo tsk af sykurlausu nutella og smá af lífrænu hnetusmjöri ofan á svo aftur helming af deigi ofan á. Bakað í sirka 20-30 mín fer eftir ofnum, bara fylgjast með þar til þær eru orðnar smá brúnaðar að ofan.IMG_2537IMG_2538

Rabbabarasulta með döðlum:

  • 700 gr. rabarbari
  • 250 gr. döðlur
  • 1/2 bolli agavesýróp
  • 2 tsk. sítrónusafi
  • 1 vanillstöng (má sleppa)

Rabbabari skolaður og saxaður niður í bita. Saxið döðlur gróft. Allt sett í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur. Gott að hræra kröftuglega í sultunni með gaffli af og til. Setjið í heitar hreinar krukkur og lokið með þéttu loki.

Made by Heidi Ola 😉

Þessi kom skemmtinlega á óvart Ég var bara að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa að gera mitt eigið lemon og herb krydd þar sem það eina sem til var í búðinni var stútfullt af aukaefnum. Ég vil helst nota eins nátturuleg og hrein krydd og ég get, eins og ég hef áður sagt þá nota ég mest kryddin með græna miðanum frá pottagöldrum (án aukaefna) og blanda oft nokkrum saman. Ég átti svo til timmian sem við Elli höfðum týnt um daginn og þurrkað. Ég var búin að tékka hvaða krydd væru helst í lemon og herb dressingum og ákvað að prófa bara að blanda mína eigin blöndu og kom það ótrúlega vel út.
[do_widget „Featured Image“] Hitaði ofnin á 200° grill.

Sauð ferskan aspas í 5 mín í vatni með smá maldon salti.
Blandaði saman dass af þessu öllu í skál með skeið (gott að nota mortel ef þið eigið það til):
• Rósmarin
• Timian
• Steinselja
• Estragon
• Oregano
• Maldon salt
• Kreist sítróna
• Agave sýróp
Penslaði laxinn (frá Hafinu) með öllu saman og setti í ofn í 10-15 mín, tíminn fer eftir hversu þykk flökin eru. Setti aspasin með í annað fat í ofnin og grillaði hann með í sama tíma.
Setti kartöflu konfekt með í ofnin sem ég fæ tilbúnar í ofnin frá Hafinu (stundum ekki tími fyrir of mikið ves)
Á meðan gerði ég hollandaise sósu úr pakka.
Svo skar ég dýrindis grænmeti sem við fengum gefins beint úr gróðurhúsinu í Reykholti í Biskupstungum. Græn búna pakrikan sem kallast súkkulaði paprika og er aðeins sætari en venjuleg græn paprika.IMG_2534
Gaman að týna svona sjálfur 🙂 settum bara á dagblöð og létum þorna og setti svo í krukku 🙂 (Froosh krukkurnar koma sér vel).

Made by Heidi Ola 😉

 

Byrjaði að hanna og smíða hillu um daginn og lofaði að pósta myndum þegar hún væri tilbúin. Ég byrjaði á að kaupa eikar planka í Efnissölunni í Kópavogi síðan lögðu margir góðir hönd á plógin 🙂 Pabbi setti plankann í gegnum þyktarhefil, ég pússaði hann svo og bar á hann olíu.  Afi smíðaði fætur úr járni og Elli kærastinn minn sá um að sprauta þær og hjálpa mér svo að setja plötuna á. Hillan er nú klár og komin upp heima og við erum mjög sátt með loka útkomuna 🙂
[do_widget „Featured Image“] IMG_1114IMG_1650IMG_1653IMG_1670IMG_1495IMG_1499IMG_1532IMG_1533IMG_1601

Í tilefni helgarinar fannst mér við hæfi að setja inn regnboga kökuna sem ég gerði fyrir Fatness boð á Gay pride í fyrra. Langaði að deila með ykkur uppskriftinni, en þessi kaka vakti sko mikla lukku og hef ég notað hana oft eftir það, bara í öðrum litum, því hún var svo bragðgóð! Meðal annars gerði ég bláu Baby Reveal kökuna eftir þessari uppskrift 🙂
Vildi ekki hafa þetta típíska svamp botna með smjör kremi. Finnst þeir oft svo þurrir og óspennandi. Algjört möst að kökur séu bragð góðar líka en ekki bara fyrir augað. Svo ég breytti þessari hefðbundu regboga köku sem mér hafði alltaf langað að prófa að gera. Þessi er svona smá blaut í sér, alls ekki þurr, en trixið er sýrði rjóminn.[do_widget „Featured Image“]

Kaka:

  • 340gr Ósaltað smjör
  • 2 Bollar sykur
  • 5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • ½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
  • 3 bollar hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli mjólk
  • Gel matarliti, (ég notaði AmeriColor Soft Gel Paste Food Color frá Allt í Köku, ég las mér mikið til um svona kökur áður og voru þeir mest notaðir og flestir mæla með þeim. Allvega ekki nota fljótandi liti þá verður deigið of þunnt.

Litirnir sem ég notaði heita: Soft Gel Paste***( Super Red, Lemon Yellow, Electric Orange, Electric Green, Electric Blue and Royal Purple) og eru frá AmeriColor.

