Haframuffins með banana og kókos

Þessar múffur eru mjög einfaldar og nota í þær það sem manni dettur í hug. Grunnurinn er haframjöl, egg og bananar svo er hægt að leika sér með hitt. Hér er þetta ein af mörgum útfærslum. Hrikalega góðar í nesi á morganna og ennþá betri nýbakaðar og þá skemmir ekki að skera þær í sundur og smyrja með smá íslensku smjöri eða sykurlausu Nutella frá Diablo 😛

Hitið ofnin í 200°C

[do_widget „Featured Image“]

 

  • 4 bollar haframjöl (ég nota glutein free hafra frá Urtekram, fæst m.a. í Hagkaup, Krónunni, Nettó og Samkaup)
  • 2 bananar (betra að nota þroskaða banana)
  • 4 egg
  • 1 kúguð msk grísk jógúrt (má nota hreint jógúrt eða súrmjólk)
  • 1 dl kókosmjöl (má sleppa)
  • 5 dropar kókos stevia dropar (má sleppa)
  • 1 msk sukrin sykur eða stevia sykur (má sleppa)
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • smá klípa af maldon salti mulið yfir

Öllu hrært saman í einni skál með sleif og gott að setja í muffins form með tvem skeiðum og bakað í 20 mín.

Ég var í bústað með fjölsyldunni um helgina og gerði þessa uppskrift nema bætti í hana döðlum og sykurlausu súkkulaði aðeins svona meira nammidags 🙂

1 dl skornar döðlur, nema ég klippti þær með eldhússkærum sem er mun fljótlega.

1 plata Balace dökkt súkkulði með stevia.

1 banani sem ég skar niður og skreytti með ofan á.

Best að bera þær fram heitar, snyðugar í morgunkaffið eða seinna kaffið um helgar. En ég geri þær oft án súkkulaðis á kvöldin og tek með í næsti á morgnanna, hægt að hita þær aðeins upp aftur eða bara borða kaldar. Það má frista þær líka.

IMG_1247IMG_1246IMG_1245IMG_1244IMG_1243IMG_1242IMG_1241IMG_1240IMG_1239IMG_1238IMG_1236-2IMG_1237

Made by Heidi Ola 😉

Snapchat: heidifitfarmer