Tag Archives: sukrin gold

Uppskriftin sem ég hef lofað svo oft hér inn er loksins komin í sinni bestu útfærslu og var reyndar birt fyrst á mbl.is í nýjum pistli sem heitir Matarást og þegar ég var beðin um að gefa upp uppskrfit sem Elli væri með mesta matarást af var ég ekki lengi að hugsa og vissi að hann mundi segja „Beikonpastað“ þegar ég spurði hann 🙂

Myndir: Vilhelm Gunnarson

„Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“

En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best:

Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu

Uppskrift:

  • 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum.
  • 1 pakki beikon.
  • 2 kjúklingabringur (má sleppa).
  • ½-1 pakki skinka.
  • 1 bakki sveppir.
  • 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu.
  • ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma.
  • 1 tsk kjötkraftur.
  • Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri.

 

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum.
  • Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk.
  • Skerið sveppi niður og steikið á pönnu.
  • Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu.
  • Skerið skinku niður í smáa bita.
  • Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við.
  • Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost.

Getið séð alla greinina af mbl hér: Matarást á mbl.

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

  • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
  • 1/2 sítróna kreist
  • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
  • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
  • Salt og pipar
  • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

  • 1 skorið mango
  • 1/2 skorin ananas
  • 2 avocado
  • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
  • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
  • 1/2 rauðlaukur saxaður
  • 1 kreist lime
  • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉

Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)

IMG_1480

[do_widget „Featured Image“]

Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!

IMG_1491

Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P

By Heidi Ola 😉