Flokkur: Kvöldmatur

Fljótlegt, hollara en venjuleg pizza og svo gott!!! Oft er venjuleg pizza svolítið mikið brauð „kolvetni“ og lítið að kjöti „próteini“ en þegar ég geri pizzu sjálf heima þá hef ég mikið álegg og minni botn, og ein einföld útgáfa ef þú vilt sleppa við að gera botnin frá grunni.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • Tortilla pizza kökur
  • 1 askja Sveppir (ég notaði heila af skornum sveppum þar sem mér finnst aldrei of mikið af sveppum)
  • 1/2 Rauðlaukur
  • Létt pepperoni
  • 2 Kjúklingabringur
  • Létt rjómostur
  • Salsasósa
  • BBQ sósa
  • Rifin pizza ostur (í þetta skiptið átti ég til maxico ost og reif smá af honum með)
  • Mulið doritos (hægt að nota hollara snakk)
  • Toppað Pizza Topping garlic & onion sósu frá Santa Maria.

Steiki sveppi og rauðlauk á pönnu, ég nota Isio olíu og smá ísl smjör, bæti svo smá rauðvínsediki og Sukrin gold púðursykri á pönnuna í lokin. Set til hliðar í skál. Sker kjúklinga bringur í lita bita, kridda með kjúklinga kriddi og mexico kriddi frá pottaglöldrum, getið notað hvaða kridd sem er. Steiki á pönnu, set til hliar í aðra skál og velti uppúr smá BBQ sósu.

Set tortilla pizzu botana á bökunarplötu með smjörpappír undir. Set set salsa sósu á hvern botn. Raðið svo öllu álegginu á eins og þið viljið, ég byrja á pepperoni, lauk&svepp, kjúlla, rjómostur settur með skeið í litlar klessur, ostur, doritos og inní ofn. Bakað í 8-10 mín. Toppað áður en þið berið fram með garlic sósunni 😛

Made by Heidi Ola 😉

Langaði svo mikið í eitthvað djúsí….átti til hakk og áðkvað að prófa henda því í einskonar mexico eðlu.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 500g Hakk
  • 1 rauð paprika skorin smátt.
  • 1 krukka salsa sósa
  • 2 tómatar, hakkaðir.
  • 1 askja Philadelphiaostur
  • 1 poki pizza ostur
  • Nachos flögur
  • Jalepeno úr krukku (val)

Kryddin sem ég notaði á hakkið: Guacamole krydd frá The spice tree, Fiesta de Mexico frá Pottagöldrum, Chilli Powder og smá tabasco sósa. (en annars er hægt að nota líka tilbúið tacokrydd í poka)

Smyrjið rjómaostinum í botnin á eldföstu móti.
Steikið hakkið á pönnu ásamt paprikunni kryddið eftir smekk. Bætið svo tómötum og salsasósu á pönnuna. Hellið svo öllu af pönnunni yfir rjómaostin, stráið ostinum yfir og raðið eða myljið nokkrum Nachos flögum yfir og raðið jalepeno ef þið fílið sterkt. Bakið í ofni í 10 mín eða þar til osturinn er orðin vel bráðin.

Gott að bera fram með nachos flögum, salati, guacamole og síðrum rjóma.
img_0357Made by Heidi Ola 😉

Ég skellti í einn mjög einfaldan kjúklingarétt í kvöld sem ég hafði ekki gert mjög lengi, cravaði í eitthvað með góðri sósu og grjónum. Hafði ekki prófað að setja sveppi í hann áður en það kom mjög vel út.
[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°

  • 3 Kjúklingabringur
  • 200gr Brokkolí
  • 1 Dós sveppir
  • 1 Piparostur
  • 1 Matreiðslurjómi

Byrjaði á að sjóða brokkolíð örstutt í potti þar sem ég var með frosið brokkolí og vildi ná vökvanum af, setti það svo í sigti.
Skar bringurnar niður í bita, kryddaði með sítrónupipar en þið getið notað hvaða krydd sem er, steiki á pönnu eða bara rétt loka bitunum.

Geri sósu í öðrum pott:
Skar niður piparost og bræddi í matreiðslurjóma. Hellið sveppum útí. Hellið svo sósunni yfir kjúklingin og brokkolíð í stóru eldföstu móti og setjið í ofnin í 20 mín.

Borið fram með hrísgrjónum:

  • 150gr grjón

Sigta grjónin með vatni, næ hvítu slikjinni af og set svo í pott með vanti, smá salt og olí. En með því að sigta þau fyrst þá verða þau mýkri.

Whola

Maís hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég var lítil var þetta uppáhalds maturinn minn ég vildi hreinlega bara hafa maís einan og sér í matinn, kallaði það að hafa “gult í matinn”
Veit fátt betra í meðlæti með mat en heilan maís og ef það er hægt að vá þá svona í hýðinu þá er það best!

