Tag Archives: beikon

Uppskriftin sem ég hef lofað svo oft hér inn er loksins komin í sinni bestu útfærslu og var reyndar birt fyrst á mbl.is í nýjum pistli sem heitir Matarást og þegar ég var beðin um að gefa upp uppskrfit sem Elli væri með mesta matarást af var ég ekki lengi að hugsa og vissi að hann mundi segja „Beikonpastað“ þegar ég spurði hann 🙂

Myndir: Vilhelm Gunnarson

„Ég hef prófað nokkrar útfærslur af þessum rétt, stundum nota ég beikon, kjúkling og skinku og stundum bara beikon og skinku. Það er líka mjög gott að setja pepperoni ef þið fílið það og nota þá pepperoníost í sósuna.“

En hér kemur svona eðalútgáfan sem okkur finnst best:

Tortellini með karamelluðu beikoni og rjómaostasósu

Uppskrift:

  • 2 bakkar af tortellini með skinkufyllingu. Finnst best að nota þessi fersku sem eru geymd í kæli í búðunum.
  • 1 pakki beikon.
  • 2 kjúklingabringur (má sleppa).
  • ½-1 pakki skinka.
  • 1 bakki sveppir.
  • 2 kryddostar með beikoni og papriku frá Örnu.
  • ½ lítri af rjóma. Ég nota Örnu rjóma.
  • 1 tsk kjötkraftur.
  • Dass af Sukrin gold púðursykri eða venjulegum sykri.

 

Aðferð:

  • Hitið ofninn í 200 gráður.
  • Tortellini sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum.
  • Beikoni raðað á ofnplötu með smjörpappír og púðursykri stráð yfir. Það er líka hægt að nota sýróp eða bæði. Bakað þar til það verður stökkt eða eftir ykkar smekk.
  • Skerið sveppi niður og steikið á pönnu.
  • Skerið kjúklingabringur í smáa bita. Kryddaðar með salt og pipar eða öðru góðu kjúklingakryddi og steiktar á pönnu.
  • Skerið skinku niður í smáa bita.
  • Skerið ostinn í smáa bita og setjið í pott ásamt rjómanum og hitið saman. Bætið 1 tsk kjötkrafti saman við.
  • Blandið svo öllu saman og ef þið eruð fyrir grænmeti með þá er gott að setja litla kirsjuberjatómata eða rauða papriku með og krydda svo smá með basilíku.

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og nóg af parmesanost.

Getið séð alla greinina af mbl hér: Matarást á mbl.

Ég er búin að hugsa svo mikið um góða súpu síðustu daga svo ég ákvað að prófa malla saman eina gúrme sveppasúpu og reyndi að gera hana svona í hollari kantinum.  Ég elska allt með sveppum og segi að það sé aldrei nóg af sveppum í neinu svo það er nóg af sveppum í þessari súpu!

Sveppasúpa

  • 250 gr flúðasveppir
  • 150 gr kastaníusveppir
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 dl mjólk (ég nota fjörmjólk)
  • 1-2 dl vatn  (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa hana, getið svo þykkt hana með jafnara)
  • 1 góð tsk villikraftur frá Oskar
  • 1 góð tsk grænmetiskraftur frá Oskar
  • smá salt og pipar, smakka til eftir smekk.

Skerið sveppina niður, ég skar þá frekar gróft, fer eftir smekk, má mauka alveg í matvinnsluvél. Skerið laukinn mjög smátt niður, pressið hvítlauksrifin og steikið í potti með smá smjöri eða olíu og bætið sveppum svo saman við. Steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo kókosmjólk, mjólk , vatni og kröftum saman við. Bætið svo smá salt og pipar útí og smakkið til. Látið suðuna koma upp, lækkið svo undir og látið malla á vægum hita í 15 mín.

[do_widget „Featured Image“]

Beikonvafin ostasamloka

Svo elskar kærastinn minn allt með beikoni svo það var win-win beikonvafin ostasamloka með súpunni 🙂 En þessi samloka er náttulega ekki á hollustu listanum en hún rugl góð 😛

  • 2 brauðsneiðar (já! ég var með eins mikið fransbrauð og hugsast getur 🙂
  • ostur (já! var með Gotta ost í þetta skipið )
  • Beikon (já! bara venjulegt Ali beikon ekki fituminna:) verður að vera frekar langt beikon, til að ná utan um brauðið )

Gerið samloku með osti og pakkið henni svo inní beikon á alla kanta og steikið á pönnu! Einfalt, skothelt, ógeðslega gott og ég meina hálf svona er allt í góðu þegar súpan er bráð holl 😉

Made by Heidi Ola 😉

Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.

Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.

[do_widget „Featured Image“]

Ofninn hitaður í 200°

Eggja og avocado salat:

2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)

1 stórt avocado

4 msk kotasæla

1 tsk sítrónusafi (má sleppa)

Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)

Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar,  ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
IMG_2319Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.IMG_2321
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma.IMG_2322 Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂IMG_2323IMG_2329

Made by Heidi Ola 😉