Á veturnar er ekkert betra í kuldanum en heitt súkkulaði í bolla, kúruteppi og dúnskokkar 🙂
Ég fæ mér yfirleitt alltaf eitthvað smá áður en ég fer að sofa eða ég passa að fara allvega aldrei svöng að sofa og vil skammta vöðvunum prótein jafnt og þétt allan daginn. Casein prótein er sérstaklega hannað til að skammta vöðvunum prótein yfir nóttina eða í allt að 8 tíma. Það er mjólkurprótein sem meltist hægar. Og kemur því í veg fyrir vöðva niðurbrot. Það má alveg taka casein prótein á öðrum tíma dags líka, og eru sum prótein blanda af mysu próteini(whey) og mjólkur próteini(casein).
Casein eða mjólkurpróteinið er einnig betra eða meira gúrm í flest allt sem maður brasar úr próteini eins og t.d. prótein fluff og það er gott að gera búðing úr því líka. Það er þéttara í sér og það góða við það að það seðjar magann meira en whey próteinið svo þetta er fullkomið til að fá sér fyrir svefnin ef fólk er í átaki því þú ferð ekki svangur að sofa, og fitnar síður af próteini.
[do_widget „Featured Image“]
Hér er uppskrift af heitu casein prótein kakó:
1 skeið (30g) Súkkulaði casein prótein (ég nota frá QNT)
1 bolli vatn.
1 tsk stevia sykur frá Via-Health (val, þarf alls ekki)
Dass af maldon salti
Dass af Walden farms pönnuköku sýrópi (val)
Próteinið sett í pott með 1 bolla af vatni og hitað en látið ekki sjóða. Hita bara vel. Bætið öllu útí sem þið viljið. Og hræra svo með písk. (Hef prófað að sjóða vatn og hella í bolla með próteini eða nota öbbann, það virkar ekki, það fer allt í kekki.)
Ég nota oft líka bara casein prótein og vatn. Hitt þarf alls ekki, bara gaman að breyta til og prófa sig áfram í að gera þetta aðeins meira gúrm 🙂 Ég geri líka stundum vel við mig og nota möndlumjók eða fjörmjólk í staðin fyrir vatn. Einnig prófað allskonar bragð af stevia dropum og jurtarjóma 🙂
Made by Heidi Ola 😉
Þú ert svo mikill snilli Heiða 🙂 gaman að skoða uppskriftirnar þína!
Loksins get ég drukkið Casein án þess að kúgast 😀
Jeyy 🙂 Æi en gaman að heyra 🙂