Prótein brauðbollur

Prófaði í fyrsta skipti í dag að baka úr Proteinbrauð mixinu frá Sukrin. Ég ákvað að gera litlar bollur í anda bolludagsins, en er hægt að gera hvað sem manni dettur í hug, það stendur einmitt á pakkanum að hægt sé að gera brauð, rúnstykki, tortilla kökur eða skonsur. Það eina sem þarf að bæta í er 4dl. vatn en það má setja mjólk eða jógúrt í staðin eða á móti vatninu. En þetta mix inniheldur engan sykur, er glútein free, lítið af kolvetnum og mikið af próteini, svo mjög snyðugt fyrir þá sem eru að hugsa um að minka kalolírunar og eru að reyna minnka t.d. brauð át.

Það sem ég notaði var:
1 kassi Proteinbrauð mix
2 dl ab mjólk (laktósafrí frá Örnu).
2 dl vatn.

Heitar bollur inni í snjónum í dag 😛

Made by Heidi Ola 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *