Tag Archives: kartöflur

Ég prófaði á dögunum að gera kjötbollur í hollari kantinum sem heppnuðust svona líka svona rosalega vel 🙂
[do_widget „Featured Image“] Ofnbakaðar pretzel hakkbollur
500g Hakk beint frá býli
2 egg (beint frá okkar býli 🙂
1/2 bolli fjörmjólk
1 lítill laukur saxaður smátt
3 grænir laukar saxaðir smátt
2 presssuð hvítlauksrif
1/2 tsk origano
Dass af maldon salti og svörtum pipar
1 bolli pretzel crisps mulið smátt niður í mortel, eða sett í poka og mulið niður eftir smekk hversu smátt
Pretzel-Chips-225x300 Fékk þetta kex í Kosti, alveg mitt uppáhalds með ostum og er aðeins hollara en Ritz kex.

Hrærið eggin og mjólkina saman í skál, bætið svo öllu hinu útí og blandið vel saman. Búið til litlar bollur og raðið á ofnplötu með smjörpappír og bakið í ofni við 180 gráður í sirka 30 mín eða þar til þær eru orðnar aðeins brúnaðar og crispy. Ef mixið er of blautt eins og mitt varð smá getið þið alltaf bætt í það smá haframjöl svo það sé auðveldara að hnoða það í kúlur.

Heimatibúin kartöflumús með osti

2-4 stórar bökunar kartöflur (ég var með mat fyrir 4 en þetta var alveg vel meira en nóg svo 2-3 hefði verið nóg) skornar niður og settar í pott ég vildi hafa híðið á þeim.
1/2 bolli Fjörmjólk
1/2 bolli Stevia sykur frá Via-Health
Dass af maldon salti og svörtum pipar
Sirka hálfur poki af rifnum osti (eftir smekk, má sleppa)

Allt sett saman í pott og hitað við vægan hita og notað stappara til að stappa saman, ég setti mitt svo í hrærivélina með hnoðara í smá stund og aftur í pottinn til að spara mér tíma 🙂

Hafði svo með þessu heita brúna sósu, steiktan rauðlauk og sykurlausa sultu.
IMG_0333

Transalte/

Lesa meira