  1. Hitið ofinn í 180 gráður. Spreyið kökuformin að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör. Ég átti bara 3 form í sömu stærð svo ég bakaði 3 í einu.
  2.  Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjunum varlega útí, einu í einu. Setjið saman vanilldropa og sýrða rjómann og hrærið vel saman við.
  3.  Í annari skál setjið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið því saman og hellið því svo þrennu lagi útí blautu efnin, og hrærið alltaf varlega saman á milli.
  4.  Því næst er svo að skipta deiginu í 6 litlar skálar, ef þið viljið vera voða nákvæm getið þið vigtað degið jafn í skálarnar en ég sirkaði nú bara eins í allar. Setjið svo hvern lit útí hverja skál, og hrærið með sér skeið í hverri þar til þið eruð sátt við litinn. Ég var að nota sirka 4-8 dropa í hverja. Algjört möst að nota krem liti.
  5. Hellið svo í formin og bakið í 13-15 mín. Þetta eru ekki það þykkir botnar svo passa að baka ekki of lengi. Þið munið svo sennilega halda að þið hafið bakað þá of lengi og finnast liturinn á þeim ljótur. En svo þegar þið skerið inní kökuna þá er liturinn flottari. Eðlilegt að skorpan sé aðeins dekkri. Ég kom bara 3 formum í einu í ofnin og bakaði þá í tvennu lagi.IMG_7267IMG_7268
    Ítalskt Marenge Smjörkrem á milli og rétt til að loka kökunni yfir:

    • 340gr. Sykur
    • 90ml vatn
    • 4 eggjahvítur
    • 500gr. Smjör
    • Raspaði svo smá sítrónubörk útí kremið til að gera í það smá bragð, bara eftir smekk og má sleppa.
    1.  Setjið saman í pott sykur og vatn og hrærið þar til það líkist blautum sandi. Hitið vel saman eða þar til sykurinn er alveg bráðinn og það sjást engar sykuragnir, þetta sé orðið alveg hvít-tært. (passa að skafa allan sykur úr köntunum á pottinum með ofan í.
    2.  Á meðan sykurinn er að bráðna, þeytið eggjahvíturnar. Á litlum hraða þar til þær verða froðukenndar (ætti að líta út eins og froða ofan af á bjór). Þá má auka hraða í meðalhraða. Hellið svo sykri rólega útí en lækkið þá hraðan niður og þegar þið hafið hellt honum öllum rólega útí aukið þá hraðan aftur og þeytið vel saman.
    3. Þegar blandan er orðin stofuheit. Lækkið hraðan aftur og bætið smjörinu varlega útí, skerið það í bita eða mér finnst gott að skera það í sneiðar með ostaskera og setja útí smá í einu og hræra svo vel saman þar til kremið er orðið slétt og fallegt.
    4. PS. Passið að smjörið sé við stofuhita! Og passið að eggin og sykruinn sé búið að kólna niður í stofuhita þegar smjörinu er bætt saman við, ef blandan er of heit þá endar það í kekkjum og líka ef smjörið er of kalt.
    5. Svo er bara að smyrja kreminu á milli allra botnana og raða þeim í réttri litaröð saman, og setja svo afgangin af því yfir hana alla og kökuna svo inní kælir sem fyrst. Svona marenge smjörkrem er best kalt. En mér fannst það svo ekki þekja hana nógu vel svo ég gerði líka venjulegt smjörkrem yfir hana alla.

    Smjörkrem:

    • 125gr smjör (mjúkt)
    • 500gr flórsykur
    • 1 egg
    • 2 tsk vanilludropar
    • 2 msk sýróp

    IMG_7332IMG_7339IMG_7346IMG_7353 Það er alltaf veisla þegar Fatness (fitness saumaklúbburinn) kemur saman 😛 Við skiptumst á að halda og allar koma með eitthvað gúrme á hlaðborðið og svo er gúffað 🙂

    Made by Heidi Ola ;p

     

Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)

IMG_1480

[do_widget „Featured Image“]

Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!

IMG_1491

Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P

By Heidi Ola 😉

Sjómannadagurinn var síðast liðin sunnudag 7júní og þessa helgi fer ég oftast vestur á Patró (Patreksfjörð) á mínar æskuslóðir. Ólst þar upp til 6 ára aldri, elskaði svo að vera þar öll sumur hjá ömmu og afa fram eftir unglinsaldri og ég veit ekkert betra en að fara þangað til að hlaða batteríinn og slaka á í fallega sjávarþorpinu við Patreksfjörðin. En þessa helgi er alltaf miklil hátíð á Patró og gaman að koma, þá koma margir burtfluttir vestur í gamla þorpið sitt sem kallar á okkur með fjallafegurð sinni. Ég fór með Ella kærastanum mínum og auðvitað kom Heimir hundur með 🙂 og fjölskyldan mín <3
IMG_3300IMG_3294IMG_3299Auðvitað fengu eggjabændurnir sér svartfuglsegg 😛 namm en það er eitt það besta sem ég veit, og eru þau bara fáanleg á þessum tíma árs og bíð ég alltaf spennt 🙂imageÉg og Heimir að fá okkur fiskisúpu 🙂image-4image-5IMG_3321IMG_3336IMG_3331IMG_3342image-2IMG_3439
Ég fór og með Ella, Heimir og Víðir bróðir inn á Rauðasand en ég mundi segja það vera eina flottustu nátturperlu Íslands.

Blog by Heidi Ola 😉