Tag Archives: afmæliskaka

Síðastliðin laugardag hélt ein af mínum uppáhalds uppá stórafmælið sitt.

Magnea Gunnarsdóttir bikini fitness meistari var tvítug og auðvitað verða svona prinsessur og kökugæðingar að fá alvöru köku við stór tilefni eins og þessi. Ég fór í málið en ég hafði aldrei áður gert svona sykurmassa köku þrátt fyrir að hafa langað til þess. Lét samt vaða og skoðaði allskonar video á youtube…. Magnea ákvað þemað og varð „Pink Zebra“ fyrir valinu.

Að sjálfsögðu varð kakan að vera stór og var hún þess vegna 2 hæða, það er ekki minna gert fyrir svona alvöru prinsessur . Til þess að halda kökunni uppi og botnarnir falli ekki saman án þess að þurfa nota stoð inní þá notaðis ég við snilldar ráð sem Jói Fel vinur minn notaði í afmæliskökuna mína. Það var að hafa neðra lagið úr massífum Rice krispies svo súkkulaði kakan standi kyrr ofan á.
Ég legg svo mikið uppúr því að kökur séu ekki bara útlitið heldur innihaldið sem skiptir mestu máli!

[do_widget „Featured Image“]

Lesa meira