Byrjaði að hanna og smíða hillu um daginn og lofaði að pósta myndum þegar hún væri tilbúin. Ég byrjaði á að kaupa eikar planka í Efnissölunni í Kópavogi síðan lögðu margir góðir hönd á plógin 🙂 Pabbi setti plankann í gegnum þyktarhefil, ég pússaði hann svo og bar á hann olíu. Afi smíðaði fætur úr járni og Elli kærastinn minn sá um að sprauta þær og hjálpa mér svo að setja plötuna á. Hillan er nú klár og komin upp heima og við erum mjög sátt með loka útkomuna 🙂
[do_widget „Featured Image“]