Mér var boðið að koma í heimsókn í Geysir Heima á Skólavörðustíg 12 en það er 3 Geysis búðin á Skólavörðustíg og er svona meira heimilis og gjafavörubúð.
Geysir er með hátíðartilboð í gangi í aðventunni sem eru sniðug í jólagjafir, t.d. ekta falleg ullarteppi í allskonar litum og munstrum, handklæði, sængurver úr 100% bómull og ilmkerti.
Rosalega margt fallegt til ég valdi mér teppi, handklæði og kerti með Hátíðarilm sem er eins og lykt af jólunum 🙂 Mamma var með mér en við vorum í jólastússi saman og keypti hún sér ótrúlega töff blaðagrind sem er Ítölsk hönnun.
Kósý kvöld með hátíðarilm og Heimi sem er að fíla nýja ullarteppið enda er það alveg í hans litum 🙂