Fjótlegt og auðvelt að gera!
[do_widget „Featured Image“] Fiskur:- Ferskur lax, ég kaupi minn í Hafinu Fiskverslun. Var með 1 stórt flak sem ég skar niður í nokkrar sneiðar vorum 4 í mat.
- 1/2 sítróna kreist
- Sukrin gold náttúrulegur sykurlaus púðusykur. (má nota venjulegan púðursykur)
- Seafood & Fish krydd frá Santa Maria (má nota hvaða krydd sem þið viljið)
- Salt og pipar
- Smjör eða olía (ég notaði ísl smjör en getið líka notað olíu, mæli þá með isio olíu til steikingar)
Skerið laxin í stykki og kreistið sítrónu yfir hann, nuddið púðursykrinum og kryddinu vel yfir hann. Kryddið svo með salt og pipar eftir smekk. Látið bíða á meðan þið gerið salsað og couscous klárt.
Salsa:
- 1 skorið mango
- 1/2 skorin ananas
- 2 avocado
- 1 jalapeno steina hreinsað og saxað smátt
- 1/4 bolli rauður pipar saxaður mjög smátt (má sleppa)
- 1/2 rauðlaukur saxaður
- 1 kreist lime
- 2-3 msk saxað kóríander
Allt skorið niður og blandað saman. Gott að setja smá feta ost yfir líka ef þið viljið.
Couscous:
Setjið couscous í skál, ég kryddaði það með smá grænmetiskraft. Sjóðið vatn, hellið því yfir og leggjð disk eða lok yfir skálina og látið bólgna út á meðan þið klárið að elda. Ég var aukalega með heimagerðar franskar kartöflur líka með, skar kartöflu í strimla og setti í ofn með smá olíu og salti.
Hitið pönnu vel upp með smjöri eða isio olíu og látið krauma, lækkið svo aðeins hitan áður en þið setjið laxinn á með bleiku hliðina niður fyrst í 2-3 mín eftir þykkt. Snúið svo með roðið niður á látið malla í 5 mín fer eftir þykkt. Passa bara að of steikja ekki, þegar hann er farin að losna smá þá er hann tilbúin.
Made by Heidi Ola 😉