Flokkur: Kökur og eftirréttir

Ég bakaði hjarta-köku fyrir ástina mína í valentínusargjöf, ég elska að halda uppá svona daga og hef gaman af að og grípa öll tækifæri sem gefast til að gera eitthvað skemmtinlegt saman. Við áttum æðislega dag, hann kom mér á óvart og gaf mér blómvönd ég bakaði köku, svo fórum við með vinfólki út að borða og sáum Mið-Ísland og skemmtum okkur konunglega, æðislegur dagur 🙂

Ég gerði hjarta Toblerone Brownie með rauðu karmellu smjörkremi :P[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég fann á netinu frá henni Nigellu matreiðslukonu:

¾ bolli (68g) ósættað kakó, sigtað (Ég nota frá Hershey´s, fæst í Kosti)
1 boll (140g) hveiti
1 tsk matarsódi
Dass af salti
140g ósaltað smör
1 ¾ bolli (306g) ljós púðursykur
4 stór egg
1 tsk vanillu dropar
2 Toblerone stikki, 100g hvert, skorið gróft í bits – Ég notaði eitt mjólkursúkkulaði Toblerone og eitt hvítt súkkulaði Toblerone
IMG_0357IMG_0358IMG_0415Hitið ofin í 190gráður. Spreyið form að innan(ég nota PAM-for baking, fæst í Kosti) ég var með frekar stórt hjartaform, 32,5×22,5cm form.
Bræðið smjör í potti á miðlungs hita, bætið sykrinum saman við látið bráðna, hræið í með sleif og látið bráðna saman við.
Setjið öll þurrefnin saman í sér skál og hellið þeim svo útí pottin með smjörinu og sykrinum. (ég sigtaði kakóið svo það væru engir kögglar).
Tekið pottin svo af hitanum og hellið þurrefnunum útí. Og hrærið saman, þetta verður frekar þykkt og stíft. Bætið því næst eggjnum útí bara einu í einu og hrærið vel saman við ásamt vanillu dropunum.
Hellið svo í formið og stráið Toblerone bitunum yfir í lokin.
Bakið í sirka 20 mín. Ég var með mína í 17 mín þá tók ég hana út fannst hún orðin svo dökk. En það stendur einmitt í uppskrftinni frá henni að hún muni koma til með að líta út fyrir að vera brennd en hún er það ekki, deigið er bara svo dökkt.

Ég skar kantana af minni til að koma henni á hjartalaga disk:) og gerði svo bara litla auka bita úr endunum þar sem ég átti svo mikið af kremi, en ég gerði auðvitað tvöfalda uppskrift af kremi, þar sem ég er alltaf svo hrædd um að það sé ekki nóg krem, en eins og segi það er aldrei of mikið af kremi:)

Smjörkrem með karmellubragði:

125gr Smjör
500gr fljórsykur
1 tsk vanilludropar (nota vanalega 2 dropa, þá er ég ekki með karmelludropana)
1/2 tsk Karmellubragðefni í krem (fékk það í Allt í köku). En það er ekki möst.
2 msk sýróp
Rauður matarlitur, ég notaði Super Red krem lit (fæst í Allt í köku). En ég dassaði bara þar til ég varð ánægð með litinn, notaði frekar mikið.

Allt sett í skál og hrært saman. Setti svo í sprautupoka og sprautaði á í rósir sem ég var nú bara að prófa í annað skipið og hef bara youtube við höndina.
IMG_0434
Made by Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg. Og rosaleg góð með jólakaffinu:)
Möndlukaka með bleiku kremi er upphálds kakan hans afa og baka ég hana reglulega fyrir hann. Ég ákvað að gera eina í jólabúning með hvítu kremi og færa ömmu hans Ella í jólaboð hjá henni á Jóladag.
[do_widget „Featured Image“] Möndlukaka

75 gr smjör
1 dl sykur
2 egg
2 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk

Hitið ofninn í 180°. Spreyið böknunarform að innan með pam spreyi eða smyrjið með smjöri. (Ég nota Pam for baking frá Kosti)
Hrærið saman smjöri og sykri. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið þar til deigið verður kekkjalaust.Bakið í 20 mínútur. Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr

3 dl flórsykur
3 msk heitt vatn
Skreytti svo með litlum sykur hjörtum <3
(vanalega set ég minna af vatni og rauðan fljótandi matarlit til gera bleikt krem)

Hrærið öllu saman með sleif og hellið yfir kökuna. Ef það er of þykkt þá setjið þið bara meira vatn.

