Tag Archives: lime

Hráefni:

  •  900 gr.  Rose Poultry kjúklingabringur
  • 1 msk Filippo berio cooking olía til steikingar
  • 2 tsk Oskar hænsnakraftur
  • Salt og pipar
  • 1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon
  • 150 ml Kókosmjólk í dós frá Blue Dragon (má nota alla fer eftir hvað þið viljið hafa sósuna þykka)
  • 1 dl Sweet Chilliu sósa frá Blue Dragon
  • 1 dl Gróft muldar kasjúhnetur
  • 3 stk Lime
  • ½ gúrka
  • 1 poki rifin mozarella ostur
  • Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)

Meðlæti:

  • 3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin).
  • 1 pakki Patak´s Naan brauð.

Leiðbeininar:

  1. Hitið ofnin í 200 gráður.
  2. Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.
  3. Hitið pönnu með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.
  4. Setjið krukku af Satay sósu útá pönnuna ásamt, kókosmjólkinni og Sweet chilli sósu og hrærið vel saman.
  5. Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.
  6. Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)
  7. Skerið niður gúrku, graslauk og lime.
  8. Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.
  9. Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).
  10. Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.

Maís hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég var lítil var þetta uppáhalds maturinn minn ég vildi hreinlega bara hafa maís einan og sér í matinn, kallaði það að hafa “gult í matinn”
Veit fátt betra í meðlæti með mat en heilan maís og ef það er hægt að vá þá svona í hýðinu þá er það best!

Toppurinn er svo að grilla hann og ef þið hafið ekki prófað þetta þá bara verðið þið að prófa!![do_widget „Featured Image“]

 

  • Heilir maísstönglar í hýðinu
  • Íslenskt smjör án salts
  • Sjávarsalt
  • Ferskt lime

Takið maísstönglana úr hýðinu, smyrjið með smjöri og setjið í álpappír á heitt grillið í 20 mín. Snúið reglulega. (sumir kjósa að láta þá lyggja áður í vatni í 10 mín, en ég hef bara skellt þeim beint á grillið)

Saltið með sjávarsalti og kreistið ferkt lime yfir.

13410384_10153642022452423_1513196312_o

Ég var með grillaðan hamborgara frá Kjötkompaní, kís að nota gæða kjöt og keypti maísstönglana líka þar. Brauðið fylgir með borgurunum. Á hamborgarann setti ég ferskt guacamole, 5% sýrðan róma, ost, kál, tómata, gúrku, steikta sveppi og lauk. Toppaður með andareggi (beint frá mínu býli) og steiktu beikon.

Svo hamborgari þarf alls ekki að vera svo óhollur

Heidi Ola 😉

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
  • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
  • 2 pressuð hvílauksrif
  • Smá maldon salt
  • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