Í byrjun árs setja margir sér einhverskonar markmið. Vilja gera eitthvað nýtt, öðruvísi eða verða betri í einhverju.
Fyrir tveimur árum síðan fór ég á Dale Carnegie námskeið og komst að allskonar nýju um sjálfa mig sem hefur hjálpað mér að efla sjálfstraustið. Ég komst að hlutum sem ég hafði kannski ekki sérstaklega spáð í áður en veit að munu nýtast mér í framtíðinni. Ég hef látið verða af hlutum sem mig langar að gera og framkvæmt meira.
Sjálfstraust er að þora að vera maður sjálfur með öllum sínum kostum og göllum. Við erum oft svo vön að gera það sem okkur þykir þægilegt og kunnuglegt að það getur verið „scary“ að gera eitthvað öðruvísi. Þegar maður prófar, tekur áskorun og það gengur upp þá styrkir það sjálfstraustið.
Alveg eins og í ræktinni; ef við höngum bara á hlaupabrettinu og lyftum aldrei lóðum þá styrkjum við ekki mikilvæga vöðva í efri hluta líkamans. Það getur verið erfitt að breyta rútínunni sinni en þegar vel tekst til þá verður maður sterkari og fjölhæfari. Sjálfstraustið okkar virkar svipað. Með því að gera litlar breytingar á hegðun getum við fengið allt aðra og betri útkomu.
Margir halda að Dale Carnegie sé bara fyrir feimið fólk og þegar ég sagði frá því að ég væri á svona námskeiði urðu flestir hissa því ég virka ekki beint feimin en þetta er alls ekki bara fyrir feimið fólk eða fólk sem ætlar að læra halda ræður eins og ég sjálf hélt fyrst. Ég var mjög stessuð fyrir hvern tíma og vissi ekki hvað ég var búin að koma mér útí eftir fyrsta tímann en vá hvað mér leið vel eftir hvern tíma eftir það og var ánægð með mig. Tilfinningin þegar ég kláraði námskeiðið var svipuð og sigurvíma ég var einhvernvegin á bleiku skýi í nokkra daga 🙂 Ég mæli hiklaust með Dale Carnegie.
Stígðu útfyrir þægindarammann á nýju ári og finndu sjálfstraustið aukast.