Tag Archives: ananas

Mjög einföld uppskrift og það má alveg sleppa ananasinum og kóksflögunum en það gefur rosalsega gott exra bragð í réttinn.

Uppskrift fyrir fyrir 3-4, við erum 2 fullorðin og eitt barn og mér finnst gott að eiga afgang af svona réttum daginn eftir.

Hráefni:

  • 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cookoing olía til steikingar
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Korma sósa frá Patak´s
  • 1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon
  • 1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu
  • 1 lítil dós af ananas bitum
  • 1 dl kókosflögur
  • Rifin ostur 

Meðlæti:

  • 2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum
  • 2 Patak´s Naans brauð

Leiðbeiningar:

  1.  Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.
  4. Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.
  5. Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  7. Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.

 

Uppskrift gerð í samstarfi með https://gerumdaginngirnilegan.is

  • Undirbúningur:15 mín
  • Eldun:30 mín
  • Fyrir:4 
  • 4 Rose Poultry kjúklingabringur

 

  • 1 dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 dl Caj P Grillolía Orginal

 

  • ½ dl Filippo Berio ólífuolía

 

  • Hálfur hvítlaukostur

 

  • 12 pepperoni sneiðar eða sirka 3 á bringu

 

Leiðbeininar:

  1. Hrærið saman BBQ sósu, grillolíu og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.

 

2. Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mín eða yfir nótt.

 

3. Skerið niður osti í langar sneiðar og skerið svo rauf í bringunar og troðið ostinum ofan í.

 

4.Grillið á heitu grilli í 5 mínútur, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur og raðið pepperoni sneiðum á grillið og leggjið svo ofan á       bringurnar þegar það er oðrð stökkt, það er mjög fljótt að grillast.

 

 

 

Meðlæti: Grillaður ananas með BBQ sósu, púðursykri og sjávarsalti

 

  • 1dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

 

  • 1 msk púðursykur

 

  • 1 ½ tsk sjávarsalt

 

Leiðbeiningar:

  1. Takið utan af ferskum ananas og skerið hann í sneiðar, pennslið með BBQ sósu eða veltið honum uppúr í skál og stráið smá púðursykri yfir (má sleppa).

 

  1. Grillið ananasinn í sirka 4 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin mjúkur og farin að brúnast.

 

  1. Stráið sjávarsalti yfir áður en hann er borin fram.

 

Fjótlegt og auðvelt að gera!

[do_widget „Featured Image“] Fiskur:

  • Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
  • 1/2 sítróna kreist
  • Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
  • Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
  • Salt og pipar
  • Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)

Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
IMG_3617IMG_3620

Salsa:

  • 1 skorið mango
  • 1/2 skorin ananas
  • 2 avocado
  • 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
  • 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
  • 1/2 rauðlaukur saxaður
  • 1 kreist lime
  • 2-3 msk saxað kóríander

Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.

Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.

Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
IMG_3622

Made by Heidi Ola 😉