Hafragrautur með eggjum og hnetusmjöri

Það jafnast fátt á við það að byrja daginn á hafragraut stútfullum af orku úr góðum kolvetnum og próteini úr eggjunum.

Fannst komin tími til að setja þessa uppskrift aftur hér inn þar sem ég hef fengið svo margar fyrirspurnir um það hvering ég geri eggja grautinn minn fræga 🙂 Ef þið viljið fá að sjá mig gera hann live addið mér þá á snap: heidifitfarmer ég geri hann þar reglulega. En þetta er mjög einfalt og svo hollur og góður!

Uppskrift:

• 30-40gr Haframjöl (karlmenn nota kannski meira magan um 60gr og þá meira af eggjum og vatni á móti)
• Smá vatn, bara rétt til að bleyta í.
• Smá klípu af maldon salti (má sleppa)
• 4 egg, ég nota landnámshænuegg beint frá mínu býli  Þau eru eins minni en þessi venjulega strærð útí í búð svo 3 venjuleg eru nóg. Eða það mætti líka nota bara hvítur úr brúsa.
• 1 msk chia fræ (sem búið er að leggja í bleiti)
• 1 msk rúsínur (má sleppa)
• 4-5 dropar vanillu stevia (má sleppa)

Aðferð:
Setjið haframjöl í pott með vatni, hitið smá, bætið þá eggjum útí.
Látið malla þar til þetta verður að þykkum graut og eggin hafa blandast alveg við. Bætið stevía og chia fræjum við.

Því næst strái ég kanilsykri út á. Sem ég geri úr hreinum kanil og sukrin sykri, sem 100% náttúlegur sykur, 0kcal og hækkar ekki blóðsykur. Notaði vanillu hafra mjólk. Og toppaði hann svo með að setja 1 tsk af lífrænu hnetusmjöri.
Hægt er að bæta öllu við sem ykkur dettur í hug útá. Það má líka hafa þetta bara einfallt og nota bara hafrar og egg og strá svo kannski hreinum kanil útá ég geri hann oftast svoleiðis.
IMG_6370
Made by Heidi Ola

– See more at: http://motivation.is/hafragrautur-med-eggjum-og-hnetusmjori-besti-grautur-sem-thu-munt-smakka/#sthash.dA26Y7Zw.dpuf