Langt síðan ég hef sett inn feita köku!! Fyrsti hittingur eftir sumar pásu hjá Fatness saumaklúbbnum var á sunnudaginn og fannst mér kjörið tækifræri til að prófa eitthvað nýtt og eins og þið hafið kannski tekið eftir þá finnst mér allt með lakkrís gott og ákvað að prófa eina nýja maregs köku, þetta var fyrsta tilraun og heppnaðist bara rosalega vel…..namm :P[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 120°C
Lakkrís marengs
- 3 dl sykur
- 4 eggjahvítur
- 3 bollar Rice Krispies
- 1-2 tsk Svartur matarlitur
- 2 tsk Fínt Lakrids powder eða milja grófa niður, (notaði frá Johan Bulow)
Þeytið eggjahvítur og sykur saman, bætið svörtum matarlit efrir smekk útí, og þar til marengsinn verður vel stífur. Bætið þá Rice Krispies varlega saman við og með sleikju.
Mér finnst best að klæða svo tvö bökunarform sirka 26cm að innan með álpappír. Smyrja marengsinum fallega í formin og baka við 120 gráður í 60 mín og látið kólna í ofninum. Það er mjög snyðugt að gera botana svolítið áður en á að nota þá jafnvel nokkrum dögum áður þeir geymast vel.
Rjómi á milli og ofan á
- 1 stór og 1 lítill peli af rjóma
- 180gr Marabou salt lakkrís súkkulaði sakað niður
Þeyta rjómann, saxna súkkulaði niður og hella saman við. Rjómi settur á milli og geymið smá til að setja ofan á. Alltaf best að setja rjóman á daginn áður eða snemma morguns sama dag og þú berð þá fram svo kakan nái að ryðja sig.
Setti svo karmellu popp með lakkrís ofan á frá Ástrík (fékk það í Jóa Fel bakarí)
Made by Heidi Ola 😛