Sjómannadagurinn var síðast liðin sunnudag 7júní og þessa helgi fer ég oftast vestur á Patró (Patreksfjörð) á mínar æskuslóðir. Ólst þar upp til 6 ára aldri, elskaði svo að vera þar öll sumur hjá ömmu og afa fram eftir unglinsaldri og ég veit ekkert betra en að fara þangað til að hlaða batteríinn og slaka á í fallega sjávarþorpinu við Patreksfjörðin. En þessa helgi er alltaf miklil hátíð á Patró og gaman að koma, þá koma margir burtfluttir vestur í gamla þorpið sitt sem kallar á okkur með fjallafegurð sinni. Ég fór með Ella kærastanum mínum og auðvitað kom Heimir hundur með 🙂 og fjölskyldan mín <3
Auðvitað fengu eggjabændurnir sér svartfuglsegg 😛 namm en það er eitt það besta sem ég veit, og eru þau bara fáanleg á þessum tíma árs og bíð ég alltaf spennt 🙂Ég og Heimir að fá okkur fiskisúpu 🙂
Ég fór og með Ella, Heimir og Víðir bróðir inn á Rauðasand en ég mundi segja það vera eina flottustu nátturperlu Íslands.
Blog by Heidi Ola 😉
Saved as a favorite, I really like your blog!