Tag Archives: grískjógúrt

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Ostafyllt kjúklingabringa

Ég byrja á að krydda bringurnar, á þessar notaði ég Cajun BBQ krydd frá Pottagöldrum. Skar svo smá rauf í bringurnar og tróð mexicoost ofan í. Setti þær í eldfast mót með smá vatni í botninum til að halda þeim safaríkum og mjúkum. Síðan sprautaði ég smá BBQ sósu yfir þær. Lokaði svo raufinni með léttu pepperoni frá SS sem ég var búin að gera krispí með því að steikja það á pönnu. Dassaði svo Heitu Pizzakryddi frá Pottagöldum yfir líka bara svona af því ég var komin í pepperoní gírinn 🙂

Bakað svo í ofni við 200 gráður í sirka 20 mín.

Fyllt sæt karfafla

Sæt kartafla
Fersk salsa, ég notaði gular baunir, tómata og gúrku. Gott að hafa lauk líka.
Rifin ost, ég notaði fjörmjólkurost. Og stundum smá af mexico ostinum líka. Ég sem sagt elska ost 🙂
Sker karföfluna í tvennt, baka í ofni í 30 mín. Tek hana svo út og sker í hana raufar (tígla) smurði yfir hana íslensku smjöri (getið notað olíu, eða í kötti spreya ég bara smá pam spreyi). Salta smá með maldon salti. Setti svo ferksa salsa yfir og var búin að skera smá af pepperoní líka í það. Setti svo rifin ost yfir og baka aftur í ofni í um 20-30 mín. Dassaði smá Heitu pizzakryddi yfir þetta líka.

Sósa með getur verið hvaða sósa sem er en ég notaði mína uppáhalds þessa dagana sem er góð með svo mörgu 😛

1/2 dós Sýður rjómi 5% á móti sirka jafn mikið af Grískri jógúrt
1msk Agave sýróp
1-2 Pressað hvítlauksrif
Svartur pipar eða sítrónupipar
Kreysta smá sítrónu útí