Tag Archives: súpa

Ég er búin að hugsa svo mikið um góða súpu síðustu daga svo ég ákvað að prófa malla saman eina gúrme sveppasúpu og reyndi að gera hana svona í hollari kantinum.  Ég elska allt með sveppum og segi að það sé aldrei nóg af sveppum í neinu svo það er nóg af sveppum í þessari súpu!

Sveppasúpa

  • 250 gr flúðasveppir
  • 150 gr kastaníusveppir
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 dós kókosmjólk
  • 3 dl mjólk (ég nota fjörmjólk)
  • 1-2 dl vatn  (fer eftir hversu þykka þið viljið hafa hana, getið svo þykkt hana með jafnara)
  • 1 góð tsk villikraftur frá Oskar
  • 1 góð tsk grænmetiskraftur frá Oskar
  • smá salt og pipar, smakka til eftir smekk.

Skerið sveppina niður, ég skar þá frekar gróft, fer eftir smekk, má mauka alveg í matvinnsluvél. Skerið laukinn mjög smátt niður, pressið hvítlauksrifin og steikið í potti með smá smjöri eða olíu og bætið sveppum svo saman við. Steikið í nokkrar mínútur. Bætið svo kókosmjólk, mjólk , vatni og kröftum saman við. Bætið svo smá salt og pipar útí og smakkið til. Látið suðuna koma upp, lækkið svo undir og látið malla á vægum hita í 15 mín.

[do_widget „Featured Image“]

Beikonvafin ostasamloka

Svo elskar kærastinn minn allt með beikoni svo það var win-win beikonvafin ostasamloka með súpunni 🙂 En þessi samloka er náttulega ekki á hollustu listanum en hún rugl góð 😛

  • 2 brauðsneiðar (já! ég var með eins mikið fransbrauð og hugsast getur 🙂
  • ostur (já! var með Gotta ost í þetta skipið )
  • Beikon (já! bara venjulegt Ali beikon ekki fituminna:) verður að vera frekar langt beikon, til að ná utan um brauðið )

Gerið samloku með osti og pakkið henni svo inní beikon á alla kanta og steikið á pönnu! Einfalt, skothelt, ógeðslega gott og ég meina hálf svona er allt í góðu þegar súpan er bráð holl 😉

Made by Heidi Ola 😉