Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“]
Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat
Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.
Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.
Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.
Made by Heidi Ola;)
Translate/
Recipe of oatmeal pancakes:
1 cup oatmeal
1/2 cup cottage cheese
4 eggs
8 drops vanilla stevia
1/2 tsp cinnamon
1/2 tsp nutmeg
Process all together in the bender until smooth.
Sprey a nonstick skillet with Pam spray.
And cook over medium heat on both sides.
Top it with organic peanut butter and no sugar jam.
Made by Heidi Ola;)