Tag Archives: kókosmjöl

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

Lesa meira

Ég hef verið að prófa mig áfram með holla hafraklatta, snilld að eiga og grípa í á morgnanna á leiðinni út úr dyrunum, ef þið hafið ekki tíma til að gera hafragraut.
Ég fæ mér oft prótein sjeik eða Hámark og 3-4 (sirka 40gr) litla hafraklatta í morgunmat. (mínir eru á stærð við stærrri gerðina af smákökum). Hér kemur ein uppskrift og mun ég koma með fleiri gerðir….En þið getið í raun bara hennt því sem ykkur dettur í hug í þá, það sem til er í skápunum, mjög einfallt og þarf ekki einu sinni hrærivél, getið alveg hrært í skál bara með skeið, gaffli eða höndunum.
[do_widget „Featured Image“] Hafraklattar #vol1

3 bollar hafamjöl
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
1-2 msk hnetusmjör
7-9 mjúkar döður, skornar smátt (eftir hversu sætar þið viljið hafa þær, en munið döðlur mjög háar í kcal, líka of góðar:)
1 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 maldaon salt (fínt malað)
1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:)

Hræri öllu vel saman og set svo á bökunarplötu með smjörpappír eins og smákökur, eða allt í eitt sílikon form og sker svo niður.
Bakað í sirka 30 mín. Eða bara þar til þær eru orðnar smá brúnar.

Translate/

Lesa meira