Þessi dásamlega brownie kaka er tilvalin til dæmis sem pása desert, hún allvega með nóg af súkkulaði 
En ég gerði þessa köku fyrir ári síðan fyrir páskana, en svo duttu nokkar uppskriftir út af síðunni minni þegar hún var uppfærð og ég er að vinna í því að koma þeim öllum inn aftur en þessi var greynilega vinsæl þar sem ég hef fengið fjölda fyrirspurna um hana síðan svo hér kemur hún aftur, njótið vel.
Ps: Ég notaði ég Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði en í dag notaði ég Nóa Síríus súkkulaði af því ég átti það til, en það skemmtilega við þessa köku að þið getið svolítið leikið ykkur með hvaða súkkulaði þið viljið hafa í henni bara það sem ykkur finnst gott til dæmis mintu, mig lagnar að prófa næst að setja piparlakkrís kurl 
Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
Hitið ofninn í 170 gráðu hita.
- 3 egg
- 300 g. púðursykur
- 2 tsk. vanilludropar
- 90 g. hveiti
- 2 tsk. lyftiduft
- 1/4 tsk salt (1 tsk. fyrir þá sem vilja fá meira saltbragð)
- 200 g. smjör
- 300 g. Síríus konsum 70% súkkulaði
- 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkukaði , saxað grót
- 100 g til skreitingar ofan á.
- Þreytið egg, vanilludropa og púðursykur saman þangað til blandan verður ljós og létt.
- Blandið öllum þurrefnunum saman og sigtið ofan í blönduna og hrærið rólega saman við.
- Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í pott yfir lágum hita og blandið saman við, hrærið varlega þar til allt hefur blandast vel saman.
- Skerið 200 g. Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og blandið saman við deigið og hrærið léttilega.
- Smyrjið eldfast bót og setjið deigið í. Bakið í 25 mín.
- Þegar kakan er tekin út brjótið þá 100 g. af Freyju Rís saltkarmellusúkkulaði í grófa bita og setjið strax ofan á kökuna svo það nái að bráðna ofan á. Gott er svo að láta kökuna kólna aðeins áður en hún er skorin.
- Kakan á að vera blaut í sér þegar hún er tekin úr ofninum. Gott að bera fram með ís eða rjóma!
ps. ég setti bitana með sem fara ofan á með í ofin í dag en mæli frekar með að gera það eftir á, ég gerði það með þessa