Made by Heidi Ola

Ég veit að margir eru á móti því að breyta gömlum hefðum, og það eru nú bara jól einu sinni ári og bla… En það er samt gaman að prófa hvort það sé hægt að gera sumt örlítið hollara og svo eru bara alls ekki allir sem þola sykur.
Svo hér kemur uppskift af Sörum með stevia sykri frá Via-Health í stað venjulegs sykurs, en að öðruleyti er uppskriftin svipuð það er alvuru íslenskt smjör í henni, en ég notaði möndlumjöl í staðin fyrir hakkaðar möndlur en það má alveg nota bæði, ég átti hitt bara til.
[do_widget „Featured Image“] Botn:

3 eggjahvítur (við stofuhita)

1 dl Stevia sykur frá Via-Health

8 dropar af Stevia dropum án bragðs frá Via-Health

70 gr möndlumjöl

Raðað á bökuarplötu með teskið og bakað í 40 mín. á 130 gráðum. (ekki með blæstri) Og best að láta þær kólna alveg niður í ofninum.

 

Krem:

100gr mjúkt smjör

1 dl. Stevia sykur frá Via-Health

3 eggjarauður

6-8 dropar af Stevia Via-Health án bragðs

2 tsk kakó (ég notaði sykurlaust Hershey´s kakó, fæst í Kosti)

2 tsk insta kaffi

Best er að setja kremið svo í kælir í smá stund og smyrja því svo köldu á. Smyrja því smá fjall.

Setja kökunra svo með kreminu á í kælir og dýfa þeim svo köldum í 70% súkkulaði. Og eins fljótt og hægt er aftur í kælir! Já allir vita sem hafa einu sinni gert Sörur að þær eru smá ves…og vinna…en svo þess virði 😛 Mæli með að vera 2 saman að baka Sörur 🙂

Þessar bragðast bara mjög líkt, mér finnst þær bestar beint úr frysti.
IMG_8759
Made by Heidi Ola 😉

Translate/

Lesa meira

Ein af mínum bestu vinkonum Kristbjörg á von á barni með Aron sínum 🙂 Og héldu þau smá boð eða baby reveal eins og það er kallað erlendis þar sem þau tilkynntu kynið fyrir nánustu ættingjum og vinum þar síðsutu helgi. Og allir bíða enn spenntir eftir að fá að sjá inní kökuna sem ég gerði…“It´s a…“
[do_widget „Featured Image“] IMG_8370

Uppskrift:

Kaka:

340gr ósaltað smjör
2 bollar sykur
5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
1 ½ tsk vanilludropar
½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
3 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 bolli mjólk
Bláan Gel matarlit (notaði alveg um 20 dropa af sky blue, setti bara þangað til ég var orðin ánægð með litinn)

1. Hitið ofin í 180 gráður. Spreyið 3x kökuform að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör.
2. Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjahvítunum útí.
3. Setjið öll þurrefnin saman í skál.
4. Bætið þurrefnunum útí eggjahvíturnar og sykurinn ásamt mjólkinni.
5. Síðast bætið matarlitnum útí.
6. Hellið svo deiginu jafnt í öll 3 formin og bakið í 15-20 mín.

Smjörkrem: (stór uppskrift, fer á milli, yfir alla efri og neðri kökuna)
250gr smjör (mjúkt)
1000gr flórsykur (2pakkar)
2 egg
4 tsk vanilludropar
4 msk sýróp

Neðri kakan voru 2 Rice Krispies botnar með salted caramel á milli:
200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
200 g Mars súkkulaði
8 msk síróp
10 bollar Rice Krispies
*Sölt karamella á milli:
Sjá: *http://www.heidiola.is/sukkuladikaka-med-saltri-karamellu-grofukakan/

Svo setti ég hvítan sykurmassa (fondant) yfir þær báðar, bláa kakan var svo sett varlega ofa á hina. Við Kristbjörg hjálpuðumst svo við að skreyta hana svona sætt, vorum reyndar búnar að gera skrautið (betra að skrautuð fái að harðna smá, svo gott að gera það nokkurum dögum áður) og kláruðum að setja hana alla saman á laugardeginum. Boðið var svo að sunnudegiunum. Þetta tók sinn tíma, en vá hvað þetta var gaman og við vorum svo glaðar með útkomuna 🙂 Kristbjörg sýndi mér svo alveg nýja hlið á sér og var alveg með „touchið“ í skreytingunum 🙂
Við gerðum líka cake pops pinna með blárri köku inní og hafði ég rjómaosta krem saman við þá og þeim dýft í hvítt súkkulaði 😛
IMG_8309

Made by Heidi Ola og Kris J 😉