Tag Archives: perlubygg

Nú þegar jólin nálgast, þá er tilheyrir á mörgum heimilum að hafa grjónagraut. Ég er sjálf alin upp við grjónagraut með möndlu í á jólunum, en svo hefur það verið þannig síðustu ár að við höfum sett möndluna bara í frómasinn sem er í dessert þar sem allir eru svo saddir að það þýðir ekkert að hafa grjónagaut á aðfangadag sjálfan. En ég hef alltaf haldið mikið uppá grjónagraut og langaði mig að prófa að gera aðeins hollari útgáfu og heppnaðist það svona rosalega vel :)[do_widget „Featured Image“]Fyrir tvo

Innihald:

  • 2 dl Perlubygg
  • 5 dl vatn
  • 5 dl létt mjólk eða fjörmjólk
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dropar vanillu stevia eða 1 tsk vanilludropar
  • 2 dl Heilkonar morgungrautur / byggflögur (má sleppa)
  • Rúsínur (má setja ofan á í lokin eða sleppa)

Ofan á:

  • Kanill
  • Sukrin
  • Smjör

Sauð perlubyggið í 15 mín. Helti þá vatninu af og setti mjólkina í, ég vildi fyrst sjóða grjónin svo þau yrðu extra mjúk. En það má líka leggja þau í bleyti yfir nótt. Hitaði þá þar til hann fór að sjóða með mjólkinni, lækkaði þá undir og setti allt hitt útí. Hrærði því vel saman.

Borin fram og toppaður með kanilsykri, ég nota Sukrin sykur og hreinan kanil saman og smá íslenskt smjör.

Ps: Var líka með steikta lyfrapylsu og blóðmör borið fram með sukrin sykri fyrir hann Ella minn og Heimir auðvitað 🙂