Þegar ég vil að farðin endist eins allan daginn!!

Mig langaði að deila með ykkur hvað ég nota á húðina mína þegar ég er að gera mig virklega fína 🙂
Ég er snyrtifræðingur og var að vinna við það áður en ég fór að þjálfa. Og hef alltaf haft mjög mikin áhuga á öllu sem viðkemur húð og snyrtivörum. Ég farða mig yfirleitt sjálf fyrir mót og myndatökur og þegar ég hef verið að keppa erlendis þá er mjög gott að geta reddað sér sjálf.
Eitt það besta sem hef kynnst er Primerinn og steinefnafarðinn frá Young Blood. Held að margar kannist við það vandamál að vera farnar að glansa þegar líður á daginn eða kvöldið. Þegar ég er að keppa þá er oftast forkeppni um morgunin og úrslit um kvöldið svo make-upið þarf að endast allann daginn. Þegar ég vil vera virkilega fín þá nota ég primerinn síðan setting powder og svo síðast steinefna púður farðan frá Young Blood.
[do_widget „Featured Image“] Primerinn (eins og bera silki á húðina)
10376138_560972050675087_4057960264470364543_n
Steinefna farðinn (liturinn sem ég nota heitir sunflow, en það eru mjög margir litiri til og sólarpúðrið sem ég nota til að highlighta húðina, en það er alveg matt og heitir Sunshine.
1779264_10152040289157423_390010481_n
Ég og Magnea mín baksviðs á Arnold USA 2014 og erum við báðar með Young Blood farðann á okkur.
1912347_10152040290617423_583681726_n
Seinna sama dag ennþá rosalega fínar 🙂10409403_10152197634862423_1759541272533720803_nVarð bara að láta það fylgja með að ég farðaði Unu Margrét fyrir Evrópumeistarmótið 2014. Hún fór 2 daga í röð á svið og við höfðum ekki mikinn tíma svo hún Una mín svaf með farðann á sér svo að við þurftum bara rétt að púðra yfir daginn eftir og allt var skothellt 😉 PS: Una vann og er Evrópumeistari í Unglingafitness 2014.
By Heidi Ola;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *