Ég skellti í einn mjög einfaldan kjúklingarétt í kvöld sem ég hafði ekki gert mjög lengi, cravaði í eitthvað með góðri sósu og grjónum. Hafði ekki prófað að setja sveppi í hann áður en það kom mjög vel út.
[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 180°
- 3 Kjúklingabringur
- 200gr Brokkolí
- 1 Dós sveppir
- 1 Piparostur
- 1 Matreiðslurjómi
Byrjaði á að sjóða brokkolíð örstutt í potti þar sem ég var með frosið brokkolí og vildi ná vökvanum af, setti það svo í sigti.
Skar bringurnar niður í bita, kryddaði með sítrónupipar en þið getið notað hvaða krydd sem er, steiki á pönnu eða bara rétt loka bitunum.
Geri sósu í öðrum pott:
Skar niður piparost og bræddi í matreiðslurjóma. Hellið sveppum útí. Hellið svo sósunni yfir kjúklingin og brokkolíð í stóru eldföstu móti og setjið í ofnin í 20 mín.
Borið fram með hrísgrjónum:
- 150gr grjón
Sigta grjónin með vatni, næ hvítu slikjinni af og set svo í pott með vanti, smá salt og olí. En með því að sigta þau fyrst þá verða þau mýkri.
Whola