Toppurinn er svo að grilla hann og ef þið hafið ekki prófað þetta þá bara verðið þið að prófa!![do_widget „Featured Image“]

 

  • Heilir maísstönglar í hýðinu
  • Íslenskt smjör án salts
  • Sjávarsalt
  • Ferskt lime

Takið maísstönglana úr hýðinu, smyrjið með smjöri og setjið í álpappír á heitt grillið í 20 mín. Snúið reglulega. (sumir kjósa að láta þá lyggja áður í vatni í 10 mín, en ég hef bara skellt þeim beint á grillið)

Saltið með sjávarsalti og kreistið ferkt lime yfir.

13410384_10153642022452423_1513196312_o

Ég var með grillaðan hamborgara frá Kjötkompaní, kís að nota gæða kjöt og keypti maísstönglana líka þar. Brauðið fylgir með borgurunum. Á hamborgarann setti ég ferskt guacamole, 5% sýrðan róma, ost, kál, tómata, gúrku, steikta sveppi og lauk. Toppaður með andareggi (beint frá mínu býli) og steiktu beikon.

Svo hamborgari þarf alls ekki að vera svo óhollur

Heidi Ola 😉

Ég er búin að hugsa svo mikið um góða súpu síðustu daga svo ég ákvað að prófa malla saman eina gúrme sveppasúpu og reyndi að gera hana svona í hollari kantinum.  Ég elska allt með sveppum og segi að það sé aldrei nóg af sveppum í neinu svo það er nóg af sveppum í þessari súpu!

Sveppasúpa

  • 250 gr flúðasveppir
  • 150 gr kastaníusveppir
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 dl mjólk (ég nota fjörmjólk)
  • 1-2 dl vatn  (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa hana, getið svo þykkt hana með jafnara)
  • 1 góð tsk villikraftur frá Oskar
  • 1 góð tsk grænmetiskraftur frá Oskar
  • smá salt og pipar, smakka til eftir smekk.

Skerið sveppina niður, ég skar þá frekar gróft, fer eftir smekk, má mauka alveg í matvinnsluvél. Skerið laukinn mjög smátt niður, pressið hvítlauksrifin og steikið í potti með smá smjöri eða olíu og bætið sveppum svo saman við. Steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo kókosmjólk, mjólk , vatni og kröftum saman við. Bætið svo smá salt og pipar útí og smakkið til. Látið suðuna koma upp, lækkið svo undir og látið malla á vægum hita í 15 mín.

[do_widget „Featured Image“]

Beikonvafin ostasamloka

Svo elskar kærastinn minn allt með beikoni svo það var win-win beikonvafin ostasamloka með súpunni 🙂 En þessi samloka er náttulega ekki á hollustu listanum en hún rugl góð 😛

  • 2 brauðsneiðar (já! ég var með eins mikið fransbrauð og hugsast getur 🙂
  • ostur (já! var með Gotta ost í þetta skipið )
  • Beikon (já! bara venjulegt Ali beikon ekki fituminna:) verður að vera frekar langt beikon, til að ná utan um brauðið )

Gerið samloku með osti og pakkið henni svo inní beikon á alla kanta og steikið á pönnu! Einfalt, skothelt, ógeðslega gott og ég meina hálf svona er allt í góðu þegar súpan er bráð holl 😉

Made by Heidi Ola 😉

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

  • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
  • 1/2 sítróna kreist
  • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
  • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
  • Salt og pipar
  • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

  • 1 skorið mango
  • 1/2 skorin ananas
  • 2 avocado
  • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
  • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
  • 1/2 rauðlaukur saxaður
  • 1 kreist lime
  • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉

Ég prófaði að gera kúrbíts pasta um daginn, það kom það skemminlega á óvart 🙂 Það er mjög gott og mun kolvetna minna en venulegt pasta.[do_widget „Featured Image“]Þið getið sett það sem ykkur dettur í hug í pastað en ég var með:

  • 2 kúrbítar rifnir niður
  • 3 kjúkklingabringur (notaði allan pakkann, áttum afgang í nesti)
  • 1 bakki sveppir skornir smátt
  • 1 rauðlaukur skorin í strimla
  • 1 askja af kotel tómötum skornir í helminga
  • 1 avocado skorið í teninga
  • 1 mexico ostur rifin niður eða skorin í tenginga

Skar fyrst niður sveppi og lauk og steikti á pönnu með smjöri og smá hvítvíns vineger til að gera smá sætt bragð. Ég elska að gera það þegar ég steiki lauk og sveppi en það má alveg sleppa því. Setti svo laukin og sveppina í sigti og lét bíða. Skar næst niður kjúklinginn niður í smáa bita, kryddaði með sítrónupipar og steikti á pönnu með smá olíu. Lét hann svo malla með lokið á pönnunni á meðan ég setti kúrbítinn í matvinnsluvélina og skar niður allt hitt. Blandið þessu svo öllu saman og setjið sósu yfir ef þið viljið það má líka sleppa eða nota einhverja góða olíu.
IMG_3588IMG_3586 (1)IMG_3585IMG_0020IMG_3589
Ég gerði sósu úr grískri jógúrt og 5% sýrðum rjóma kryddaði með guacamole kryddi sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni uppá höfða.
Made by Heidi Ola 😉

Við prófuðum í fyrsta skipti að grilla urriða í heilu lagi um helgina og var það ótrúlega einfalt og gott.
Afi gaf okkur urriða sem hann veiddi í Þórisvatni með honum vorum við með kartöflur úr garðinum okkar, ferskt salat með rifnum gulrótum, hollandaise sósu og grillaða sveppi fyllta með Ljótur ost.
IMG_3230

  • Við vorum með 3 meðal stóra urriða sem búið var að hreinsa
  • Sirka 100gr Smjör
  • 2 Sírtónur 1 og 1/2 hálf sem ég skar í sneiðar og notaði svo hálfa til að kreista smá yfir hann líka.
  • Blóðberg efir smekk og hægt að nota annað krydd
  • 1 msk Olía
  • 1 msk Epla edik
  • Maldon salt
  • Svartur malaður pipar
  • Skar Íslenskt smjör með ostaskera og lagði smjörsneiðar inní hann, skar svo sítrónu og raðaði inní og setti nokkura blóðbergs stilka með inní. Pennslaði svo með olíu og epla ediki og kryddaði með salt og pipar. Elli minn sér svo um grillið og grilluðum við hann í 7 mín á hvorri hlið við vorum með sérstka grillgrind frá Weber en það er líka hægt að nota álpappír eða einnota grillbakka. En passa að setja olíu á fyrst svo roðið festir ekki við.[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_3229
Made by Heidi Ola 😉

Þessi kom skemmtinlega á óvart Ég var bara að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa að gera mitt eigið lemon og herb krydd þar sem það eina sem til var í búðinni var stútfullt af aukaefnum. Ég vil helst nota eins nátturuleg og hrein krydd og ég get, eins og ég hef áður sagt þá nota ég mest kryddin með græna miðanum frá pottagöldrum (án aukaefna) og blanda oft nokkrum saman. Ég átti svo til timmian sem við Elli höfðum týnt um daginn og þurrkað. Ég var búin að tékka hvaða krydd væru helst í lemon og herb dressingum og ákvað að prófa bara að blanda mína eigin blöndu og kom það ótrúlega vel út.
[do_widget „Featured Image“] Hitaði ofnin á 200° grill.

Sauð ferskan aspas í 5 mín í vatni með smá maldon salti.
Blandaði saman dass af þessu öllu í skál með skeið (gott að nota mortel ef þið eigið það til):
• Rósmarin
• Timian
• Steinselja
• Estragon
• Oregano
• Maldon salt
• Kreist sítróna
• Agave sýróp
Penslaði laxinn (frá Hafinu) með öllu saman og setti í ofn í 10-15 mín, tíminn fer eftir hversu þykk flökin eru. Setti aspasin með í annað fat í ofnin og grillaði hann með í sama tíma.
Setti kartöflu konfekt með í ofnin sem ég fæ tilbúnar í ofnin frá Hafinu (stundum ekki tími fyrir of mikið ves)
Á meðan gerði ég hollandaise sósu úr pakka.
Svo skar ég dýrindis grænmeti sem við fengum gefins beint úr gróðurhúsinu í Reykholti í Biskupstungum. Græn búna pakrikan sem kallast súkkulaði paprika og er aðeins sætari en venjuleg græn paprika.IMG_2534
Gaman að týna svona sjálfur 🙂 settum bara á dagblöð og létum þorna og setti svo í krukku 🙂 (Froosh krukkurnar koma sér vel).

Made by Heidi Ola 😉

 

Svo margir búnir að senda mér hvað ég gerði við sætu karföluna með laxinum um daginn 🙂
Grillaður lax með fylltri sætri kartöflu, ferksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
[do_widget „Featured Image“] Sæt kartafla (fyrir 2)

Stillti ofnin á 200°.
Skar eina stóra kartöflu í tvennt. Pakkði þeim inní álpappír og setti í ofnin í 45mín (fer eftir því hversu stórar þær eru, en allvega þannig að þær verði frekar mjúkar).
Á meðan steikti ég smátt skorinn rauðlauk á pönnu ásamt gulum baunum. Þannig að baunirnar brúnist smá.
Tók kartöfluna svo út úr ofninum og skar vel í hana með hníf án þess samt að fara í gegnum hýðið, hafði álpappírinn enn um hana hálfa. Smurði hana með smjöri og salti. (má sleppa). Krafsaði smá í hana og setti feta ost (getið líka sett smá af olíunni af feta ostinum og sleppt smjörinu). Set síðan lauk og baunir yfir. Setti svo smá rifin ost yfir í lokin (má sleppa).

Lax

Ferskur lax frá Hafinu Fiskverslun. Set dass af ólífuolíu á álpappírinn svo roðið festist ekki alveg við. Kryddaði hann með sítrónupipar, settur á grillið í sirka 7-10 mín fer eftir þykkt. Kartölunar setti ég með á grillið í þann tíma og bakaði þær enn betur og bræddi ostinn 🙂

Bar fram með freksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.

Hér er önnur uppskrift sem ég gerði með svona fylltri kartöflu 🙂

http://www.heidiola.is/osta-fyllt-kjukligabringa-med-pepperoni-og-fyllt-saet-kartafla/

Made by Heidi Ola 😉