Jólailmur í húsið

Ég veit að jólin eru næstum búin, en það er samt smá eftir eða alveg þangað til á þrettándann. Og finnst mér alveg í góðu að hafa kertaljósin og smá séríur áfram á meðan mesta skammdegið gengur yfir.
Mig langaði að deila með ykkur þessum heimatilbúna jólailm sem hún mamma mín er búin að gera frá því ég man eftir mér. Og finnst mér aljört möst núna að hafa svona jólailm á mínu heimili líka yfir jólin. Ég var búin að leita lengi af hinum fullkomna kertabrennara í þetta, því það þarf að vera svolítið stór skálin til að koma öllum sem þarf í ofan í. Mamma er oft með sósuhita fyrir kerti og skál ofan á. Svo fann ég lausina í Hagkaup um daginn. Keypti mér þessa snilldar fallegu fondue skál með kerta hitara og þá get ég notað það fyrir fondue. Notaði hana lika til að bærða súkkulaði í jólabaksturinn 🙂
jólailmur
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift af jólailm:

1 stikki mandarína.
Negul naglar
Möndlur (með eða án híði, gott að mylja þær líka)
Rúsínur
Kanill, dass
Kanil stangir
Jólaglögg (tilbúið í flösku frá Ikea) (má nota líka bara vatn, en þetta er það nýjasta hjá mömmu og setur alveg punktinn yfir ilmin!)

Troðið eins mörgum negul nöglum og þið viljið í mandarínu, setjið möndur, rúsínur, dass af kanil og svo má brjóta kanil stanginar eða hafa þær svona heilar. (þær eru ekki möst) Og helli jólaglöggi svona syrka uppá hálfa mandarínu. Svo er bara kveikt kerti undir og húsið ilmar eins og jólin 🙂

Made by my mom <3

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *