Tag Archives: maldon salt

Við prófuðum í fyrsta skipti að grilla urriða í heilu lagi um helgina og var það ótrúlega einfalt og gott.
Afi gaf okkur urriða sem hann veiddi í Þórisvatni með honum vorum við með kartöflur úr garðinum okkar, ferskt salat með rifnum gulrótum, hollandaise sósu og grillaða sveppi fyllta með Ljótur ost.
IMG_3230

  • Við vorum með 3 meðal stóra urriða sem búið var að hreinsa
  • Sirka 100gr Smjör
  • 2 Sírtónur 1 og 1/2 hálf sem ég skar í sneiðar og notaði svo hálfa til að kreista smá yfir hann líka.
  • Blóðberg efir smekk og hægt að nota annað krydd
  • 1 msk Olía
  • 1 msk Epla edik
  • Maldon salt
  • Svartur malaður pipar
  • Skar Íslenskt smjör með ostaskera og lagði smjörsneiðar inní hann, skar svo sítrónu og raðaði inní og setti nokkura blóðbergs stilka með inní. Pennslaði svo með olíu og epla ediki og kryddaði með salt og pipar. Elli minn sér svo um grillið og grilluðum við hann í 7 mín á hvorri hlið við vorum með sérstka grillgrind frá Weber en það er líka hægt að nota álpappír eða einnota grillbakka. En passa að setja olíu á fyrst svo roðið festir ekki við.[do_widget „Featured Image“]

 

IMG_3229
Made by Heidi Ola 😉

Ég er mikið að prófa mig áfram með hakkrétti þessa dagana og gerði salat með Mexikönsku ívafi sem kom skemmtinlega á óvart! Þetta er eitthvað sem þið verið að prófa!! Ég er vanalega alltaf með fajitast vefjur með þegar ég geri svona mat, en ótrúlegt en satt þá fannst mér þetta toppa það!
IMG_1125Ég skar sæta kartöflu niður í franskar, setti á bökunarplötu með smjörpappír og bakaði á 180 gráðum í sirka 20-30mín (eftir hversu stökkar þið fílið þær)
Á meðan gerði ég Guacamole, steikti hakkið og skar niður papriku og lauk.

Guacamole:
(Mér finnst lykil atriði að gera það sjálf en annars er alltaf hægt að kaupa það tilbúið í krukku en það er aldrei eins gott.)

  • 3-4 avocado
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
  • 1 stór tómatur, saxaður smátt og betra að hafa frekar þorskaðan
  • 1/4 bolli saxað ferskt kóriander
  • 2 pressuð hvílauksrif
  • Smá maldon salt
  • 1/2 kreist lime

Allt sett saman í matvinnsluvél og hrært eftir smekk hversu mikið. Eða bara saxa þetta allt smátt í skál og hræra með gaffli og þá verður það chunky 🙂
IMG_0092-2

Hinn helmingin af rauðlauknum steikti ég á pönnu og bætti svo hakkinu við en ég nota ungnautahakk beint frá býli, kryddaði með salt og pipar. Setti svo sirka 1/2 bolla af salsasósu á pönnuna í lokin, lækkaði undir og setti lokið á og lét malla smá eða á meðan ég gerði allt hitt klárt. Ég var með lambhagasalat, smátt skorna gula og rauða papriku, jelapeno, rifin ost, 5% sýrðan rjóma og toppað með söxuðum vorlauk sem er nýja æðið mitt með öllu núna 🙂
Þetta er rosalega einfalt og þið getið bara haft það með sem ykkur dettur hug með þessu, minn maður toppaði sitt salat með fetaost 🙂 Það er líka hrikalega gott!IMG_1122IMG_1123
Made by Heidi Ola 😉