Tag Archives: protein

Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)

IMG_1480

[do_widget „Featured Image“]

Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!

IMG_1491

Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P

By Heidi Ola 😉

Á veturnar er ekkert betra í kuldanum en heitt súkkulaði í bolla, kúruteppi og dúnskokkar 🙂

Ég fæ mér yfirleitt alltaf eitthvað smá áður en ég fer að sofa eða ég passa að fara allvega aldrei svöng að sofa og vil skammta vöðvunum prótein jafnt og þétt allan daginn. Casein prótein er sérstaklega hannað til að skammta vöðvunum prótein yfir nóttina eða í allt að 8 tíma. Það er mjólkurprótein sem meltist hægar. Og kemur því í veg fyrir vöðva niðurbrot. Það má alveg taka casein prótein á öðrum tíma dags líka, og eru sum prótein blanda af mysu próteini(whey) og mjólkur próteini(casein).
Casein eða mjólkurpróteinið er einnig betra eða meira gúrm í flest allt sem maður brasar úr próteini eins og t.d. prótein fluff og það er gott að gera búðing úr því líka. Það er þéttara í sér og það góða við það að það seðjar magann meira en whey próteinið svo þetta er fullkomið til að fá sér fyrir svefnin ef fólk er í átaki því þú ferð ekki svangur að sofa, og fitnar síður af próteini.
[do_widget „Featured Image“] Hér er uppskrift af heitu casein prótein kakó:

1 skeið (30g) Súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
1 bolli vatn.
1 tsk stevia sykur frá Via-Health (val, þarf alls ekki)
Dass af maldon salti
Dass af Walden farms pönnuköku sýrópi (val)

Próteinið sett í pott með 1 bolla af vatni og hitað en látið ekki sjóða. Hita bara vel. Bætið öllu útí sem þið viljið. Og hræra svo með písk. (Hef prófað að sjóða vatn og hella í bolla með próteini eða nota öbbann, það virkar ekki, það fer allt í kekki.)

Ég nota oft líka bara casein prótein og vatn. Hitt þarf alls ekki, bara gaman að breyta til og prófa sig áfram í að gera þetta aðeins meira gúrm 🙂 Ég geri líka stundum vel við mig og nota möndlumjók eða fjörmjólk í staðin fyrir vatn. Einnig prófað allskonar bragð af stevia dropum og jurtarjóma 🙂

Made by Heidi Ola 😉

Hot Delicious Moka protein coffee.

1 skeið Delicious Moka prótein frá QNT
Sett í pott með vatni sirka 300ml. Hita þar til það er orðið vel heitt en samt ekki sjóða.
Helti svo góðum dreitil af kaffi útí pottinn í lokinn. Ég á ekki nema pressu könnu. Og notaði uppáhalds kaffið mitt sem er caramel Starbucks kaffi sem fæst í Kosti. Getið notað bara hvaða kaffi sem er eða sleppt því alveg.

IMG_8795

Einfaldara veður það ekki.

By Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Ég er búin að prófa þennan til lengi, ég elska allt með karamellubragði og er þetta prótein frá QNT uppáhalds mitt með Cookies and cream bragði algjört…gúrme 😛

[do_widget „Featured Image“]

1 skeið Deliciuous Whey prótein frá QNT. (ég notaði Cookies and cream bragð, hægt að nota hvaða bragð sem ykkur dettur í hug)

Klakar. (ég nota alveg 6 stóra klaka)

Kaffi eftir smekk, ég nota ofast 1 faldan expresso, og set svo nokkra dropa af karmellu stevia eða sykurlausu karmellu kaffi sýrópi útí. (en í þetta skipið notaði ég karmellu kaffi, og þá 1 bolla og bæti ekki vatni við því ég notaði svo mikið af klaka.) (karmellu kaffi fæst t.d. í Kosti)
Ef ég nota expresso kaffi þá set ég smá vatn með, bara eftir hversu þykkan þú vilt hann.

Einnig nota ég stunum smá möndlumjók, soya mjólk eða undanrennu. (má sleppa alveg)

En í dag er sunnudagur svo ég setti á hann smá jurtarjóma 😛

Frábær í millimál þessi
Aðeins 124 kcal í einum skammti af próteinunu (30g).

Made by Heidi Ola 😉

Í þessum er:

1 skeið QNT Delicious whey prótein með vanillubragði.
1/2 grænt epli.
7 stikki frosin jarðaber.
7 græn vínber, bætti þeim við af því ég átti þau til 🙂
50ml. Möndlumjólk.
Smá vatn.
4x klakar.

Poppkex (lightly salted rice crackers frá Quaker úr Kosti)

Með lífrænu hnetusmjöri og grænu epli…jumm 😛