Ég elska að dekra við Heimir hundinn minn 🙂 Hann átti afmæli núna 16. ágúst og varð 8 ára. Ég hafði pantað form sem eru eins og hundabein á netinu fyrir löngu og uppskriftirnar sem fylgdu með voru greinilega frekar af kökum fyrir mannfólk því í þeim var sykur. Ég ákvað að prófa það sem mér datt í hug sem væri hollt, sykurlaust og hundar gætu borðað og eitthvað með kjötbragði því hundar elsku jú flestir allt með kjötlykt. Nota oft barnamauk í heilsu uppskriftir svo ég fann barnamauk með kjöti og kartöflum og bætti svo líka í þær osti. Honum finnst þetta allavega algjört lostæti og sérstaklega þegar þær komu heitar úr ofninum, ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki list á að prófa en þær eru alveg í lagi fyrir mannfólk líka 🙂
[do_widget „Featured Image“]
Hitið ofin á 200°C
- 2 bollar hafrar
- 1 bolli hveiti
- 1 skvísa af Ellas 100% organic barnamauk með kjöti og kartöflum
- 1/3 bolli smjör (við stofuhita)
- 1/2 bolli mjólk
- 1 egg
- 1 bolli rifin ostur
Hrærið saman eggi og mjólk, bætið svo í það barnamaukinu og smjöri.
Setjið haframjölið í mixara til að gera það fínt ég notaði Nutribullet (má slepppa því og nota þá grófa en þá verður kexið grófara). Hellið svo höfrunum og hveiti saman við. Öllu hrært vel með sleif. Og bætt rifnum osti saman við.
Ef það er mjög klístrað bætið þá smá hveiti saman við.
Deigið hnoðað og flatt út með kökukefli og skorið út, ég átti svona hundabeins form sem ég pantaði á netinu. Þið getið notað hvaða form sem er eða bara skorð út ykkar munstur 🙂 Made by Heidi Ola 😉