Hér uppskrift sem ég gerði um daginn og var birt á mbl.is en þetta eru ofureinfaldar haframúffur og tilvaldar til að grípa með sér í nesti á morgnanna eða smyrja nýbakaðar og hollur biti til að gefa litlu krílunum.
Haframúffur Heidi
Hitið ofninn í 200°.
- 2 stappaðir bananar (betra að hafa þá vel þroskaða)
- 2 egg
- 8-10 bollar af höfrum (fer svolítið eftir hversu stórir bananarnir eru, þetta á að vera smá klístrað, ekki of þurrt) Ég nota hafra frá Til hamingju.
- 1 Ella´s Kitchen-barnamauksskvísa með Strawberries + apples (getið notað hvaða bragð sem þið viljið).
- 1 dl Ab-mjólk, ég nota laktósafría frá Örnu.
- 2 msk. Sukrin Gold-púðursykur – gott úrval af sykurstaðgenglum í Nettó.
- 2 tsk. vínsteinslyftiduft
- ½ tsk. salt
Aðferð:
- Stappið banana saman og setjið í skál, setjið svo öll hin innhaldsefnin út í og hrærið með sleif eða í hrærivél.
- Setjið í muffins-pappaform, silicon eða álform (ekki gleyma að spreyja með olíu), getið líka sett í brauðform og þá er þetta eins og eins konar bananabrauð.
- Það skemmtinlega við þessa uppskrift er að þið getið í raun bara sett það sem ykkur dettur í hug hverju sinni út í, t.d. haft aðra bragðtegund af skvísu, í stað Ab-mjókur getið þið notað súrmjólk eða jógúrt, getið notað hvítan Sukrin-sykur og bætt svo því sem ykkur dettur í hug út í eins og t.d. rúsínum, döðlum, chia-fræjum, kókosmjöli. Svo er hægt að smyrja þær með hverju sem er eins og smjöri, osti eða hnetusmjöri. Fyrir börn sem eru nýfarin að borða má líka mylja hafrana í matvinnsluvél eða mixara áður, gera þá fína eins og hveiti.
Hér er öll greinin af mbl.is