Svo margir búnir að senda mér hvað ég gerði við sætu karföluna með laxinum um daginn
Grillaður lax með fylltri sætri kartöflu, ferksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
[do_widget „Featured Image“]
Sæt kartafla (fyrir 2)
Stillti ofnin á 200°.
Skar eina stóra kartöflu í tvennt. Pakkði þeim inní álpappír og setti í ofnin í 45mín (fer eftir því hversu stórar þær eru, en allvega þannig að þær verði frekar mjúkar).
Á meðan steikti ég smátt skorinn rauðlauk á pönnu ásamt gulum baunum. Þannig að baunirnar brúnist smá.
Tók kartöfluna svo út úr ofninum og skar vel í hana með hníf án þess samt að fara í gegnum hýðið, hafði álpappírinn enn um hana hálfa. Smurði hana með smjöri og salti. (má sleppa). Krafsaði smá í hana og setti feta ost (getið líka sett smá af olíunni af feta ostinum og sleppt smjörinu). Set síðan lauk og baunir yfir. Setti svo smá rifin ost yfir í lokin (má sleppa).
Lax
Ferskur lax frá Hafinu Fiskverslun. Set dass af ólífuolíu á álpappírinn svo roðið festist ekki alveg við. Kryddaði hann með sítrónupipar, settur á grillið í sirka 7-10 mín fer eftir þykkt. Kartölunar setti ég með á grillið í þann tíma og bakaði þær enn betur og bræddi ostinn
Bar fram með freksu salati og sítrónugras sósu frá Hafinu.
Hér er önnur uppskrift sem ég gerði með svona fylltri kartöflu
http://www.heidiola.is/osta-fyllt-kjukligabringa-med-pepperoni-og-fyllt-saet-kartafla/
Made by Heidi Ola