Ég borða mikið af fisk, lax og bleikja eru í milku uppáhaldi og er ég fastakúnni í fiskverslunni Hafinu í kópavogi. Það er fyrir mig eins og að koma inní nammibúð 😛 allt svo girnilegt þar ég fæ ofast valkvíða þegar ég kem inn. Uppáhald mitt er lax í teriyaki og sesam mareneringu, þarf bara að henda honum í ofnin í um 7-10 mín. Hér var ég að gera extra vel mig og kallinn og hafði ofnbakðar sætarkartöfur með feta, steikta sveppi, sauð ferskan aspas, ferskt salat og gríska sósu með.
[do_widget „Featured Image“]
Sætar kartöflur:
Skar niður sæta kartöflu í litla tening, helli í eldfast mót, helli fetaost yfir eftir smekk og smá af olíunni með.
Bakað í ofni á 200 gráðum í 20-30 mín.
Lax:
Kemur tibúin í mareneringu frá Hafinu í Kópavogi.
Settur í ofnin í eldfast mót í 7-10mín. (set smá olíu í fatið svo hann festist ekki við)
Ég setti hann svo ofan í annað fat ofan á ferskt spínat, bara svona til að gera þetta fallegt fyrir augað 🙂 Skar svo niður smá skarlott lauk og setti yfir í lokin.
Aspas:
Ferskur stór aspas úr Kosti, læt vatn í stóra pönnu með loki (því hann er svo langur). Læt suðuna koma upp, lækka undir og set aspasin ofan í ásamt smá maldon salti og læt sjóða í 2-5 mín. Fer eftir því hversu þykkur hann er.
Grísk sósa:
3-4 msk Grísk jógúrt
hálf dós Sýrður rjómi 5%
1 msk Agave síróp
1 pressað hvítlauskrif
Sítrónu safi
Svartur pipar
Öllu hrært saman og smakkað til. Ég geri þessa með mjög mörgu og dassa hana alltaf til 😉
Steikti sveppi á pönnu og gerði ferskt salat með avocado, algjört sælgæti 🙂
Made by Heidi Ola 😉