Ég fór í hnikk í dag til Magna kírópraktors en ég er búin að fara reglulega til þeirra hjá Kírópraktorastofu Íslands síðan árið 2012 en þá var ég búin að vera undir miklu álagi af æfingum en ég keppti alls 7 sinnum það ár og var í smá erfiðleikum með miklar bólgur í efstu hryggjaliðunum. Ég hef farið reglulega til þeirra og hafa þeir hjálpað mér heilmikið og mæli ég hiklaust með þeim.
Ég mundi alls ekki að segja að hnikking séu eingöngu fyrir þá sem æfa mikið, heldur mundi ég segja að það sé nauðsynlegt fyrir alla að láta athuga líkamann sinn þ.e. hvort allt sé í lagi, við erum jú öll misjöfn. Ég vinn sjálf með líkamann á fólki og það er algengt að fólk kvarti undan verkjum og beiti sér sjáanlega ekki rétt. Til dæmis fólk sem vinnur við tölvur allan daginn er mikið með verki í hálsi og músahendin stíf. Margir með annan fótin styttri, smá mjaðamskekku eða hálsskekkju sem það veit jafnvel ekki af. Það er vert að láta athuga sig, við höfum jú bara einn líkama og eigum að hugsa vel um hann.[do_widget „Featured Image“]
Fyrsti koma til Kírópraktorasofu Íslands byjar á myndgreiningu á hrygg með röntgenmynd.
Blogg by Heidi Ola;)