Jalapeno Ídýfa

Hæhó og gleðilegt nýtt ár…jól og allt það. Ég er á lífi en ekki sett neitt inn alltof lengi en ætla að bæta úr því á nýju ári!

En hér kemur ein einföld uppskrift þar sem svo margir voru að biðja um hana bara núna strax!!
Fyrsti Fatness saumklúbbshittingurinn var haldin heima hjá mér síðastliðin föstudag og við vorum með nýárspartý þema…snakk…dýfur og líka smá þrettánda…klára smákökunar og svona… 😛
Það komu allar stelpunar með eitthvað og ég gerði Jalapeno ídýfu sem sló í gegn 🙂
IMG_3432-3

Jalapeno ídýfa:

  • 1 box af Philadelphia rjómaost (ég notaði létt)
  • 1 dós sýrður rjómi (ég notaði 5%)
  • 1 poki rifnum pizza ost
  • 1 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • sirka hálf krukka (fer eftir smekk) jalapeno frá Santa Maria (takið steina og kjarnan innan úr og skerið smátt niður)

Allt hrært saman í mauk, ég notaði hrærivélina en þið getið gert það með sleif líka.

Krums ofan á:

  • 1 dl brauðmylsna
  • 4 msk brætt smjör
  • 1/2 dl rifin parmesan ostur
  • 1 msk þurrkuð steinselja (ég átti frá Pottagöldrum)

Ég notaði svo brauð sem skál af því mér finnst það svo smart og líka þar sem ég notaði brauðkrums ofan á dýfuna passaði það vel við.
Ég tók innan úr heilu stóru brauði, það þarf ekki að vera kringlótt brauð má vera hvering sem er, tók svo smá af því brauði, aðalega skorpunni og setti í aðra skál ásamt smjöri, parmesan og steinselju, hrærði öllu saman og hellt yfir dýfuna. Dýfan er svo sett í 200° heitan ofn í 20 mín.

Þið getið líka alveg bara sett dýfuna í eldfast mót og notað mulið ritz kex, snakk eða rasp í staðin fyrir brauðið. Hægt er líka að rífið niður eina brauðsneið ef þið eigð ekki heilt brauð.
Ég gaf fuglum restina af brauðinu sem ég tók innan úr 🙂
IMG_3240

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *