Við prófuðum í fyrsta skipti að grilla urriða í heilu lagi um helgina og var það ótrúlega einfalt og gott.
Afi gaf okkur urriða sem hann veiddi í Þórisvatni með honum vorum við með kartöflur úr garðinum okkar, ferskt salat með rifnum gulrótum, hollandaise sósu og grillaða sveppi fyllta með Ljótur ost.
- Við vorum með 3 meðal stóra urriða sem búið var að hreinsa
- Sirka 100gr Smjör
- 2 Sírtónur 1 og 1/2 hálf sem ég skar í sneiðar og notaði svo hálfa til að kreista smá yfir hann líka.
- Blóðberg efir smekk og hægt að nota annað krydd
- 1 msk Olía
- 1 msk Epla edik
- Maldon salt
- Svartur malaður pipar
- Skar Íslenskt smjör með ostaskera og lagði smjörsneiðar inní hann, skar svo sítrónu og raðaði inní og setti nokkura blóðbergs stilka með inní. Pennslaði svo með olíu og epla ediki og kryddaði með salt og pipar. Elli minn sér svo um grillið og grilluðum við hann í 7 mín á hvorri hlið við vorum með sérstka grillgrind frá Weber en það er líka hægt að nota álpappír eða einnota grillbakka. En passa að setja olíu á fyrst svo roðið festir ekki við.[do_widget „Featured Image“]