Langði í eitthvað mexico style og átti kjúkling og ég ákvað að prófa eitthvað nýtt……
Hitið ofnin á 200°
- 2 kjúklingabringur
- 4 tortilla kökur (var með medium stærð)
- 1 lítill rauðlaukur
- 1/2 rauð paprika
- 1/2 dós Gular baunir
- 1/2 dós Svartar baunir
- 2 tómatar
- Philadelphia létt rjómaostur
- Salsa sósa
- 1 poki pizza ostur
- Smá mexico ostur (skorin mjög þunnt, má sleppa)
- Jelapeno og Doritos á toppin eftir smekk (má sleppa)
Skar kjúklingabringur niður í smá bita kriddaði með kjúklingakriddi og guacamole kriddi (fékk það í Litlu garðbúðinni), steikti á pönnu með smá olíu. Saxaði laukin smátt niður og steikti á pönnu, þar ekki að steikja hann má nota hann bara hráan. Saxaði smátt papriku og tómata. Setti svo allt saman í skál, kjúllan, laukinn, tómatana, paprikuna og bætti baununum saman við, öllu hrært saman.
Smurði á tortilla kökur rjómaostinum og setti sirka 1 msk af salsa sósu á eina köku í einu, kjúlla mixið ofan á það og stráði osti yfir + mexico ost, svo önnur kaka smurð með rjóma ost og sett ofan á og þannig koll af kolli 4 hæðir en á síðustu þá smuðri ég smá rjómosti setti setti ekki salsa heldur bara ost yfir en rjómosturinn var til að láta ostinn tolla betur á. Toppaði svo með jelapeno og mundu Doritos. Bakaði í ofni í 10 mín.
Made by Heidi Ola