Tag Archives: kanill

Var að prófa um daginn að gera hollari uppskrift af piparkökum en það var uppskrift sem ég fann á erlendri síðu sem notaðist við Sukrin í uppskriftina og nota ég þann sykur mikið í mínar uppskriftir, en því miður þá fannst mér þær alls ekki nógu góðar, alltof bragðlausar og líka ekki nógu stökkar. En ég prófaði svo þessa hér sem er bara inná sukrin.com og getur maður valið Ísland þar á forsíðunni og þá koma upp fullt af sniðugum uppskriftum með Sukrin í og var þessi svo mikið betri, en í henni er líka smá síróp og notaði ég síróp frá Sukrin líka, rjómi, og pipar sem ég var ekki með í hinum. En það má skipta hveitinu út og nota möndlumjöl eða spelt í staðin.

Eitt af mínu uppáhalds í jólaundirbúningnum er að fá góðan ost ofan á piparköku toppað með sultu, mæli með að þið prófið :)[do_widget „Featured Image“]

 

  • 150 g smjör
  • 100 ml létt síróp
  • 200 ml (180 g) Sukrin
  • 100 ml rjómi
  • 500 ml (300 g) hveiti
  • 100 ml (60g) FiberFin (gefur meira af trefjum og lægri sykurstuðul, má skipta út fyrir hveiti)
  • 1/2 tsk negull (duft)
  • 1/2 tsk engifer
  • 1/2 tsk pipar
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk lyftiduft
  • 100 ml hveiti til að nota þegar deigið er flatt út

 

Leiðbeiningar
Blandið sírópi, Sukrin og smjöri saman í potti. Hitið þar til Sukrinið er bráðnað. Takið pottinn af hellunni og kælið blönduna örlítið. Hrærið rjómanum út í. Blandið hveiti, FiberFin, kryddi og lyftidufti við og hrærið vel. Breiðið yfir deigið og látið standa við stofuhita þar til þú ert tilbúinn að gera piparkökurnar.

Hnoðið deigið og fletjið út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Mótið kökurnar.
Bakið á ofnplötu með bökunarpappír í 8-10 mínútur við 175°C. Kælið kökurnar á grind.

Þegar piparkökurnar eru nýbakaðar eru þær aðeins mýkri en venjulegar piparkökur. Ef þær eru geymdar í kökuboxi í nokkra daga þá verða þær jafn stökkar og góðar og þær venjulegu.

Innihaldsefni í 100 gr
Orka: 276 kcal • prótein: 4,7 • kolvetni: 26,2 • fita: 16,9 • trefjar: 5,4

Nú þegar jólin nálgast, þá er tilheyrir á mörgum heimilum að hafa grjónagraut. Ég er sjálf alin upp við grjónagraut með möndlu í á jólunum, en svo hefur það verið þannig síðustu ár að við höfum sett möndluna bara í frómasinn sem er í dessert þar sem allir eru svo saddir að það þýðir ekkert að hafa grjónagaut á aðfangadag sjálfan. En ég hef alltaf haldið mikið uppá grjónagraut og langaði mig að prófa að gera aðeins hollari útgáfu og heppnaðist það svona rosalega vel :)[do_widget „Featured Image“]Fyrir tvo

Innihald:

  • 2 dl Perlubygg
  • 5 dl vatn
  • 5 dl létt mjólk eða fjörmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dropar vanillu stevia eða 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl Heilkonar morgungrautur / byggflögur (má sleppa)
  • Rúsínur (má setja ofan á í lokin eða sleppa)

Ofan á:

  • Kanill
  • Sukrin
  • Smjör

Sauð perlubyggið í 15 mín. Helti þá vatninu af og setti mjólkina í, ég vildi fyrst sjóða grjónin svo þau yrðu extra mjúk. En það má líka leggja þau í bleyti yfir nótt. Hitaði þá þar til hann fór að sjóða með mjólkinni, lækkaði þá undir og setti allt hitt útí. Hrærði því vel saman.

Borin fram og toppaður með kanilsykri, ég nota Sukrin sykur og hreinan kanil saman og smá íslenskt smjör.

Ps: Var líka með steikta lyfrapylsu og blóðmör borið fram með sukrin sykri fyrir hann Ella minn og Heimir auðvitað 🙂

Það er hægt að gera múffunar á allskonar vegu! Hér er ein sem ég gerði um daginn með eplum og kanil.[do_widget „Featured Image“] Hitið ofnin í 200°C

  •  4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 1 skvísa Ella´s epla og banana barnamauk
  • 4 egg
  • 4 lítil eða 2 stór epli skorin í litla bita (ég hafði hiðið með, val)
  • 1 kúfuð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2-3 tsk kanill
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir
  • 4 msk rúsínur má sleppa.

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín. Ég set ýmist í pappaform eða silkon form. Bestar heitar með smjöri og osti. Annars hægt að grípa með sér í nesti á morgnna einar og sér með kaffibollanum eða einum ísköldum Hámark 😛

Made by Heidi Ola 😛

Lesa meira

Var að fá þessa gúrme uppskrift frá henni Snæfríði sem er í þjáflun hjá mér og fékk leyfi til að deila henni með ykkur 🙂 mæli með að þið prófið…namm bara gott og snyðugt að gera tibúið daginn áður í morgunmat eða nesti fyrir þá sem hafa lítinn tíma á morgnanna.
[do_widget „Featured Image“] Þú þarft:
1 epli
85gr haframjöl
1 bolli möndlumjólk
2 msk hunang
1 tsk kanill
2 hnefa fyllir blackberries

Flysjaðu eplið og skerðu niður í bita. Settu bitana á pönnu með smá vatni og steiktu þangað til eplin verða alveg mjúk. Þetta tekur 8-10 mín. Blandið höfrunum, möndlumjólkinni, einni msk af hunangi og kanil saman og hrærið. Hellið síðan útá eplin.
Blandið blackberries og einni msk hungangi saman og setjið í blandara. Setjið þetta í glas hvert ofan á annað. Þið getið sett ber ofan á líka. Setjið í ískápinn í minnsta kosti sex klukkutíma.

Made by Snæfríður
insta: @islandssol

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira