Regnbogakaka

Í tilefni helgarinar fannst mér við hæfi að setja inn regnboga kökuna sem ég gerði fyrir Fatness boð á Gay pride í fyrra. Langaði að deila með ykkur uppskriftinni, en þessi kaka vakti sko mikla lukku og hef ég notað hana oft eftir það, bara í öðrum litum, því hún var svo bragðgóð! Meðal annars gerði ég bláu Baby Reveal kökuna eftir þessari uppskrift 🙂
Vildi ekki hafa þetta típíska svamp botna með smjör kremi. Finnst þeir oft svo þurrir og óspennandi. Algjört möst að kökur séu bragð góðar líka en ekki bara fyrir augað. Svo ég breytti þessari hefðbundu regboga köku sem mér hafði alltaf langað að prófa að gera. Þessi er svona smá blaut í sér, alls ekki þurr, en trixið er sýrði rjóminn.[do_widget „Featured Image“]

Kaka:

  • 340gr Ósaltað smjör
  • 2 Bollar sykur
  • 5 stórar eggjahvítur, (við stofuhita, létt þeyttar)
  • 1 ½ tsk vanilludropar
  • ½ dós af sýrðum rjóma (við stofuhita, ég notaði 10%)
  • 3 bollar hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 1 bolli mjólk
  • Gel matarliti, (ég notaði AmeriColor Soft Gel Paste Food Color frá Allt í Köku, ég las mér mikið til um svona kökur áður og voru þeir mest notaðir og flestir mæla með þeim. Allvega ekki nota fljótandi liti þá verður deigið of þunnt.

Litirnir sem ég notaði heita: Soft Gel Paste***( Super Red, Lemon Yellow, Electric Orange, Electric Green, Electric Blue and Royal Purple) og eru frá AmeriColor.

  1. Hitið ofinn í 180 gráður. Spreyið kökuformin að innan með PAM spreyi, ég á alltaf PAM for baking sem fæst í Kosti en annars hægt að nota bara venjulegt eða smjör. Ég átti bara 3 form í sömu stærð svo ég bakaði 3 í einu.
  2.  Hrærið saman smjör og sykur, bætið svo eggjunum varlega útí, einu í einu. Setjið saman vanilldropa og sýrða rjómann og hrærið vel saman við.
  3.  Í annari skál setjið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt. Blandið því saman og hellið því svo þrennu lagi útí blautu efnin, og hrærið alltaf varlega saman á milli.
  4.  Því næst er svo að skipta deiginu í 6 litlar skálar, ef þið viljið vera voða nákvæm getið þið vigtað degið jafn í skálarnar en ég sirkaði nú bara eins í allar. Setjið svo hvern lit útí hverja skál, og hrærið með sér skeið í hverri þar til þið eruð sátt við litinn. Ég var að nota sirka 4-8 dropa í hverja. Algjört möst að nota krem liti.
  5. Hellið svo í formin og bakið í 13-15 mín. Þetta eru ekki það þykkir botnar svo passa að baka ekki of lengi. Þið munið svo sennilega halda að þið hafið bakað þá of lengi og finnast liturinn á þeim ljótur. En svo þegar þið skerið inní kökuna þá er liturinn flottari. Eðlilegt að skorpan sé aðeins dekkri. Ég kom bara 3 formum í einu í ofnin og bakaði þá í tvennu lagi.IMG_7267IMG_7268
    Ítalskt Marenge Smjörkrem á milli og rétt til að loka kökunni yfir:

    • 340gr. Sykur
    • 90ml vatn
    • 4 eggjahvítur
    • 500gr. Smjör
    • Raspaði svo smá sítrónubörk útí kremið til að gera í það smá bragð, bara eftir smekk og má sleppa.
    1.  Setjið saman í pott sykur og vatn og hrærið þar til það líkist blautum sandi. Hitið vel saman eða þar til sykurinn er alveg bráðinn og það sjást engar sykuragnir, þetta sé orðið alveg hvít-tært. (passa að skafa allan sykur úr köntunum á pottinum með ofan í.
    2.  Á meðan sykurinn er að bráðna, þeytið eggjahvíturnar. Á litlum hraða þar til þær verða froðukenndar (ætti að líta út eins og froða ofan af á bjór). Þá má auka hraða í meðalhraða. Hellið svo sykri rólega útí en lækkið þá hraðan niður og þegar þið hafið hellt honum öllum rólega útí aukið þá hraðan aftur og þeytið vel saman.
    3. Þegar blandan er orðin stofuheit. Lækkið hraðan aftur og bætið smjörinu varlega útí, skerið það í bita eða mér finnst gott að skera það í sneiðar með ostaskera og setja útí smá í einu og hræra svo vel saman þar til kremið er orðið slétt og fallegt.
    4. PS. Passið að smjörið sé við stofuhita! Og passið að eggin og sykruinn sé búið að kólna niður í stofuhita þegar smjörinu er bætt saman við, ef blandan er of heit þá endar það í kekkjum og líka ef smjörið er of kalt.
    5. Svo er bara að smyrja kreminu á milli allra botnana og raða þeim í réttri litaröð saman, og setja svo afgangin af því yfir hana alla og kökuna svo inní kælir sem fyrst. Svona marenge smjörkrem er best kalt. En mér fannst það svo ekki þekja hana nógu vel svo ég gerði líka venjulegt smjörkrem yfir hana alla.

    Smjörkrem:

    • 125gr smjör (mjúkt)
    • 500gr flórsykur
    • 1 egg
    • 2 tsk vanilludropar
    • 2 msk sýróp

    IMG_7332IMG_7339IMG_7346IMG_7353 Það er alltaf veisla þegar Fatness (fitness saumaklúbburinn) kemur saman 😛 Við skiptumst á að halda og allar koma með eitthvað gúrme á hlaðborðið og svo er gúffað 🙂

    Made by Heidi Ola ;p

     

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *