Stundum fær maður skemmtilegar hugmyndir þegar maður ætlar bara að nota það sem til er í ískápnum…..Þessa dagana eigum við mikið af eggjum í ískápnum. Við fáum eggin frá okkar eigin hænum, öndum og gæsum sem ganga frjálsar í sveitinni okkar á Álftanesi.
Quesadilla með eggja og avocado salatinu mínu sem ég geri oft ofan á t.d. LKL brauð eða poppkex.
[do_widget „Featured Image“]Ofninn hitaður í 200°
Eggja og avocado salat:
2 harðsoðin egg (hér notaði hænu egg, en ég á alltaf til harðsoðin egg til að grípa í inní ískáp)
1 stórt avocado
4 msk kotasæla
1 tsk sítrónusafi (má sleppa)
Sítrónupipar (eða bara salt og pipar)
Öllu hrært saman og smurt á tortilla kökurnar, ég nota heilkorna tortilla kökur sem ég kaupi frá Santa Maria.
Steikti beikon og 2 egg (ég notaði andaregg hér, namm þau eru svo góð 🙂 til viðbótar á pönnu. Raðaði ofan á og stráði svo smá rifnum ost yfir.
Önnur tortilla ofan á og meiri ost. Bakað í ofni þar til osturinn ofan á er orðin bráðin og kökurnar smá crispy í endunum. Engin sérstakur tími ég fylgist bara með, en þetta tekur alls ekki langan tíma. Skellti svo spælda egginu ofan á, því við fáum aldrei nóg af eggjum 🙂 🙂
Made by Heidi Ola 😉